Silkisokkurinn - 10.10.1927, Blaðsíða 5

Silkisokkurinn - 10.10.1927, Blaðsíða 5
Silkis. 1. tbl 10/10-27. INNGANGSORÐ. Það er tilgangur vor með útgáfu Þessa blaðs,að auka kynningu nemenda, glæða fjörið í skólalífinu og gefa sem flestum kost á að taka Þátt í gamansöm- um skrifum. Það hefir altaf verið rótgróin venja, að sitja allar fristundir kensludagsins í sæti sínu og glima við námskafla og önnur erfið viðfan^ efni} en okkur er Það vel ljóst, að slíkt er hin mesta óhollusta. Ljettfleygt gaman og glens dreif- ir áhyggjunum, en Þungar,'Þegjandi hugsanir auka Þær og magna. Vonum við Þvi, að Þið varpið af ykk- ur námsáhyggjunum og hlýðið á Það, sem blaðið hef- ir að bjóða, Þær fáu minútur, sem lesturinn stend- ur yfir, Þvi að Það er ykkur eflaust meiri hollusta en hitt. Vonum við einnig, að Þið sendið blaðinu eitthvað til birtingar, sem laust er við harmatöl- ur og andvörp niðurbeygðrar sálar, en getur leitt fram spjekóppa i kyhnum ungra meyja, og bros á var-- ir ungra sveina. Alvaran tilheyrir eldri kynslóð- inni, en ljettlyndið og gamansemin æskumanninum. Hrukkur og hvitar hærur eru afleiðing af áhyggjum og amstri, en bros og ljettir hlátrar fylgja glensi og ljettri lund. Það er brosið, sem við kunnum best við á andlitum ykkar, og við viljum hvetja ykkur og hjálpa, til að halda Þvi við. 0g geti blað vort komið Þvi til leiðar, að Bjöm Sigfús-son hlæji svo hátt, að úr honum f júki tennumar og Stína svo, að Þakið fjúki af skólanum, Þá er tilgangi vorum langt- um meira en náð. Útgefendurnir.

x

Silkisokkurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Silkisokkurinn
https://timarit.is/publication/1364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.