Morgunblaðið - 30.08.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 30.08.2019, Síða 19
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19 Morgunblaðið/Ómar Einhverjum kann að koma það á óvart að mikið saltbragð er ekki aðalein- kenni saltfisks. Útvatnaður saltfiskur á okkar helstu saltfiskmörkuðum hef- ur fremur lítið saltbragð, oft um 1% og jafnvel minna, samkvæmt upplýsingum frá Matís. Söltun hefur lengi verið þekkt geymsluaðferð, ekki síst fyrr á tím- um. Þegar fiskur er lagður í salt bind- ur saltið vatnið svo það er ekki leng- ur aðgengilegt. Gerir þetta að verkum að örverur ná sér ekki á strik og var- an geymist lengur. Sama gerist raun- ar þegar ferskur fiskur er frystur í dag – minna vatn er aðgengilegt. Við frystingu fást hins vegar ekki þau verkunareinkenni sem sóst er eftir í saltfiski. Tími, hitastig og hreinlæti Í stuttu máli er saltfiskur fiskur sem hefur farið í gegnum verkunarferli sem samanstendur af pæklun í salt- pækli, og í kjölfarið þurrsöltun. Í þessu ferli verða heilmiklar breyting- ar á lyktar-, bragð- og áferðarein- kennum fisksins sem líkja mætti við þroska í ostum – þar sem tími, hita- stig og hreinlæti skipta miklu máli. Saltmagn í fullverkuðum saltfiski er mikið, eða á bilinu 17 til 21%, sem þýðir að hann geymist mun lengur en ósaltur fiskur. Getur minnt á smjör eða popp Hins vegar þarf að útvatna fullverk- aðan saltfisk fyrir neyslu. Við útvötn- un á saltfiski er jafnan stefnt að því að saltstyrkur sé einungis um 1%. Saltfiskur sem hefur verið fullsalt- aður, staðinn og útvatnaður er mjög ólíkur léttsöltuðum og nætursöltuð- um fiski sem einhverjir þekkja. Af út- vötnuðum saltfiski er einkennandi verkunarlykt og verkunarbragð, sem hvort tveggja þykir minna til dæmis á smjör, popp, sveppi, eða harðfisk. Hvað er saltfiskur? Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.