Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019FRÉTTIR
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum.
Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglu-
gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og
fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr
18.890
Verð kr
49.920
Verð kr.
35.850
Verð kr.
15.960
Að fylgjast með hagkerfi Argentínu
er svolítið eins og að horfa á knatt-
spyrnuleik og halda með liðinu sem
alltaf tapar. Mann langar að hvetja
liðið áfram, og veit að á pappír hefur
það allt sem þarf til að skara fram úr.
Liðið býr líka að fornri frægð – var
einu sinni í toppslagnum. Samt dyn-
ur á þeim hvert áfallið á fætur öðru
og álitsgjafar mása og blása í sjón-
varpi og á síðum blaðanna, eins og
stuðningsmaðurinn á hliðarlínunni
rauður í framan af gremju: „Nei!
Ekki svona! Ekki þetta! Ekki núna!“
Og þá sjaldan sem virðist ganga vel
er eins og ekki sé allt með felldu – og
deilt um hvort sóknarmaðurinn hafi
slegið hendinni utan í boltann þegar
hann skoraði síðasta mark. Annars
er það yfirleitt bara stöngin-út, sama
hver er sendur inn á völlinn.
Gósenland í suðri
Auðvitað vill maður halda með
Argentínu, enda virðist það hrein-
lega ósanngjarnt hvernig hefur farið
fyrir þessari þjóð, syðst í Suður-
Ameríku. Þar sem fólkið dansar
tangó, borðar heimsins bestu steikur
og fyllir rauðvínsglösin upp að
barmi. Græn túnin breiðast út yfir
landslagið, nautgripirnir eru patt-
aralegir, fólkið ósköp vandað og
vinnusamt, olía, gas og eðalmálmar í
jörðu. Allt leit svo vel út í byrjun síð-
ustu aldar, og Argentína var í hópi
ríkustu landa heims allt fram að
kreppunni miklu. Kreppan þurrkaði
upp eftirspurn eftir argentínskum
landbúanðarafurðum og allt fór í
hnút. Síðan þá er eins og hagkerfið
hafi aldrei náð sér almennilega á
strik nema stutta stund í senn, og
hafa herforingjastjórnir og lýðræð-
islega kjörnir leiðtogar skipst á að
taka rangar ákvarðanir um efna-
hagsstjórn landsins. Að ekki sé
minnst á skrambans Perónismann.
Umbætur enda í greiðslufalli
Virtist loksins eins og Carlosi Me-
nem hefði tekist að koma landinu á
rétta braut á 10. áratugnum. Hann
frelsaði hagkerfið töluvert og laðaði
að erlenda fjárfestingu svo að lands-
framleiðsla á mann tók kipp og var
um 1998 orðin um fjórðungi hærri en
í Síle og þriðjungi hærri en í Brasilíu.
En svo kom kreppa, Menem fór, er-
lendu fjárfestarnir misstu kjarkinn,
stjórnkerfið var orðið gegnsósa af
spillingu og ríkissjóður neyddist til
að safna skuldum til að reyna að
halda genginu stöðugu gagnvart
Bandaríkjadal. Stoðirnar brustu á
endanum, og árið 2001 skrapp hag-
kerfið svo mikið saman að Argentína
varð skyndilega eftirbátur Brasilíu
og Síle, frekar en að leiða hópinn.
Ríkið hætti að greiða af skuldum sín-
um (sem Argentína hefur núna gert
samtals átta sinnum), og á endanum
að Néstor Kirchner tók við keflinu –
og ekkja hans Cristina að honum
látnum. Hagkerfið óx, og það þrátt
fyrir furðulegar aðgerðir Kirschner-
hjóna á borð við að handstýra verði
neysluvara, leggja háa skatta á út-
flutning og þjóðnýta einkarekna líf-
eyrissjóði. Árið 2014 var verðbólga
komin á fleygiferð, enda peninga-
prentvélarnar á fullu, eins og Perón-
ista er siður. Fjármagn streymdi úr
landi og eftir að hafa tapað undar-
legu dómsmáli, sem rekið var af
áhættufjárfestum í New York, neit-
aði ríkisstjórn Argentínu enn eina
ferðina að borga skuldir sínar.
Kjósendur fengu sig fullsadda af
þessu og sprangaði Mauricio Macri
inn á völlinn í árslok 2015.
Loksins virtist kominn framherji
sem vissi hvernig spila á leikinn (og
hafði raunar tekist að verða formað-
ur knattspyrnuliðsins Boca Juniors).
