Morgunblaðið - 30.08.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019
M
arkmiðið með vikunni
er að gera þessari
mikilvægu útflutn-
ingsafurð Íslands
hærra undir höfði og
auka veg hennar heima fyrir,“
segir Kolbrún Sveinsdóttir, sér-
fræðingur hjá Matís og verkefna-
stjóri Saltfiskvikunnar. Fyrir
löngu sé orðið tímabært að kynna
betur hér heima þá óþrjótandi
möguleika sem þessi hágæða
verðmæta afurð hafi upp á að
bjóða.
Löng hefð er fyrir vinnslu salt-
fisks hér á landi, en áður fyrr var
öðru fremur notast við saltið til að
lengja geymsluþol fisksins. Í dag
nýtist saltið hins vegar til að
framleiða sælkeravöru sem nýtur
mikilla vinsælda víða um lönd,
ekki síst við Miðjarðarhafið – þar
sem fiskurinn leikur hefðum sam-
kvæmt stórt hlutverk. Er salt-
fiskur þar á borðum hvort heldur
sem um er að ræða hátíðir eins og
jól og páska eða þá á virkum dög-
um.
Lítið fari fyrir saltfiskinum
Kolbrún bendir á að í nýlegri
könnun á vegum Matís hafi glögg-
lega komið fram hve lítið fari fyrir
saltfiskinum í huga Íslendinga.
Stórlega megi bæta úr til að færa
hann fólki ofar í huga þegar kemur
að innkaupum.
„Þetta á ekki síst við í tilviki
unga fólksins, en svo virðist sem
hlutfall þeirra sem borða saltfisk
árlega eða oftar lækki mjög eftir
því sem svarendur eru yngri að ár-
um,“ segir Kolbrún. Einungis tæp-
lega 30% svarenda á aldrinum 18
til 29 ára sögðust leggja sér salt-
fisk til munns einu sinni á ári eða
oftar. Hlutfallið á meðal svarenda
60 ára og eldri var 90%, til sam-
anburðar.
Niðurstöðurnar sagðar sláandi
„Þegar spurt var út í gæði salt-
fisks þekkir yfirgnæfandi meiri-
hluti fólks í eldri aldurshópum
saltfiskinn sem gæðavöru. Töluvert
færri eru þeirrar skoðunar í yngri
aldurshópum.“
Þegar spurt hafi verið af hverju
saltfiskur væri sjaldan á borðum
voru svörin í flestum tilvikum á þá
leið að viðkomandi þætti hann ekki
góður, hann væri of saltur eða þá
að skortur væri á framboði.
„Niðurstöðurnar eru nokkuð slá-
andi og ljóst að mikið betur má
gera í að kynna fólki, ekki síst
yngri kynslóðum, þetta úr-
valshráefni sem saltfiskurinn er.“
Þrír gestakokkar væntanlegir
Markmið vikunnar er sem áður
segir að leitast við að færa saltfisk-
inn ofar í huga fólks. Kolbrún
bendir á að þeir tólf veitingastaðir
sem taka þátt muni bjóða upp á að
minnsta kosti einn saltfiskrétt í
vikunni. Hvetur hún áhugasama til
að prófa.
„Þrír gestakokkar eru einnig
væntanlegir til landsins í tilefni
vikunnar, frá Spáni, Portúgal og
Ítalíu, en í öllum þessum löndum
er saltfiskurinn í hávegum hafður.
Auk þess að kynna hvernig þau
elda saltfisk hvert með sínum hætti
munu gestakokkarnir einnig skipta
sér á hluta veitingastaðanna sem
þátt taka í Saltfiskvikunni og mæta
þangað að elda. Þess má líka geta
að þó nokkur mötuneyti vinnustaða
munu bjóða starfsfólki upp á salt-
fisk í Saltfiskvikunni – og eru önn-
ur hvött til að gera það sama.“
Að Saltfiskvikunni standa Matís,
Íslandsstofa, Kokkalandsliðið og
Félag íslenskra saltfiskframleið-
enda. Meiri upplýsingar um Salt-
fiskvikuna má finna á síðu verkefn-
isins: www.saltfiskvika.is.
Vilja kynna Íslend-
ingum saltfiskinn
Blásið verður til svonefndrar Saltfiskviku á veitingastöðum hringinn í kringum
landið dagana 4.-15. september. Alls taka tólf veitingastaðir þátt í vikunni
og verða þeir allir með að minnsta kosti einn saltfiskrétt á matseðli.
Saltfiskur á markaði
í Coimbra í Portúgal.
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
R
T