Fréttablaðið - 24.09.2019, Page 4

Fréttablaðið - 24.09.2019, Page 4
*20% afsláttarverð út september Benecta hylki 240 stk Benecta hylki 60 stk Compeed Hælsærisplástur 5stk Nicorette Classic tyggigúmmí 2 mg 210 stk Nicorette Fruitmint tyggigúmmí 2 mg 210 stk Nicotinell Fruit tyggigúmmí 2 mg 204 stk NutriLenk Gull 180stk Omeprazol Medical Valley 20 mg 28 stk Otrivin Menthol nefúði 1 mg/sk Penzim gel 50 gr Treo freyðitöflur 60 stk Zonnic Mint skammtapokar 4 mg 20 stk ........................................... 17.995 kr. .............................................. 4.989 kr. ......................... 920 kr.* ....... 4.789 kr. .... 4.245 kr. ........... 3.989 kr. ........................................ 4.238 kr.* .............. 1.099 kr. ............................. 989 kr. .................................................... 3.099 kr. ......................................... 1.890 kr. ............. 1.099 kr. Vinsælar vörur á frábæru verði 1 Stálheppinn að lifa byssu-skotið á Bakka af Byssukúla endurkastaðist í eyra starfsmanns kísilvers PCC á Bakka. 2 Mál Öldu vekur furðu: „Höfðum ekki hugmyndaflug í svona útspil frá Þjóðskrá“ Synjun Þjóðskrár á nafnbreytingarbeiðni Öldu Vigdísar kom flatt upp á aðila í starfshópi frumvarps um kynrænt sjálfræði. 3 Engar hópuppsagnir í dag en stefnumótun enn í gangi Upp­ lýsinga full trúi Arion banka segir frétt Mannlífs um hópuppsögn ranga. 4 Bílalest Pence vakti reiði á bíl-lausri eyju Bílalest varaforseta Bandaríkjanna keyrði á bíllausri eyju og vakti reiði vestanhafs. 5 Sirrý svarar fullum hálsi og segir Pírata „af baka hið sanna í málinu“ Ritdeilur Sirrýjar Hall­ grímsdóttur Bakþankahöfundar og Pírata halda áfram. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Landssamband smábátaeigenda, LS, segir króka- af lamarkskerfið hafa orðið fyrir skipulegri árás þar sem útgerðar- menn hafi nýtt sér gloppu í reglu- verkinu í kringum stjórn fiskveiða með útgáfu veiðiheimilda á makríl. Aflamark er tvenns konar. Ann- ars vegar er um að ræða almennt aflamark sem má nýta með öllum leyfilegum veiðarfærum en króka- af lamark má aðeins nýta með handfærum og línu. Um 700 króka- af lamarksbátar eru á landinu og samkvæmt Fiskistofu er óheimilt að flytja aflaheimildir úr krókaafla- markskerfi í aflamarkskerfi. Það hefur hins vegar reynst raunin því að stjórn LS hefur í bréfi til ráðherra óskað eftir skýringum á því að krókaaf lamarksbátum var gert heimilt að tilheyra f lokki uppsjávarskipa í af laheimildum með makríl. Við það hafi skapast forsendur til f lutnings á veiði- heimildum úr krókaaflamarki yfir í aflamark, „með óheftum flutningi á makríl til og frá viðkomandi. Magnið sem flutt hefur verið nemur þúsundum tonna af þorski, ýsu og ufsa og mun að óbreyttu hafa mikil áhrif á framboð og verð á leigu- markaði með krókaaflamark,“ eins og segir í yfirlýsingu LS. „Að okkar mati er hér vegið að grunngildum kerf isins. Það er skýrt í lögunum að ekki megi færa veiðiheimildir frá krókaaflamarki yfir í almennt af lamark. Þannig hafa menn grætt á því fjárhagslega því verð á af lamarki er þriðjungi hærra en í krókaaflamarki. Því er það óskiljanlegt að þetta hafi verið leyft og við viljum að ráðherra og Fiskistofa skoði þessi mál gaum- gæfilega,“ segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri LS. Fiskistofa skoðar nú hvort þessir f lutningar standist lög um fiskveið- ar. Af þeim sökum mun afgreiðsla umsókna tefjast því f leiri eru að sækja um að taka aflaheimildir úr krókaaflamarkskerfinu og færa yfir í almennt aflamark. Í yfirlýsingu smábátaeigenda er vakin athygli á að þetta hafi nei- kvæð áhrif á krókaaflamarkskerfið í heild