Fréttablaðið - 24.09.2019, Side 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Katrín
Jakobsdóttir
forsætisráð-
herra lagði í
ávarpi sínu í
New York í
gær áherslu á
vonina.
Vissulega
væru áskor-
anirnar
stórar en
lausnir væru
til staðar.
Við vitum að
Erla átti
aldrei mögu-
leika. Ekki í
því andrúms-
lofti sem þá
ríkti. Erum
við enn þar?
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Virkar niður í -30°C
Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land
Wifi búnaður
fylgir með
öllum
varmadælum
meðan birgðir
endast
Umhverfisvænn
kælimiðill
Þjóðarleiðtogar heimsins eru nú staddir í New York þar sem allsherjarþing Sam-einuðu þjóðanna fer fram. Þeir munu í fimm daga funda um mikilvægustu málefni samtímans en í gær fór fram sérstakur loftslagsaðgerðafundur. Ant-
onio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, talaði með skýrum hætti í aðdraganda
loftslagsfundarins. Hann vildi að leiðtogar heims-
ins kæmu fram með áþreifanlegar og raunhæfar
aðgerðir til þess bregðast við loftslagsvandanum.
Það er óhætt að taka undir kröfur Guterres um að
leiðtogarnir fari að koma fram með aðgerðir í stað
ræðuhalda.
Auk þjóðarleiðtoga tóku stjórnendur nokkurra
fyrirtækja og samtaka þátt í loftslagsfundinum.
Aðkoma þeirra er gríðarlega mikilvæg enda verður
vandinn ekki leystur af stjórnvöldum einum
saman. Hér þarf atvinnulíf og almenningur líka
að koma að borðinu og verða hluti af lausninni.
Nýstofnaður samstarfsvettvangur um loftslagsmál
og grænar lausnir hér á Íslandi vekur vonir um að
það verði raunin.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði í
ávarpi sínu í New York í gær áherslu á vonina.
Vissulega væru áskoranirnar stórar en lausnir
væru til staðar. Raunar var tónninn á fundinum
jákvæður og ljóst að vilji til breytinga er fyrir hendi
í orði, hvað svo sem raunverulegum aðgerðum
líður. Það er hins vegar áhyggjuefni að fulltrúar
stórra kolanotenda á borð við Japan og Ástralíu
tóku ekki þátt. Þá er Donald Trump Bandaríkjafor-
seti á allsherjarþinginu en ákvað að taka ekki þátt í
loftslagsfundinum.
Á Íslandi og í Sviss hafa jöklar verið kvaddir og
hinum megin á hnettinum er framtíð eyríkja í
Kyrrahafi í hættu. Hilda Heine, forseti Marshall-
eyja, var meðal þeirra sem tóku til máls. Hún hvatti
þjóðir heims til að standa við Parísarsamkomu-
lagið, ef það tækist ekki væri um stærsta klúður
mannkynssögunnar að ræða. Það er mikið í húfi en
vísindamenn telja að það stefni í að eyjarnar verði
óbyggilegar innan fárra áratuga vegna hækkandi
yfirborðs sjávar.
Í vikunni munu leiðtogarnir einnig fjalla um
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett
voru árið 2015. Þar voru sett fram 17 markmið um
sjálf bæra þróun og velsæld í heiminum. Það er ekki
síður mikilvæg umræða enda um margt tengd lofts-
lagsmálunum. Þessir fimm dagar í septembermán-
uði geta, ef vel tekst til, skipt sköpum til framtíðar.
Það er enn ekki of seint að breyta heiminum en
árangurinn mun velta á því sem leiðtogarnir gera
þegar heim er komið.
Fimm dagar í
september
Gervipilsfaldur
Það getur margt breyst á áratug.
