Fréttablaðið - 24.09.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 2 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
borgarleikhus.is
Korta-
tilboðum lýkur
1. október
EÐA
*LEIKHÚSKORT*
30% AFSLÁTTU
R
4-7 sýningar og ýmis fríðindi
* LÚXUSKORT *
40% AFSLÁTTU
R
8 sýningar + og ýmis fríðindi
STJÓRNSÝSLA „Átta af níu lögreglu-
stjórum landsins bera ekki lengur
traust til ríkislögreglustjóra,“ segir
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á
Vesturlandi og formaður Lögreglu-
stjórafélags Íslands. „Þetta er búið
að vera í gerjun í einhvern tíma.
Ég lít svo á að ríkislögreglustjóri sé
óstarfhæfur.“
Landssamband lögreglumanna
samþykkti einnig vantraust á Har-
ald Johannessen ríkislögreglustjóra
á fundi sínum í gær. Snorri Magnús-
son, formaður Landssambands
lögreglumanna, segir niðurstöðu
fundarins óháða ákvörðun lög-
reglustjóra. „Það var búið að taka þá
ákvörðun áður en nokkur vissi um
viðbrögð þeirra. Þetta er algjörlega
sjálfstæð ákvörðun,“ segir Snorri.
„Það er búin að vera óánægja lengi
innan lögreglunnar og ólga innan
stéttarinnar með ýmislegt gagnvart
embætti ríkislögreglustjóra.“
Snorri tiltekur ekki einstök mál
sem ástæðu vantraustsyfirlýsingar-
innar. „Þetta er sambland ýmissa
mála. Gagnvart lögreglumönnum
var það þetta viðtal ríkislögreglu-
stjóra í Morgunblaðinu kornið sem
fyllti mælinn endanlega.“
Ólafur Helgi Kjartansson, lög-
reglustjóri á Suðurnesjum, var eini
lögreglustjórinn sem lýsti ekki yfir
vantrausti á Harald. „Málið er í
ákveðnum farvegi, á meðan svo er,
þá kýs ég ekki að tjá mig um það,“
segir Ólafur Helgi.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
formaður stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar Alþingis, segir stöðuna
grafalvarlega.
„Þessar vantraustsyfirlýsingar
eru fordæmalaus staða sem gerir
það að verkum dómsmálaráðherra
hlýtur að þurfa að velta því fyrir
sér hvort hagsmunir lögreglunnar
í heild vegi ekki þyngra en hags-
munir Haraldar Johannessen,“ segir
Þórhildur Sunna.
„Mér f innst útilokað að jafn
margir háttsettir embættismenn og
raun ber vitni grípi til þess örþrifa-
ráðs að lýsa yfir vantrausti á ríkis-
lögreglustjóra án þess að eitthvað
alvarlegt liggi þar að baki sem verð-
ur að skoða mjög vel ofan í kjölinn.“
Boltinn sé nú í höndum dóms-
málaráðherra. „Nú þýðir ekkert að
skipa einhverja nefnd til að hugsa
málið. Dómsmálaráðherra verður
að svara til hvaða aðgerða hún ætlar
að grípa án tafar til að leysa úr þess-
ari stöðu.“
Ekki náðist í Harald Johannessen
ríkislögreglustjóra við vinnslu frétt-
arinnar. Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir dómsmálaráðherra gaf ekki
kost á viðtali. – ab, vá
Vantraust á ríkislögreglustjóra
Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislög-
reglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við.
Það fer ekki mikið fyrir þessum laxastiga í Selá í Vopnafirði. Bændur á svæðinu hafa unnið að gerð laxastiga undanfarna áratugi. Í stað þess að vera steyptur er þessi stigi brot-
inn inn í bergið og því ekki jafn augljós lýti á umhverfinu. Stiginn er nú hluti af verkefni Sir Jim Ratcliffe um verndun íslenska laxastofnsins á sjálf bæran hátt. Einnig er unnið
að gróðursetningu meðfram ám á svæðinu og hrognagreftri. Landakaup Ratcliffes á svæðinu eru umdeild meðal heimamanna sem og landsmanna allra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Dómsmálaráðherra
verður að svara til
hvaða aðgerða hún ætlar að
grípa án tafar til að leysa úr
þessari stöðu.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, for-
maður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar
+PLÚS
SJÁVARÚTVEGUR Landssamband
smábátaeigenda, LS, segir króka-
af lamarkskerfið hafa orðið fyrir
skipulegri árás þar sem útgerðar-
menn hafi nýtt sér gloppu í reglu-
verkinu í kringum stjórn fiskveiða
með útgáfu veiðiheimilda á makríl.
„Það er skýrt í lögunum að ekki
megi færa veiðiheimildir frá króka-
aflamarki yfir í almennt aflamark.
Þannig hafa menn grætt á því fjár-
hagslega því verð á af lamarki er
þriðjungi hærra en í krókaaf la-
marki,“ segir Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri LS. – sa / sjá síðu 4
Segja útgerðina
nýta gloppur í
aflamarkskerfi
Örn Pálsson,
framkvæmda-
stjóri Landssam-
bands smábáta-
eigenda.
2
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
D
8
-E
4
B
8
2
3
D
8
-E
3
7
C
2
3
D
8
-E
2
4
0
2
3
D
8
-E
1
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K