Fréttablaðið - 24.09.2019, Blaðsíða 25
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
24. SEPTEMBER 2019
Hvað? Kvartett Sigurðar Flosasonar
Hvenær? 20.30
Hvar? Kex hosteli, Skúlagötu 28
Með Sigurði leika Kjartan Valde-
marsson á píanó, Þorgrímur Jóns-
son á kontrabassa og Einar Schev-
ing á trommur. Á efnisskránni er
fjölbreytt f lóra þekktra djasslaga.
Aðgangur er ókeypis.
Hvað? List, vísindi og andleg mál
Hvenær? 17.00-17.40
Hvar? Listasafninu á Akureyri, Lista-
gilinu
Bandaríska myndlistarkonan
Jessica Tawczynski fjallar um
þær hugmyndir sem liggja að
baki vinnu hennar í listinni þ.e.
vísindi, heimspeki og andlega hlið
listarinnar.
Hvað? Viðskipti Kína og Íslands
Hvenær? 17?30.
Hvar? Hús Vigdísar, Brynjólfsgötu
Pétur Yang Li viðskiptafulltrúi
mun fjalla um viðskipti Kína og
Íslands, verslun, ferðaþjónustu
og fjárfestingar. Ókeypis veit-
ingar áður en fyrirlesturinn hefst.
Enginn aðgangseyrir og allir vel-
komnir. Erindið er á ensku.
Hvað? Útgáfutónleikar
Hvenær? 20.00
Hvar? Vatnasafnið Stykkishólmi
Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúla-
son heldur útgáfutónleika í tilefni
plötunnar Tenging. Flytjendur
auk hans: Eistlendingurinn Merje
Kägu á gítar, Norðmennirnir
Jakob Eri Myhre á trompet og
og Tore Ljøkelsøy á trommur og
Svíinn Daniel Andersson á kontra-
bassa.
Hvað? Óravíddir tungumálanna
Hvenær? 16.30
Hvar? Fyrirlestrasalur Veraldar,
VHV023
Luiese Von Flotow heldur
fyrirlestur sem nefnist Towards
Transnational Feminist Gender-
awareness in Translations Studies:
Challenges and Solutions.
BÆKUR
Sú sem varð að deyja
David Lagercrantz
Þýðing: Halla Kjartansdóttir
Útgefandi: Bjartur
Blaðsíður: 381
Skömm lyftunnar sem varð Stieg
Larsson að bana verður lengi uppi
en með því að bila varð hún til þess
að hjarta rithöfundarins gaf sig í
miðjum tröppugangi áður en hann
sló í gegn með þeirri frábæru glæpa-
sögu Karlar sem hata konur.
Sem betur fer skildi hann þó
eftir sig tvær framhaldsbækur,
Stúlkan sem lék sér að eldinum og
Loftkastalinn sem sprakk þar sem
spenntir lesendur fengu að fylgjast
áfram með baráttu tölvuhakkarans
Lisbeth Salander og stjörnurann-
sóknarblaðamannsins Mikael
Blomkvist við vonda auðjöfra
og rótspillta kerfiskarla sem
hata konur.
Þótt bækur Larssons
séu æsispennandi og
feykilvel f léttaðir reyf-
arar skrifast gríðarlegar
vinsældir bókanna og
síðar kvikmyndanna
á hina brjálæðis-
lega svölu Lis-
beth Salander.
Hú n er, að
Mikael Blom-
k v i st ólö st-
uðum, hreyfi-
af lið í þessu
öllu saman og
einhver eftir-
minnilegast a
hetja, eða and-hetja öllu heldur,
sem hefur sprottið upp í glæpa-
skáldskap síðari ára.
Ofurtöffarinn Salander
Mótsagnakenndi einfarinn Saland-
er, fráhrindandi og heillandi í senn,
er algerlega ómótstæðilegur töffari.
Og er yfirleitt hægt að biðja um
betri hetju í okkar ljóta og spillta
lygaheimi en of beldishneigðan
goth-pönkara, svartleðraða, húð-
f lúraða, tvíkynhneigða stelpu
sem er brjálæðislega góður
tölvuhakkari, sefur hjá þeim
sem hún vill og lætur verkin
tala?
Það var því vitaskuld
erfitt að segja skilið við
Lisbeth þegar þríleikn-
um lauk og í ljósi þess
sem kom í kjölfarið
þegar sænski blaða-
maðurinn og rit-
höfundurinn David
Lagercrantz tók við
af Larsson hefði nú
verið heppilegra að
Salander og Blom-
kvist hefðu bara
fengið að hvíla við
hlið skapara síns.
Hverjum er ekki sama?
Bækur Lagercrantz eru svosem
a l v e g s l a r k -
færir reyfarar en
standast engan
samanburð við
frumritin. Fyrst
og fremst vegna
þess að Blom-
kvist og Saland-
er snarstoppa á
persónuþróun-
arbrautinni og
sjarmi þeirra
og aðdráttarafl
r ý r n a r s v o
mjög að þau
duga ekki til
þess að breiða
y f ir hnök ra
í g i s n u m
g l æ p a f l é t t-
u nu m s em
Lagercrant z
umvefur þau.
Lagercrantz tengir þennan
heldur losaralega þríleik sinn við
verk Larssons með því að rekja
áfram sjúka ættarsögu Salander og
nú er loksins komið að lokauppgjöri
Lisbethar við siðblinda og banvæna
tvíburasysturina Camillu og leif-
arnar af glæpaklíku föður þeirra,
ógeðsins Zalachenko.
Í káputexta Sú sem varð að deyja
er því heitið að
með henni ljúki
L a g e r c r a n t z
a f s k i p t u m
sínum af t v í-
eykinu frækna.
Vonandi verður
staðið við þetta
þar sem þessir
miðlungsreyfarar
eiga lítið erindi
v ið aðdáendu r
Larssons og þrátt
fyrir ágætis tilþrif
inni á milli gera
bæk u r na r l ít ið
annað en pir ra
mann yf ir með-
förunum á skáld-
s a g n a p e r s ó nu m
sem manni þykir
undurvænt um.
Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Lisbeth Salander er
glæpsamlega vannýtt í dauflegum
loka kafla Millenium-þríleiks Davids Lag-
erkrantz sem hefur þann kost helstan að
vera mun styttri en hinar bækurnar tvær.
Hvíl í
friði,
elsku
Lisbeth
Noomi Rapace sem
Lisbeth Salander.
Búnaður í Jaguar F-Pace er m.a.: 18" álfelgur, halógen-aðalljós með dagljósum, framsæti með vönduðu
áklæði og átta stefnu handvirkri stillingu, baksýnisspegill með sjálfvirkri deyfingu, gljásvart króm á
skrautlista, 10" Touch Pro, upplýstar sílsahlífar úr málmi með Jaguar-áletrun.
B
ún
að
ur
b
íls
á
m
yn
d
e
r
fr
áb
ru
g
ð
in
n
au
g
lý
st
u
ve
rð
i
VERÐ FRÁ: 8.890.000 KR.
Jaguar F-Pace Prestige.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
x
x
x
x
x
J
a
g
u
a
r
F
-
P
a
c
e
5
x
2
0
s
e
p
t
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
JAGUAR F-PACE
SPORTLEGIR EIGINLEIKAR
SPORTLEGT ÚTLIT
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9
2
4
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
D
8
-E
4
B
8
2
3
D
8
-E
3
7
C
2
3
D
8
-E
2
4
0
2
3
D
8
-E
1
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
2
3
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K