Morgunblaðið - 30.08.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ etta sýna niðurstöður greiningar íslenska ráð- gjafarfyrirtækisins Sea Data Center, sem birtar voru í ágústmánuði, en einnig kemur þar fram að útflutn- ingur á ferskum óunnum ufsa til Pól- lands tuttugufaldaðist á tímabilinu. Niðurstöðurnar eru sláandi og sýna svart á hvítu ógnvænlega þró- un sem varað hefur verið við um nokkurt skeið, segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Beint í gáma og til Póllands Blaðamaður ræddi við Arnar að ný- afstöðnu uppboði fiskmarkaða fyrr í vikunni. Segist hann áætla að ákveð- ið fyrirtæki hefði tekið um helming alls þess fisks sem boðinn var upp í það sinnið. „Allur þessi fiskur – hann fer beint í gáma, óunninn, og beina leið til Póllands.“ Stjórnvöld fljóti í raun sofandi að feigðarósi hvað þetta varðar. „Þau eru að kalla eftir auknum hagvexti byggðum á sjávar- útvegi, jákvæðri byggðaþróun, full- vinnslu sjávarafurða og öðru slíku. En allt þess lags tal hljómar innan- tómt á sama tíma og þetta er að eiga sér stað við nefið á stjórnvöldum.“ Hann bendir á að ljóst sé að ís- lenskar fiskvinnslur séu greinilega ekki með öllu samkeppnisfærar. „Það er eitthvað sem veldur en erfitt að fullyrða hvað það er. En auðvitað þekkjum við öll að þróun launa- kostnaðar hér á landi undanfarin ár hefur ekki verið hagstæð þessum fyrirtækjum, sem eru í samkeppni við aðila erlendis. Auðvitað hafa ís- lensku útgerðirnar hag af þessu, því þau eru að fá hærra verð fyrir afurð- irnar sínar til skamms tíma litið.“ Útflutningur með þessum hætti veiki hag þjóðarinnar, jafnvel þótt það kunni að bæta hag þeirra fyrir- tækja sem hann stunda. Jafnan ætti ekki að ganga upp „En svo heyrir maður því líka fleygt að þessi fiskur, sem fer út með þess- um hætti, komi jafnvel inn í Evrópu í beinni samkeppni við það sem flutt er unnið út héðan, og þá jafnvel á lægra verði. Og þá er dæmið orðið svolítið undarlegt. Sú jafna ætti í raun og veru ekki að ganga upp. Og yfirleitt þegar svo ber undir, er ein- hvers staðar pottur brotinn.“ Arnar segir að Íslendingum hafi bersýnilega ekki tekist að margfalda virðisauka þeirrar auðlindar sem fiskurinn er. „Við höfum verið á bólakafi í öðr- um þáttum sjávarútvegsins og ekki hugað nægilega að þessu verkefni.“ Spurður hvort eitthvað af þeim ferska óunna fiski sem fluttur er út fari fram hjá fiskmörkuðum segir Arnar að svo sé tvímælalaust. Tugir gáma bíða á bryggju „Mjög stórt sjávarútvegsfyrirtæki hefur til dæmis landað af sínum ferskfisktogurum hér í Hafnarfirði,“ segir Arnar, en hann rekur fisk- vinnsluna Tor í bænum. „Þetta er ekki stórt bæjarfélag þannig að það er vitaskuld ansi áberandi þegar það bíða einfaldlega tugir gáma við skipshliðina og fiskurinn er keyrður beint þangað inn.“ Eftir að flutningaskipið Mykines hóf vikulegar siglingar frá Þorláks- höfn og til Hollands segir Arnar að oft séu raðir flutningabíla á leið þangað suður eftir á föstudögum. „Mikið af þeim gámum er fullt af heilum fiski, eins og hjá hinum skipafélögunum.“ Fær ekki að skapa verðmæti Arnar segir að honum sé sérstak- lega minnisstæður fyrirlestur Ásdís- ar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífs- ins, fyrir um tveimur árum. „Þar var aðaláherslan sú að íslenska efna- hagskerfið gæti ekki treyst á ferða- þjónustu eingöngu. Hún sagði að það yrði að verða hagvöxtur í ís- lenskum sjávarútvegi; það væri ekki nóg að treysta því að ríkið fengi allt- af sömu töluna, heldur yrði arðsemin að vera stigvaxandi. En svo benti hún jafnframt á að eini hagvöxturinn sem gæti orðið innan sjávarútvegs væri með frekari tækniframförum. Hvað gerum við svo? Jú, við snúum okkur við og mokum út óunnum fiski, sem hefur þar með ekkert tækifæri til að auka virði sitt eða skapa meiri verðmæti hér á landi. Þetta skýtur ansi skökku við.“ Arnar segir það þó erfitt fyrir samtökin að kvarta yfir því þegar fiskur er seldur úr landi, sem keypt- ur hefur verið á fiskmörkuðunum. Þar ríki frjáls markaður með sjávarafurðir, sem er það sem sam- tökin tali fyrir. Aðalatriðið sé að tryggja eðlilegt markaðsumhverfi sem muni leiða til hámörkunar þjóð- arhagsins. „Hitt er svo verra, þegar sneitt er fram hjá mörkuðunum og fiskurinn seldur óunninn og nokkurn veginn milliliðalaust úr landi. Á sínum tíma var komið á kerfi sem tryggði það að enginn gæti flutt út fisk án þess að bjóða hann fyrst til sölu hér innan- lands. Útgerðirnar náðu hreinlega að fella það kerfi.“ Skoða þurfi samkeppnisstöðu „Svo má líka nefna þá staðreynd að í gegnum tíðina hefur af einhverjum ástæðum myndast sú hefð hjá ís- lensku skipafélögunum að gjald- skráin hefur verið lægri fyrir óunn- inn fisk. Þessi stefna skipafélaganna ýtir enn frekar undir útflutning á óunnum afla og þannig leggst allt á eitt í þessu,“ segir Arnar. „Ef við ætlum að tryggja aukinn hagvöxt í vinnslu sjávarafurða á Ís- landi, blasir það við að við þurfum að skoða þau atriði sem skekkja sam- keppnisstöðu íslenskra fiskvinnslna gagnvart vinnslum í löndum Evrópusambandsins.“ Meiri fiskur fluttur óunninn úr landi Af allri útfluttri ýsu á fyrri helmingi þessa árs voru 17,6% fersk og óunnin. Eykst hlutfallið um rúmlega 100% miðað við sama tímabil fyrir ári. Útflutningur á óunnum þorski til Bretlands jókst um 18% á sama tíma. Ísland verður af verðmætum, segir formaður SFÚ. Morgunblaðið/Hari Arnar segir ljóst að íslensk- ar fiskvinnslur séu ekki með öllu samkeppnisfærar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Niðurstöður Sea Data Center eru sagðar sláandi. Fjöldi gáma fari héðan úr landi fullur af óunnum fiski. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Arnar nefnir sem dæmi gáma sem bíði í röðum við hlið fiskiskipa þegar þau landa í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.