Silkisokkurinn - 10.10.1927, Blaðsíða 6

Silkisokkurinn - 10.10.1927, Blaðsíða 6
-2- GRÆNLANDSFÖR ÁSBERGS JÓEAMESSONAR. Eins og flestum lesendm blaösins mun kunnugt, fór Ásberg Jóhannesson bróðir vór til Grænlands í sumar. Dvaldi hann Þar við lúðuveiðar á e/s. "Im- perialist" yfir sumartímann og kom hingað heilu og höldnu i septemberlokin. "Silkisokkurinn"hitti hann að máli nýlega og spurði hann frjetta að vest an, og fór samtalið fram á Þessa leið: "Er Það satt, sem heyrst hefir, að Þið hafið aðeins hirt lúðu?1,' spyrjxm vjer. "Já, eingöngu. Þorski og öllv öðru fiski var varpað fyrir borð afturj' "Höfðuð Þið mikið upp, er Þið fóruð Þannig að ráði ykkar?!1 "já, peningana tölaum við ekki i aurum eins og aðr ir daglaunamenn. Á fáum klukkustundum unnum við okktxr inn eins mikið f je og venjulegir daglauna- menn hafá á viku." - "Fýsir yður að fara aftur að sumri?" spyrjum vjer, "Já, jeg er fari'nn að hlakks til Þeirrar' ferðar meira en Helgi hlakkar til Þing ins, Þó lengra sje til Þeirrar stundary svarar As- berg. "Sáuð Þjer nokkrar Eskimóastúlkur"? spyrjum vjer enn. ,fNei, Það dró mest úr vorri gleði,að við sáum Þvi nær aldrei hið friða kyn, og unnustu Ar- inbjannan sáum vjer alls eigi." "Jæja, við viljxan ekki ónáða yður með fleiri spumingumj,' segjum vjer, Þvi vjer sáum, að honum voru famar að leið- ast Þessar spumir. Og Ásberg stingur'af. - Af Þessu viðtali geta menn sjeð, hvilikt auð- magn getur beðið vor i Grænlandi, eða öllu heldur i hafinu' Þar i kring. Þegar einn maður fær tugi hundraða króna fyrir fisk á einu sumri, Þó að hanri varpi honum mestöllum fyrir borð, hvað geta menn Þa ekki fengið, ef Þeir hirða hann. Ástæðan fyrii bruðlúnársemi fiskimannanna á "Imperialist" mun vera sú, að Þeir hafa óttast of miklar tekjur. Ann- ars hefðu Þeir sjálfsagt hirt Þorskinn fraenda vorr og alla hina fiskana. Raunar láðist blaðinu að spyrja Grænlandsfarann að ástæðunni.

x

Silkisokkurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Silkisokkurinn
https://timarit.is/publication/1364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.