Ungtemplari - 10.10.1927, Blaðsíða 3

Ungtemplari - 10.10.1927, Blaðsíða 3
UNGTEMPLARI 3 niður, ef fjelagarnir koma ekki fund eftir fund. Þá dofnar áhug- inn hjá þeim fáu, sem koma og fer svo, að lokum, að ekki er hægt að halda fund“. Systkinin setti hljóð, og meira var ekki talað um þetta efni á heimleiðinni. Eftir máltíðina settist fólkið í dagstofu, hafði þá einhver orð á því, að kalt væri. „Kveiktu upp í ofninum, Elín“, sagði móðir hennar. Elín gegndi. Gat svo heimilisfólkið setið og talað um dægurmál. Þegar eldurinn var næstum útkulnaður, var einn viðarkubb- ur eftir. Það sást ekki glóð í honum. Hann lá þar svartur og hálfbrunninn. Það sást, að eldur var í honum, af því úr honum rauk. „Sjáið þennan viðarkubb, hann hvorki lýsir nje hitar“, sagði fað- irinn. Það hefir verið látið illa í ofninn. Þessi viðarkubbur hefir verið frá skilinn hinum, annars hefði hann einnig brunnið“, „Já, það er satt“, sagði rnóðir- in. „Karl, farðu og náðu i nokk- ura viðarkubba“. Hann gerði svo, og móðirin ljet þá í ofninn. „Þessir brenna allir í einu“, sagði Elín. „Já“, sagði móðir hennar, „jeg vildi skýra fyrir ykkur, hvernig það er með unglingastúkuna“. „Með unglingastúkuna“, sögðu börnin og skildu ekki, hvað móð- ir þeirra átti við. „Já, hver fjelagi unglingaregl- unnar er eins og lítill viðarkubb- ur, sem getur lýst, hitað og við- haldið hreinlæti, en það virðist örðugt, þegar maður er einn og út af fyrir sig, langt frá fjelög- unum. Sjáið, nú læt jeg alla við- arkubbana saman, og nú sjást eldglæðurnar í þeim öllum, þann- ig brenna þeir, þar til þeir eru útbrunnir. Það snarkar í þeim, það er eins og þeir sjeu að tala um, hver geti logað best og hit- að mest. Þeir hita hver annan og hvetja hver annan. Þannig er það með fjelaga í stúkunum eða hverju öðru fjelagi. Eldur og áhugi aðeins kveikir og viðheld- ur áhuga í öðrum. Væri það ekki þannig, þá væri nægilegt að ganga undir skuldbindinguna og borga gjöld sín, og óþarfi að fara á fundina, eins og fjelag- arnir í unglingastúkunni ykkar gera“. „Nú er unglingastúkan að deyja“, sagði gætslumaðurinn við mig í dag. „Nei, hún skal ekki deyja“, sagði Karl. „Nei, hún má ekki deyja“, sagði Elín. Og unglingastúkan dó heldur ekki. Hún lifnaði við og varð eins dugleg, starfssöm og góð eins og hún var áður, að eins vegna þess, að Karl og Elín fóru

x

Ungtemplari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungtemplari
https://timarit.is/publication/1361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.