Morgunblaðið - 30.08.2019, Side 22

Morgunblaðið - 30.08.2019, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2019 Ó li gerir Hafborgina út frá Grímsey og var að ýsu- veiðum í Skagafirði þeg- ar blaðamaður sló á þráðinn til hans í lok ágúst. „Það er bara alltof mikið af þorski alls staðar. Það er nákvæm- lega sama hvort þú ert að reyna við ýsu, kola eða annað, það er alltaf heilmikill þorskur sem kemur með,“ segir Óli. Lífríkið í mjög góðu lagi „Þeir eru svo nískir á að bæta við aflaheimildum á þennan blessaða þorsk. Ég veit ekki hvort þeir halda að þeir geti endalaust friðað þorsk- inn þangað til hann drepst bara hreinlega úr elli í stórum stíl,“ bætir hann við og er ómyrkur í máli. „Það er þannig með þessa blessuðu ráða- menn – þeir þora ekki orðið að taka ákvörðun um eitt eða neitt.“ Spurður hvort þorskurinn sé vel haldinn segir Óli að yfirleitt sé hann mjög vænn. „Það er enda mikið af æti, smá- síld og síld og makríll og allur fjand- inn hérna. Það virðist ekki skorta. Smálúðan er hér meira að segja, en hún á nú annars varla að vera til. Ég held að lífríkið sé í mjög góðu lagi hjá okkur.“ Nær sleitulaust skítaveður Fiskverðið hefur verið býsna gott frá í vor að hans sögn. „Það er aðeins núna sem það hef- ur komið smáafturkippur, sérstak- lega í ýsuna. En hérna fyrir norðan land hefur líka verið hundleiðinlegt tíðarfar fyrir strandveiðibátana síð- ustu mánuði. Það komu nokkrir góðir dagar í apríl og síðan þá hefur verið nær sleitulaust skítaveður fyr- ir þessa minni báta í allt sumar. Þetta er ekki líkt neinu. Við höfum ekki beint orðið varir við þessa ofsa- legu hlýnun sem fólk er að æsa sig yfir. Manni finnst það stundum orð- um aukið.“ Spurður hvar helst sé landað segir hann það misjafnt. „Við höfum verið að landa í Gríms- ey, á Húsavík, Dalvík og Sauðár- króki, til dæmis. Þetta fer bara eftir því hvaða tegund maður er að reyna við. Nú erum við að brasa í ýsu vestur í Skagafirði og áður vorum við að brasa í kola frammi í Gríms- ey. Svo var þorskur inni í flóa. Við löndum bara þar sem er styst í land.“ Allt í þorski á miðunum fyrir norðan „Við vorum aðeins á grálúðunetum í sumar og það gekk nú rólega. Nú erum við byrjaðir á snurvoðinni í kola, ýsu og þorski,“ segir Guðlaugur Óli Þorláksson, yfirleitt kallaður Óli, útgerðarmaður og skipstjóri á Hafborg EA, sem kom ný til landsins í lok árs 2017. Aflinn togaður um borð. Lífríkið í hafinu er í fínu lagi að sögn Óla og nóg er af æti. Leiðinlegt tíðarfar hefur verið fyrir norðan land í sumar. „Þetta er ekki líkt neinu,“ segir Óli. Hafborgin kom ný til landsins í lok árs 2017 og hefur reynst vel frá því veiðar hófust snemma vors 2018. Ljósmyndir/Þorgeir Baldursson Skipstjórinn í brúnni. Óli segir að yfirdrifið mikið sé af þorski í hafinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.