Ungtemplari - 10.10.1927, Blaðsíða 4
4
UNGTEMPLARI
aftur að sækja fundi. Þau ljetu
það ekki nægja, heldur komu
þau með nýja fjelaga, og þeir
svo aftur með aðra og svo fram-
vegis. Eftir það var gaman að
vera á fundum; það var eins
og að hver fundur væri hátíð,
sem allir þráðu.
Vinur minn, hvernig er það í
unglingastúku þinni. Sækir þú
fundina. Kemur þú með nýja
fjelaga. Gerir þú fundina skemti-
Jega og ljettir starfið með gætslu-
manninum? Gerir þú það ekki,
þá byrjaðu i dag og sjáðu árang-
ur iðju þinnar. (Þýtt).
VERÐLAUN.
Stórgætslumaður unglingastarfs heit-
ir verðlaunum hverjum þeim, sem
kemur með flesta nýja fjelaga i stúku
sína, á tímabilinu frá 1. október til 1.
mai.
Verðlaunin eru: Minningarit góð-
templara, mjög eiguleg bók með mörg-
um myndum. Verða þau send þeim,
er til þeirra vinna þegar í stað, er stór-
gætslumaðurinn hefir fengið tilkynn-
ingu frá gætslumanni, hver verðugur
cr verðlaunanna.
Aðeins einn getur fengið verðlaun
í hverri stúku. — Hver verður það?
Ritstj.
BARNABLAÐIÐ ÆSKAN.
Elsta barnablað landsins er stofnað
af Góðtemplarareglunni árið 1898.
Langan tíma hefir einstaklingur haft
útgáfurjettinn, en um næskomandi ára-
mót tekur reglan blaðið aftur í sínar
hendur. Hvert heimili ætti að kaupa
„Æskuna“, af því að hún er rituð fyr-
ir börn og' unglinga. Hún flytur sögur,
myndir og kvæði við þeirra hæfi til
eflingar andlegum þroska þeirra.
Kaupir þú „Æskuna“?
Gerir þú það ekki, þá bið þú foreldra
þína að hjálpa þjer til þess.
Verðið er kr. 2.50 árgangur. Það eru
að vísu miklir peningar fyrir þá, sem
lítið eiga, en tveir eða fleiri geta þá
lagt saman. Þeim peningum er vel
varið.
Ef þú vilt verða kaupandi frá næstu
áramótum, þá bið þú gætslumann þinn
að tilkynna mjer það svo tímanlega,
að þú getir fengið janúar-blaðið, þeg-
ar það keinur út. — „Æskan“ er blað-
ið þitt. Bróðurlegast.
Magnús V. Jóhannesson.
EFNIÐ GEFIN LOFORÐ.
Svíktu aldrei gefið loforð. Ef þú hef-
ur lofað einhverju, svo reyndu að efna
það, hvað sem fyrir kemur.
Vjer fáum slæma samvisku, ef vjer
brjótum Ioforð vort. Lofaðu aldrei því,
sem þú treystir þjer ekki til að efna.
Loforð eru g'óð, en efndirnar eru
betri.
Forðist samkomur þær, þar sem
menn reykja og drekka. Slæmur fje-
lagsskapur sljófgar tilfinningar fyrir
góðum siðum.
Útgefandi og ritstjóri:
Stórgætslumaður unglingaslarfs.
Prentsmiöjan Gutenberg.