Ungtemplari - 10.10.1927, Blaðsíða 1

Ungtemplari - 10.10.1927, Blaðsíða 1
CJnotemplari I. tbl. Október 1927. I. árg. ÁVARP. Kæri fjelagi! Nú þegar starfsannirnar byrja í regln vorri, þvkir oss hlýða að ávarpa vora kæru samverkamenn og hvetja til starfa. Hver bróðir og systir, ynri sem eldri, i unglingareglunni hafa skyldum að gegna, hver fyrir sína stúku, og þær eru, að sækja fundina stundvíslega, borga skil- víslega gjöld sín og fá aðra til að ganga í stúkuna. Embættismenn og fjelagar verða að veita gætslu- mönnum alla aðstoð og gera alt sem í þeirra valdi stendur til að fjölga fjelögum stúku sinnar og auka áhrif hennar. Hefir þú gert það síðastliðið ár? Hafir þú ekki gert það, þá ger það i ár, og vinn þú til verðlauna þeirra, er yfirmaður unglinga- reglunnar heitir hverjum þeim, sem kemur með flesta fjelaga í hverja stúku. Vinur minn, vertu trúr stúku þinni og þeirri skuldbindingu, er þú liefir gefið unglingastúkunni. Vertu viss um, að það fyrirheit, sem meistarinn gaf mönnum, kemur daglega fram. Sá, sem er trúr yfir litlu, verður settur yfir það sem meira er“. Vinur! Jeg vona að þú vinnir það, er vera ber á þessu starfs- ári reglunnar. Jeg vona, að þú kappkostir af alhug að vera fyr- innynd í umgengni og háttprýði, og sýnir með því ávöxt af upp- eldisstarfsemi góðtemplara og gefir þar með gott eftirdæmi, er aðrir mega læra af. Jeg vona, að þú kappkostir af alhug, að gera foreldrum þínum lífið farsælt með breytni þinni og hegðun. Endurgreiddu þeim umhyggju þeirra þjer til handa með skyldu- rækni og hlýðni í orðum og at- höfnum. Gerðu það utan húss sem innan. Þá mun gæfa og gleði strá geislum sínum á lífs- feril þinn. Þinn einlægur vinur. Magmís V. Jóhannesson, Stórgætslumaður unglingastarfs. UNGLINGASTÚKU- FUNDIR Frá því á jólum liafði verið ágætt vetrarveður, með snjó-

x

Ungtemplari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungtemplari
https://timarit.is/publication/1361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.