Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Jólin reyndust Kalda erfið Bjóða hagstæða bílafjármögnun Hugsi yfir nýjum bílalánum Nýr veitingastaður opnaður fyrir jól Skúli gerir 3,8 milljarða kröfur í WOW Mest lesið í vikunni INNHERJI SKOÐUN „Áskriftasalan fór mun brattar af stað en við áttum von á. Ég hélt sjálfur að þetta yrði þokkalega ró- legt allan ágústmánuð en það er augljóst að opnunarleikur Liver- pool trekkti verulega að. Liverpool- menn eru ansi margir á Íslandi og ætla sér að fylgjast vel með sínum mönnum,“ segir Magnús Ragn- arsson, framkvæmdastjóri afþrey- ingarmiðla hjá Símanum. Fyrsta umferð enska boltans kláraðist um helgina en Síminn tryggði sér í fyrra sýningarréttinn á því efni til ársins 2022. „Áskriftarsalan gekk það vel fyr- ir helgi að við ákváðum á endanum að læsa ekki dagskránni. Það var það mikið álag. Við vildum ekki lenda í því að það væru einhverjir sem væru óánægðir sem hefðu hringt í þjónustuver og ekki náð inn eða vegna tæknilegra vanda- mála, lent í einhverju klúðri,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar fékk Síminn afar gott áhorf í fyrstu umferð en áhorfið fór hæst í 7% á stærstu leikina í fyrra. Á föstudagskvöld horfðu 10% þjóðarinnar á leik Liv- erpool og Norwich. „Væntanlega vegna þess að leikirnir eru að- gengilegri fleirum en verið hefur,“ segir Magnús. Aðspurður segir hann 45 þúsund manns vera með áskrift að enska boltanum, bæði í gegnum Símann Premium-þjónustuna sem veitir að- gang, en að nokkur þúsund hafi pantað sér staka áskrift fyrir helgi á 4.500 kr. á mánuði. „Það sem við erum að vonast eft- ir að sé að gerast, og er erfitt að mæla, er að ólöglegt áhorf sé að minnka. Það var aldrei inni í áhorf- stölum áður. Það er vonandi líka hluti af þessari stækkun sem við erum að sjá.“ AFP 10% þjóðarinnar horfðu á leik Liverpool og Norwich um helgina. 45 þúsund með aðgang að enska Pétur Hreinsson peturh@mbl.is 45 þúsund manns eru með aðgang að enska bolt- anum. 10% þjóðarinnar horfðu á opnunarleik Liver- pool og Norwich. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í Árskógum 3-5 situr Tóbías í turn-inum og Soffía frænka húkir á fyrstu hæðinni. Tóbías fór fyrir hönd eldri borgara og grét út lóð á lækk- uðu verði frá Reykjavíkurborg. Markmiðið var að reisa íbúðir fyrir aldraða án þess að nokkur einasti maður myndi hagnast á því. Þetta átti að leysa ímyndaðan vanda en nýjar vendingar sýna að flestir voru tilbúnir, þegar í harðbakkann sló, að greiða mun hærra verð fyrir íbúð- irnar sem þeir fengu úthlutað en upphaflega var gert ráð fyrir. Þetta fólk þurfti því ekki á „félagslegu“ húsnæði að halda eins og upplegg verkefnisins benti að einhverju marki til. Og pukrið í kringum verkefniðhefur reynst með endemum. Á meðan Soffía þarf að leita til dóm- stóla í því skyni að fá rétt sinn við- urkenndan situr Tóbías á sjöttu hæðinni og svarar engum spurn- ingum og allra síst þeim sem lúta að kerfinu sem hann sjálfur setti upp í því skyni að úthluta íbúðunum. Hann er eflaust jafn hissa og allir hinir á því að hann skyldi fá íbúðina á efstu hæð, þá sem að lokum verður langverðmætust allra. Dæmið af Árskógaævintýrinu ereitt fjölmargra þar sem fólk tekur til við að útdeila gæðum á röngu verði. Flestir létu sig hlakka til að sjá Kardimommubæinn í upp- setningu Þjóðleikhússins í vetur. Nú þarf bara að keyra upp í Mjódd til þess að sjá þar ýmsum karakterum leikritsins bregða fyrir. Kannski býr ljónið einnig á efstu hæðinni? Útdeiling gæðannaFljótt taka menn að súpa hveljurþegar fréttist af milljarða hagn- aði fyrirtækja. Reyndar getur nokkru skipt hvers eðlis starfsemin er. En myljandi hagnaður fjármála- fyrirtækja hefur löngum verið eitur í beinum margra. Skýrist það eflaust af biturri reynslu af ofurþenslu þeirri sem varð á bankakerfinu á ár- unum 2005 til 2008 og endaði með skelfingu eins og flestir þekkja. En milljarður er ekki það sama ogmilljarður þótt furðu sæti. Fyrirtæki sem veltir 100 milljörðum á ári þykir ekki burðugt ef hagnaður af starfseminni reynist 1% af heild- arveltu. En milljarðs hagnaður af fyrirtæki sem veltir tveimur þykir í flestum ef ekki öllum geirum ótrú- legur og jafnvel stjarnfræðilegur. Hagnaðurinn verður bæði að skoð- ast í ljósi þeirrar starfsemi sem að baki verðmætasköpuninni býr og einnig umfangi hennar. Þar skiptir ekki síst máli að líta til eigin fjár við- komandi fyrirtækis. Hagnaður sem hlutfall af eigin fé segir til um hvaða arði hin eiginlega fjárbinding í fyrir- tækinu skilar. Og á þetta verður að horfa í til-felli fjármálafyrirtækja eins og annarra. Í kjölfar hrunsins voru eiginfjárkröfur bankanna auknar til muna, enda talið nauðsynlegt að þeir hefðu annað og stærra borð fyrir báru en það sem til staðar var á ár- unum fyrir hrun (og enn stærra en það sem dúklagt var á Klaustri). Þessar kröfur fela það nú í sér ásamt nýtískulegri skattlagningu sem hvergi þekkist nema hér á landi að bankarnir eiga mjög erfitt með að sýna fram á ásættanlega ávöxtun á eigið féð sem bundið er í þeim. Á sama tíma og bankarnir verðaað laga sig að breyttum veru- leika, bæði þeim sem þeim er búinn á grunni regluverksins og sviptinga á fjármálamarkaðnum sjálfum, er nauðsynlegt að stjórnvöld hugi að rekstrarumhverfi bankanna. Hvað sem líður öfundartali um myljandi hagnað þeirra, ár eftir ár, þurfa þeir að geta haldið uppi heilbrigðri sam- keppni og það er einnig óþolandi ef regluverkið um kerfið er svo íþyngj- andi að bankarnir verði óaðlaðandi sem fjárfestingarkostur, bæði stærri og minni fjárfesta. Afkoman áhyggjuefni Tröllaferðir skiluðu 122 milljóna króna hagnaði samanborið við 3,7 milljónir árið áður. Tekjur námu 966 mkr. 122 milljóna króna hagnaður 1 2 3 4 5 RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.