Fréttablaðið - 24.09.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 24.09.2019, Síða 2
Pabbar vildu ólmir fara með börn sín í leikhús. Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins Ef til kæmi almenn og gegnsæ tak- mörkun á vísindalegum grunni til verndar nátt- úrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónarmiðum um eignarrétt. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráð- herra Veður Austlæg átt 3-10 m/s, en 8-15 syðst í kvöld. Rigning af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum og þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 10 til 18 stig. SJÁ SÍÐU 14 Tekið til hendinni í þágu loftslags Starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands voru í óðaönn að gróðursetja tré og tína rusl í fallegu votlendi Vatnsmýrar á loftslagsdegi háskólans og Stúdentaráðs í gær. Dagurinn hófst með ávarpi líffræðings um mikilvægi votlendis, síðan voru gróðursett tré við lundinn við malarbílastæðið og Odda, slóst þá rektor með í för. Endaði dagurinn svo með pylsuáti við Norræna húsið. FRÉTTABLAÐIÐ /ANTON BRINK Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN VERÐ FRÁ 74.900 KR. TILBOÐ Í HAUSTSÓLINA NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 TENERIFE UMHVERFISMÁL Innan umhverfis- ráðuneytisins eru nú til skoðunar aðgerðir til að sporna við fækkun lundans og annarra svartfuglateg- unda á grundvelli núverandi laga. Heildarendurskoðun á villidýra- lögum verður gerð í vor. „Ég óskaði eftir frekari gögnum um stofnstærðir svartfugla til að meta aðgerðir byggðar á núverandi löggjöf. Það er nú í skoðun í ráðu- neytinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra. „Sumt er á valdi okkar að stýra en til dæmis er erf- iðara að bregðast við áhrifum lofts- lagsbreytinga á fæðuframboð svart- fugla. Ég tel að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða hvað varðar svartfugla og sérstaklega lundann sem flokkast í mikilli hættu.“ Samkvæmt válista Náttúru- fræðistofnunar, sem birtur var haustið 2018, er lundinn metinn í bráðri hættu. Ekkert stig er fyrir ofan nema útdauði. Stærð lunda- stofnsins hefur farið niður á við undanfarna áratugi og er lundinn mikið veiddur til sölu á veitinga- stöðum. Árið 2017 var teista friðuð fyrir skotveiðum en hún er aðeins metin í hættu en ekki bráðri hættu. Vinna er hafin við heildarendur- skoðun á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spen- dýrum og hyggst Guðmundur leggja fram frumvarp í vor. Endurskoð- unin var boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017. Fyrir- hugaðar breytingar verða að ein- hverju leyti byggðar á viðamikilli skýrslu frá árinu 2013. Samkvæmt núverandi löggjöf er meginreglan að villt dýr séu friðuð og heimild til veiða séu undan- tekningar. Guðmundur segir að ekki verði hróflað við þessari reglu. „Með löggjöfinni verður sjálf bær nýting og sjálf bærar veiðar leiðar- ljósið,“ segir hann. „Það verður að vera góður vísindalegur grund- völlur fyrir nýtingu og veiðum. Því er mikilvægt að ráðast í að vinna stjórnunar- og nýtingaráætlanir fyrir alla þá stofna sem eru nýttir.“ Slíkt mat lægi til ákvörðunar um veiðar og nýtingu, friðun, sölubann eða aðrar aðgerðir. Lundaveiðar eru hlunnindaveið- ar og það hefur f lækt málin hvað varðar verndunaraðgerðir. Frið- unarákvæði laganna mega ekki vera þeirri nýtingu til fyrirstöðu heldur aðeins sölu og skotveiðum. Guð- mundur segir að þetta atriði verði skoðað við endurskoðun laganna. Telur hann langsótt að landeig- endur gætu átt rétt á skaðabótum vegna þessa. „Hér er verið að ræða um auð- lindanýtingu sem byggir á vísind- um. Útgerðarmenn geta til dæmis ekki átt skaðabótakröfu vegna afla- stýringar fiskistofna,“ segir Guð- mundur. „Ef til kæmi almenn og gegnsæ takmörkun á vísindalegum grunni til verndar náttúrunni þá sé ég ekki að það gangi gegn sjónar- miðum um eignarrétt.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. Náttúrufræðistofnun segir lundann í bráðri hættu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAG Allt varð vitlaust í byrjun vikunnar þegar Atli Þór Albertsson, markaðsstjóri Þjóðleikhússins, setti inn tilkynningu á Facebook-hópinn Pabbatips og bauð hluta meðlima á ókeypis sýningu á söngleiknum vinsæla um Ronju ræningjadóttur. Boðið féll í góðan jarðveg og í kjöl- farið urðu allar símalínur Þjóðleik- hússins rauðglóandi. Pabbar vildu ólmir fara með börn sín í leikhús. „Í fyrra bauð Þjóðleikhúsið með- limum sambærileg kvennahóps á Facebook á sýningu og því vildum við gjarnan gera slíkt hið sama fyrir pabbana. Þetta Pabbatips-samfélag er afar fallegt en þar keppast feður um að hjálpa hver öðrum með upp- eldi barna sinna á jákvæðan og upp- byggilegan hátt,“ segir Atli Þór. Að hans sögn var boðið liður í mun stærra samfélagsátaki leik- hússins sem miðar að því að sem flestir fái að kynnast leiklist, óháð búsetu og efnahag. „Við erum að bjóða upp á yfir sextíu ókeypis sýningar um allt land á þessu leik- ári. Við vorum að frumsýna sýn- inguna Ómar orðabelg eftir Gunn- ar Smára Jóhannesson sem er fyrir börn á elsta ári í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla. Allir í leikhús. Það er mottóið,“ segir Atli Þór. – bþ Facebook-hóp boðið í leikhús Hildur Vala mun taka við af Sölku Sól sem Ronja um helgina. REYK JAVÍK Borgarfulltrúi Sjálf- stæðisf lokksins segir kostnað Reykjavíkurborgar við byggingu Aldin BioDome í Elliðaárdalnum geta hækkað um hundruð milljóna vegna fráveitumála. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs borg- arinnar er gerð athugasemd við að „fráveitulögn Reykjavíkurborgar liggur töluvert hærra í landi en „gólf“ gróðurhvelfinganna“. Segir í svari frá Veitum að settir verði skilmálar um niðurgrafin þil eða styrkingu í kringum núverandi fráveitulögn. „Þetta getur aukið kostnað borg- arinnar um mörg hundruð millj- ónir,“ segir Björn Gíslason, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Það er ekkert smá verk að koma í veg fyrir að frárennslið renni beint út í Ell- iðaár.“ – ab Fráveitumál geti kostað hundruð milljóna +PLÚS 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 8 -E 9 A 8 2 3 D 8 -E 8 6 C 2 3 D 8 -E 7 3 0 2 3 D 8 -E 5 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.