Hófsamur hægrimaður, verkfræð-
ingur að mennt með framhalds-
menntun í viðskiptum frá virtum
bandarískum háskóla. Macri reif
plásturinn af sárinu, afnám gjaldeyr-
ishöft og útflutningshöft og leyfði
pesanum að falla, hóf að borga af
skuldum ríkisins og snapaði stærsta
lán sem AGS hefur nokkru sinni
veitt.
Skjálfandi á beinunum
Það varð ekki beinlínis viðsnún-
ingur yfir nóttu, en hagkerfi Argent-
ínu hefur miðað í rétta átt, ólíkt t.d.
Brasilíu í norðri.
En aðferðir Macri virðast ekki
hafa farið nógu vel í kjósendur því á
sunnudag tapaði hann n.k. „könn-
unarkosningu“ sem ætlað er að meta
viðhorf kjósenda í aðdraganda for-
seta-, þing- og héraðsstjórakosninga
sem fara munu fram þann 27. októ-
ber næstkomandi. Hann tapaði með
miklum mun – með aðeins 32,7% at-
kvæða – gegn Perónistanum Alberto
Fernándes, sem býður sig fram með
Cristinu Fernández de Kirschner
sem varaforsetaefni, og hlaut stuðn-
ing 47% kjósenda. Er þetta langtum
meiri munur en skoðanakannanir
bentu til og greinilegt að niðurstöð-
urnar skutu fjárfestum skelk í
bringu. Raunar ekkert skrítið að
fjárfestar séu hvekktir enda sýnir
sagan að í Argentínu er á öllu von.
Minnstu merki um að stjórnmál
landsins séu að taka ranga stefnu
framkalla því mjög sterk viðbrögð.
Strax á mánudag hrundi gengi
argentínska pesans um nærri því
fjórðung og aðal-hlutabréfavísitala
landsins lækkaði um 48% mælt í doll-
urum en 38% mælt í pesum. Að sögn
FT má aðeins finna eitt tilvik í sög-
unni þar sem hlutabréf lækkuðu
meira á einum degi og var það á Sri
Lanka árið 1989 þegar þar geisaði
borgarastríð.
Markaðsgreinendur standa á gati.
Þvílíkt sjálfsmark!
Bjartsýnismennirnir vona að ef
Fernández kemst til valda þá hafi
hann kannski rænu á að viðhalda
stefnu Macri í megindráttum. Það
versta er næstum því afstaðið og vís-
bendingar um að hagkerfið komist á
gott skrið að ári liðnu, eða þar um bil.
Þau Alberto og Christina gætu þá
eignað sér heiðurinn.
Svo er alltaf hægt að vona að
niðurstöður kosninganna á sunnu-
dag efli stuðningsmenn Macri og
sýni kjósendum Fernández hvers
þeir geta vænst ef Perónistar fá aft-
ur að ráða. Skilaboðin sem mark-
aðurinn sendi á mánudag gætu ekki
verið skýrari.
Macri benti á þetta sjálfur í við-
tölum við blaðamenn eftir skell
mánudagsins, og sagði heimsbyggð-
ina ekki treysta þeirri tegund stjórn-
mála sem voru stunduð í tíð Kirsch-
ner-hjónanna. Hann ætlar sér að
sigra í október, og freistandi að
hvetja hann til dáða eins og þeir gera
hjá Boca: „Dale, dale, dale!“
Innst inni veit maður samt hvern-
ig fer. Þetta er jú einu sinni Argent-
ína.
Sjálfsmark með tilþrifum
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Istanbúl
ai@mbl.is
Það þurfti ekki meira en
slæmar niðurstöður úr
könnunarkosningu til að
fjárfestar misstu trúna á
Argentínu. Útlit er fyrir
að Macri nái ekki endur-
kjöri, Peronistar komist til
valda, og ávinningurinn af
sársaukafullum umbóta-
aðgerðum undanfarinna
ára verði að engu.
AFP
Frá ársbyrjun 2015 *SDR = sérstök dráttarréttindi
Þróun argentínska pesans gagnvart SDR*
0,10
0,08
0,06
0,04
0,02
0,0
2015 2016 2017 2018 2019
0,0816
0,0160Heimild: fxtop.com
Fjárfestar treysta Mauricio Macri greinilega
mun betur en andstæðingum hans til að
stuðla að hagsæld í Argentínu.