sinni. Veiðiheimildir sogist út úr krókaaf lamarkskerfi yfir í aflamark. Skiptimyntin hafi verið aflaheimildir í makríl þar sem tug- þúsundir tonna hafi millilent á bátum í af lamarki í skiptum fyrir veiðiheimildir úr krókaaflamarki. Smábátaeigendur sem lifa á krókaaflamarkskerfinu, segja þetta skipulega aðför að kerfinu. Þeir sem hafi stundað þessa f lutninga geti hagnast gríðarlega. „Verð á leigukvóta í þorski er um þriðjungi hærra í af lamarki en í krókakerfi smábáta. Á heimasíðu Fiskistofu er hægt að finna dæmi um að 300 tonna af laheimildir í þorski hjá krókaaf lamarksbát haf i verið færðar á togara. Mismunur á leigu- tekjum á því magni er um 20 millj- ónir,“ segir í bréfi LS til ráðherra. Með þessum tilfærslum á af la- heimildum munu útgerðir, sem að miklu eða mestu leyti reiða sig á leigukvóta, berjast í bökkum. Leigu- verð mun hækka þar sem búinn er til skortur á veiðiheimildum innan krókaaflamarkskerfisins. Því muni þessir f lutningar geta haft í för með sér að útgerðir hætti starfsemi. sveinn@frettabladid.is Segja krókaaflamarkskerfið hafa orðið fyrir árás útgerða Landssamband smá- bátaeigenda telur út- gerðarmenn hafa skipu- lega ráðist á grunnkerfi fiskveiðistjórnunar- innar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Fiskistofa skoðar lög- mæti þeirra gerninga sem deilt er um. KJARAMÁL Guðjón Hreinn Hauks- son var í gær kjörinn formaður Félags framhaldsskólakennara með tæplega 75 prósentum atkvæða. Guðjón hefur verið starfandi for- maður síðan Guðríður Arnardóttir lét af störfum, en hún var skipuð skólameistari Menntaskólans við Hamrahlíð í júlí eftir fimm ára setu hjá FF. Tveir voru í framboði, Guðjón sem er kennari við Menntaskólann á Akureyri og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson hjá Framhaldsskólanum í Garðabæ. Í kosningabaráttu sinni lagði Guðjón áherslu á að gera ekki kjara- samninga nema tryggt verði að framhaldsskólakennarar fylgi við- miðunarhópum í launaþróun, að koma á vinnumati til að stuðla að sveigjanlegra skólastarfi og minnka kennsluskyldu nýliða til að stuðla að nýliðun í stéttinni. – khg Guðjón nýr formaður FF STJÓRNSÝSLA „Ég þekki ekki dæmi um að ráðamenn hér á landi hafi haft afskipti af dómurum,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar. Ummæli hans fyrir helgi í við- tali við Sigmar Guðmundsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 vöktu talsverða athygli. Þar sagði Ragnar að ríkisvaldið væri að setja pressu á dómara í tengslum við uppgjör Guðmundar- og Geirfinnsmála. Sagði Ragnar að hann vonaðist til að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því hver hefði hringt í dómarann kvöldið áður en dómur væri kveðinn upp. Í samtali við Fréttablaðið segist Ragnar ekki þekkja nein dæmi um afskipti ráðamanna af dómurum. „En þegar það er ágreiningur um hvort dómarar hafi verið skipaðir með faglegum hætti af stjórnmála- mönnum þá skapast vafi sem er hættulegur fyrir trúverðugleika dómstólanna,“ segir Ragnar. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, for- maður Dómarafélags Íslands, vildi ekki tjá sig um ummæli Ragnars. Sagði hún að félagið gæti ekki verið að bregðast við einstökum ummælum lögfræðinga þó að þau væru stuðandi. – bþ Kannast ekki við afskipti ráðamanna af dómurum Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um 700 krókaaflamarksbátar eru á landinu, bannað er að flytja aflaheimildir milli kerfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Að okkar mati er hér vegið að grunn- gildum kerfisins. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 8 -F D 6 8 2 3 D 8 -F C 2 C 2 3 D 8 -F A F 0 2 3 D 8 -F 9 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.