Fyrir áratug voru það vinstri-
menn sem vildu losa RÚV af
auglýsingamarkaði og Sjálf-
stæðismenn sem vildu koma í
veg fyrir að ríkið þyrfti að dæla
meira fé þangað inn. Nú er það
öfugt, eins og Jakob Bjarnar
Grétarsson, blaðamaður Vísis,
bendir á. Nú séu það kommún-
istarnir sem vilji passa upp á
auglýsingarnar og kapítalist-
arnir sem vilji ausa fé í stofnun-
ina. Og þeir markaðsmenn sem
telji að ríkið eigi að skaffa þeim
vettvang til að komast í sam-
band við gervikommúnistana
og gervi kapítalistana séu ein-
faldlega pilsfaldakapítalistar.
Erfiðar spurningar
Útspil setts ríkislögmanns í
varnarleik ríkisins við kröfum
Guðjóns Skarphéðinssonar
hefur fengið marga til að klóra
sér í kollinum. Í ljósi þess að
játningar voru þvingaðar og
engar sannanir eru fyrir því að
neinn í Guðmundar- og Geir-
finnsmálum hafi komið nálægt
hvarfi mannanna er málatil-
búnaður ríkisins skrítinn. Nú
er það svo að umboðsmaður
Alþingis telur að forræði kröfu-
gerðar í málum gegn ríkinu sé
í höndum stjórnvalda, þvert á
skilning stjórnarráðsins um að
það sé í höndum ríkislögmanns.
Forsætisráðherra bíða erfiðar
spurningar eftir Ameríkuför.
arib@frettabladid.is
Geirfinns- og Guðmundarmálið kallar enn fram allt hið versta. Grimmileg málsvörn ríkisins í máli Guðjóns Skarphéðinssonar
veldur undrun og hneykslan. Með skipan sátta-
nefndar var ríkið búið að viðurkenna bótarétt
sinn. Eina sem út af stendur er upphæð bóta. Ekki
hvernig fyrningarreglur voru fyrir áratugum og
sannarlega ekki hvort Guðjón geti sjálfum sér um
kennt.
Málinu getur þó ekki lokið með sáttagreiðslum
til þeirra sem loks voru sýknaðir sl. haust. Eina
konan í málinu liggur enn óbætt hjá garði. Erla
Bolladóttir fékk mál sitt ekki tekið upp, en var þó
sannarlega í hópi ungmennanna sem máttu þola
fordæmalaust harðræði af hálfu kerfisins.
Erla bar sakir á saklausa menn, um það er ekki
deilt. Sá framburður hennar varð til þess að þeir
máttu þola langt og erfitt gæsluvarðhald og sú
reynsla hefur án nokkurs vafa verið afar þungbær.
Við vitum öll að það er ekkert að marka fram-
burð sem fenginn er fram með því harðræði sem
ungmennin þurftu að þola. Þeim andlegu og líkam-
legu pyntingum sem þau voru beitt. Dómstólar
viðurkenna þau sannindi líka. Hvers vegna eiga þau
ekki við um framburð og þar með brot Erlu Bolla-
dóttur?
Erla Bolladóttir var ung móðir nokkurra vikna
stúlkubarns þegar hún var hneppt í varðhald.
Líkamlega sem andlega hefur það haft áhrif á þol
hennar og styrk. Henni var haldið í stöðugum ótta
við að barnið yrði tekið af henni ef framburður
hennar yrði ekki þóknanlegur. Sú var sérstaða Erlu
í þessu ömurlega máli.
Það kemur ekkert á óvart að áður fyrr hafi enginn
tekið tillit til sérstöðu kornungu móðurinnar með
nýfædda barnið. Sem sagði allt sem ætlast var til af
henni til að reyna að losna, hversu óraunhæf sem sú
von hennar var. En við vitum betur núna. Við vitum
að Erla átti aldrei möguleika. Ekki í því andrúms-
lofti sem þá ríkti.
Erum við enn þar?
Kona utan garðs
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður
Viðreisnar
2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
D
8
-E
4
B
8
2
3
D
8
-E
3
7
C
2
3
D
8
-E
2
4
0
2
3
D
8
-E
1
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K