Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.09.2019, Qupperneq 10
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.hekla.is/volkswagensalur Vertu klár fyrir veturinn Volkswagen atvinnubílar Volkswagen Caddy 1.2 TSI beinskiptur Tilboðsverð 2.690.000 kr. Verðlistaverð 2.990.000 kr. Volkswagen Transporter 2.0 TDI Beinskiptur Tilboðsverð 4.390.000 kr. Verðlistaverð 4.950.000 kr. *Búnaður á mynd getur verið frábrugðinn bílum á tilboðsverði. Sjá staðalbúnað á volkswagen.is. 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT NFL Þrátt fyrir að eiga enn nokkur góð ár eftir er erfitt að sjá að Ant- onio Brown muni leika f leiri leiki í NFL-deildinni eftir að hafa verið rekinn frá öðru liðinu á rétt rúmum tveimur vikum. Brown fór mikinn á Twitter í kjölfari þess að New Eng- land Patriots leysti hann undan samningi og skaut föstum skotum á eiganda Patriots og fyrrverandi liðs- félaga sína áður en hann tilkynnti að hann væri hættur í deildinni fyrir fullt og allt. Einn besti útherji deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta er því búinn að vera samn- ingsbundinn þremur liðum árið 2019 og yfirgaf öll liðin í fússi. Brown sem var skipt frá Pitts- burgh Steelers síðasta vetur var leystur undan samningi hjá Oakl- and Raiders 7. september eftir að hafa átt í útistöðum við svo gott sem alla starfsmenn félagsins. Það virtist sem svo að Patriots hefði nælt sér í feitasta bitann á markaðnum þegar tilkynnt var samdægurs að Brown hefði samið við félagið til eins árs. Loksins var Brown tilbúinn að nota hjálm sem var samþykktur af deildinni og virtist vera kominn í jafnvægi á ný. Brown veitti ríkjandi Super Bowl- meisturunum með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni enn eitt vopnið og var erfitt að sjá nokkurt lið stöðva Patriots. Brady og Brown náðu strax vel saman í fyrsta leik þar sem Brown skilaði snertimarki. Eins og fjallað var um fyrr í sept- ember voru þjálfarar og einka- kokkur búnir að kæra Brown fyrir að hafa neitað að borga sér en eftir Fimmtán daga rússíbanareið Browns Hjálmurinn sem Brown samþykkti loksins virðist vera kominn upp í hillu. Antonio Brown virtist vera kominn á beinu brautina í fyrsta leiknum með Patriots áður en vandamálin tóku sig upp á nýjan leik. NORDICPHOTOS/GETTY Ferill hins skrautlega útherja Antonios Brown í NFL-deildinni virðist vera á enda eftir að Brown var rekinn frá öðru liðinu á fimmtán dögum um helgina. að Brown samdi við Patriots litu fleiri vandræði dagsins ljós. Einka- þjálfari sakaði Brown um nauðgun sem verið er að rannsaka og í kjöl- farið sagðist kona sem vann að lista- verki á heimili Browns hafa upp- lifað kynferðislega áreitni af hálfu Browns sem hefði einnig neitað að borga henni fyrir listaverkið. Við nánari rannsókn komst vef- síðan Sports Illustrated að því að f lestir sem höfðu unnið fyrir Brown á ferlinum höfðu sömu sögu að segja, hann reyndi oft að niður- lægja fólk og neitaði síðar að borga þeim. Stuttu seinna kom það í ljós að Brown hefði haft í hótunum við fréttaritara og beðið vini sína um að hóta konunni sem sakaði Brown um kynferðislega áreitni. Það reyndist síðasta hálmstráið fyrir Brown hjá Patriots því hann var skyndilega leystur undan samningi. Fjarvera Browns kom ekki að sök, Patriots vann öruggan sigur og stefnir hrað- byri að úrslitakeppninni án hans. Brown nýtti Twitter til að ræða brot annarra leikmanna og eig- enda innan deildarinnar og eftir- mála þeirra áður en hann gaf það til kynna að hann væri hættur fyrst eigendur stæðu ekki við samninga sína. Ljóst er að innan vallar getur Brown hjálpað hvaða liði sem er en spurningin er hvort nokkurt félag sé tilbúið að taka við því ógrynni vand- ræða sem fylgja Brown hvert sem hann fer. kristinnpall@frettabladid.is 2 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :2 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 D 8 -F 3 8 8 2 3 D 8 -F 2 4 C 2 3 D 8 -F 1 1 0 2 3 D 8 -E F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 2 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.