Ungtemplari

Árgangur
Tölublað

Ungtemplari - 10.10.1927, Blaðsíða 2

Ungtemplari - 10.10.1927, Blaðsíða 2
2 UNGTEMPLARI komu og frosti, svo að það var góð skíða- og sleðáfærð. Ung- lingarnir notuðu líka góða veðr- ið óspart. Otilíf er holt, en það er margt sem maður má ekki vanrækja vegna íþrótta og úti- leikja, þótt hvorttveggja sje gott. Námsgreinarnar meinið þjer? Já, það verður að læra þær. En það eru einnig til aðrar skyldur. Elín og' Karl lærðu námsgrein- ar sínar, þótt þau væru mikið fyrir útilíf og íþróttir. Þau hlupu tiæði fram af háum stöllum, og Elín hljóp á skautum af mik- illi list. Elín og Karl voru auðvitað liæði fjelagar í Unglingareglunni. Þau höfðu verið þar, siðan þau voru sex ára. Þau höfðu sótt hvern fund og mætt stundvís- lega og gert alt það fyrir Ung- lingastúkuna, sem þeim var fal- ið. En í vetur vanræktu þau fundina. Móðir þeirra áminti þau, en altaf voru nægar afsak- anir og annríki, og nú eftir jól- in höfðu þau engan tíma, vegna íþróttanna. Sunnudag einn sagði móðir þeirra: ,,Þið verðið að fara á stúku- fund í dag, það má ekki láta afskiftalaust, að þið vanrækið stúkuna í svo langan tíma, að þið missið áhuga fyrir starfinu“. „Ó“, sagði Karl, „það verður rigning á svo mörgum sunnudög- um i vor, og þá getum við far- ið á fund; það er ógerningur að sitja inni í svona góðu veðri. Jeg ætla út að Haga á skíðum og nenni ekki að fara á fund“. „Þú getur þá farið fyr og gætt þess að koma í tæka tíð“. „Inga og jeg ætlum á braut- arstöðina“, sagði Elín. „Það er ágætt“, sagði móðir- in, „jeg býð ykkar, og þið kom- ið í tæka tíð, svo verðum við samferða á fund“. Elín og' Karl urðu súr á svip- inn, en þau vissu, að þau urðu að hlýða. Hundrað fjelagar voru í ung- lingastúkunni, en á fundinum voru tíu fjelagar fyrir utan gætslumann og' embættismenn. Gætslumaður leit út fyrir að vera leiður. Embættismennirnir lásu greinar sínar kurteyslega. an fótunum og hvísluðu, á. Full- orðinn fjelagi sagði sögu, en yf- ir öllum fundinum hvíldi værð og þreyta. Elín sagði á heimleiðinni: „Mamma, mjer hefir aldrei þótt leiðinlegt á fundi, fyr en í dag“. „Já, svei“, sagði Karl áfergis- lega. „Vitið þið livers vegna?“ sagði móðirin. „Það er sakir þess, að svo fáir fjelagar voru á fundi. Allir, sem þar voru, fundu þótt þeir ef til vill ekki skildu það, að nú er unglingasúkunni að fara aftur, ef til vill legst hún

x

Ungtemplari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungtemplari
https://timarit.is/publication/1361

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (10.10.1927)
https://timarit.is/issue/404424

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (10.10.1927)

Aðgerðir: