Fréttablaðið - 24.09.2019, Page 6

Fréttablaðið - 24.09.2019, Page 6
UMHVERFISMÁL Margir af leið- togum heimsins hittust í New York í gær til að ræða loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Alls hafa 69 ríki og ýmis alþjóðafyrirtæki lofað nýjum aðgerðum til þess að forðast afleið- ingar loftslagsvár með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á fundinum hvatti Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftir sterkari forystu leiðtoga heims og að ríki heims grípi til róttækra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Í vikunni mun einnig fara fram leiðtogafundur um heims- markmið SÞ. Markmið beggja leiðtogafundanna er að ríki heims leggi meiri metnað í loftslags- og þróunarmál. Samkvæmt Parísarsamkomulag- inu frá árinu 2015 skuldbundu ríki heims sig til að skila nýjum metn- aðarfyllri aðgerðum gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2020. Samkvæmt nýrri skýrslu vísinda- manna, sem var samin fyrir ráð- stefnuna, eru sterkar vísbendingar um að enn aukist hnattræn hlýnun. Þar segir að hitastigið á jörðinni sé 1,1 gráðu hærra en það var árið 1850 og 0,2 gráðum hærra en árin 2011 til 2015. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en hún mun hafa gríðarleg áhrif. Samkvæmt Alþjóðaveðurfræði- stofnuninni, WMO, er meðalhiti á jörðinni síðustu fimm ár meiri en á nokkru öðru fimm ára tímabili frá því skráning hófst. Hraði hækkunar yfirborðs sjávar hafi aukist verulega og met hafi verið sett í losun gróður- húsalofttegunda. WMO segir hækkun yfirborðs sjávar kvíðvænlega. Það hafi hækk- að að meðaltali um 3,2 millimetra á ári frá 1993 en á tímabilinu 2014 til 2019 hafi hækkunin mælst fimm millimetrar á ári. Sjávarhiti hefur aldrei mælst eins hár og árið 2018. Skýrsluhöfundar segja ís norður- slóða bráðna hraðar en spáð hafði verið. Jöklar hopi og þynnist. Sum- arís norðurslóða hafi minnkað um 12 prósent á hverjum áratug síðustu 40 ár og ís suðurskautsins hafi aldr- ei bráðnað hraðar. Guterres varar við því að heims- byggðin sé að „tapa í baráttunni“ gegn loftslagsvánni. Þær aðgerðir sem hrint hefur verið í framkvæmd séu alls ekki nægar. „Ég sagði leið- togum að koma ekki með fínar ræður, heldur raunverulegar skuld- bindingar. Almenningur vill lausn- ir, skuldbindingar og aðgerðir,“ sagði Guterres fyrir fundinn. Hann hefur meðal annars krafist þess að uppbyggingu kolaorkuvera heims- ins verði hætt árið 2020. Talið er að um fjórar milljónir loftslagsmótmælenda, að stórum hluta ungt fólk, í meira en 150 ríkjum heims hafi gengið um götur á föstudag í síðustu viku til að krefja stjórnmálamenn um aðgerðir gegn hnattrænni hlýnun. Leiðtogar 60 ríkja mættu til fund- arins í gær. Þetta eru leiðtogar ríkja á borð við Frakkland, Þýskaland og Bretland og Donald Tusk frá Evr- ópusambandinu. Tékkland, Eist- land, Ungverjaland og Pólland hafa þó ekki viljað styðja samkomulag Evrópusambandsins um kolefnis- markmið fyrir árið 2050 sem kynnt var í júní síðastliðnum. Fulltrúi Kína á fundinum er Wang Yi utanríkisráðherra. Ekki er reiknað með stórum yfirlýsingum frá þessu ríki sem mengar mest og hefur uppi áætlanir um mikla upp- byggingu kolaorkuvera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sækir loftslagsfundinn fyrir Íslands hönd. Leiðtogar Ástralíu, Japans og Bandaríkjanna eru meðal þeirra sem verða fjarverandi. Japan hefur kynnt áætlanir um uppbyggingu 45 nýrra kolaorkuvera. Upphaf lega var ekki gert ráð fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kæmi til fundar- ins en hann kom þó stuttlega með Mike Pence varaforseta. Yfirmaður bandarísku umhverfisstofnunar- innar leiðir bandarísku sendinefnd- ina. Dagblaðið Financial Times segir stórfyrirtæki á borð við Nestlé, Ikea, Salesforce, Unilever og L'Oréal vera á meðal 87 alþjóðafyrirtækja sem hafa sagst skuldbinda sig enn frekar í baráttunni gegn loftslags- breytingum. Þar séu f jármála- fyrirtæki á borð við Lífeyrissjóð Kaliforníuríkis, danskir lífeyris- sjóðir, tryggingarfélögin Swiss Re og Allianz. Þá hefur Evrópski fjár- festingarbankinn ásamt átta öðrum þróunarbönkum heitið auknum fjárfestingum fyrir alþjóðlegar loftslagsaðgerðir. david@frettabladid.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og leið- togar margra ríkja mættu til fundarins í New York í gær. Vísindamenn segja að met hafi verið slegið í útblæstri gróðurhúsalofttegunda og hnattræn hlýnun aukist. Hækkun yfirborðs sjávar sé kvíðvænleg. OPINN FUNDUR MIÐVIKUDAGINN 25. SEPTEMBER KL. 13-15 Í HÁTÍÐASAL AÐALBYGGINGAR HÁSKÓLA ÍSLANDS ÁVÖRP Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi FRUMMÆLENDUR OG ÞÁTTTAKENDUR Í PALLBORÐI Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Samráðsvettvangs um loftslagsmál Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna Justine Vanhalst, sérfræðingur við Matís Fundarstjóri er Bjargey Anna Guðbrandsdóttir Boðið verður upp á kaffiveitingar og spjall við fulltrúa sendiráða, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka að fundi loknum. Fundurinn fer að mestu fram á íslensku Aðgangur ókeypis og öll velkomin. Hvaða aðgerða þarf að grípa til svo komið verði til móts við kröfur unga fólksins í loftslagsmálum? Nánari upplýsingar: www.esb.is / www.hi.is Aðgerðir í loftslags- málum Er ábyrgðin bara unga fólksins? Sendinefnd ESB á Íslandi Lofa nýjum aðgerðum gegn loftslagsvánni Leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hófst í gær í New York. Ríki og alþjóðafyrirtæki leggja fram nýjar skuldbindingar til aðgerða gegn hlýnun loftslags. Lofslagsmótmæli hafa farið fram í meira en 150 ríkjum. BRETLAND Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, er í vanda vegna afstöðunnar til útgöngu Bret- lands úr Evrópusambandinu. Hart var tekist á um málið á landsþingi flokksins í Brighton í gær. Corbyn hefur reynt að sætta ólík viðhorf til útgöngunnar. Bæði Íhaldsf lokkurinn og Frjálslyndir demókratar fóru sinn í hvora átt- ina. Boris Johnson hefur rekið þá sem ekki styðja harðlínustefnu hans úr flokknum og Jo Swinson sagði á f lokksþingi Frjálslyndra að hún myndi draga útgönguna til baka við dynjandi lófaklapp. Stefna Corbyns er nú að sækja um útgöngusamning og gefa fólki kost á að velja hann eða hafna útgöngunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á landsþinginu hafa þeir sem vilja að flokkurinn taki harðari afstöðu gegn útgöngu verið háværir en Corbyn hefur viljað fresta umræð- unni. Skuggautanríkisráðherrann Emily Thornberry sagðist mjög óánægð með afstöðu Corbyns því að kosningar væru óumflýjanlegar á næstu vikum eða mánuðum. Sagði hún óákveðnina valda því að aðrir flokkar sem tækju afgerandi afstöðu myndu hirða fylgi flokksins. – khg Verkamannaflokkurinn klofinn í herðar niður Jeremy Corbyn er í vanda vegna Brexit. NORDICPHOTOS/GETTY Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á leiðtogafundinum um loftslagsmál á 74. alls- herjarþingi samtakanna. Hann hvatti leiðtogana í gær til aðgerða gegn loftslagsvánni. NORDICPHOTOS/GETTY 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 8 -F 8 7 8 2 3 D 8 -F 7 3 C 2 3 D 8 -F 6 0 0 2 3 D 8 -F 4 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.