Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Síða 2

Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Síða 2
markaðserfiðleika fyrir skreið, ál og kísiljárn. Loðnuveiðibann, minnkandi þorskafli, ónóg eftirspurn í heiminum eftir mikilvægum útflutningsvörum, aukin þjóðarútgjöld og miklar vaxtagreiðslur af erlendum skuldum, allt olli þetta alvarlegum halla í viðskiptum Islands við önnur lönd. Þjóðarútgjöldin jukust um 2% um leið og þjóðartekjur drógust saman um 2V2% og viðskiptahallinn jókst því úr 5% af þjóðarframleiðslu árið 1981 í 10% 1982. Utlit er fyrir, að þjóðarframleiðsla dragist saman um 4’/2—5V2% á árinu 1983 en þjóðartekjur rýrni minna vegna batnandi viðskiptakjara, eða um 3—4%. Þjóðartekjur á mann kynnu því að dragast saman um 8% árin 1982 og 1983, en um meira en 10% á hvern mann á vinnufærum aldri. Töluverður halli verður áfram á viðskiptunum við útlönd, en samkvæmt þjóðhagsspánni verður hann þó mun minni en í fyrra, eða um 4%. Greiðslubyrðin af erlendum lánum fór yfir fimmtung útflutningstekna árið 1982 og þótt spáð sé verulegri lækkun vaxta og aukningu útflutnings verður greiðslubyrðin svipuð á þessu ári vegna skulda- aukningar. Erlendar skuldir íslendinga námu í árslok 1982 48% af þjóðarfram- leiðslu samanborið við 34—37% árin næstu á undan. Að nokkru á þessi aukning sér tímabundnar skýringar, en þó er án efa um verulega aukna skuldabyrði að ræða. Skuldasöfnun erlendis og vöxtur verðbólgunnar að undanförnu sýna glöggt það jafnvægisleysi, sem nú hrjáir þjóðarbúskap Islendinga. Arshækkun verðlags verður á næstu mánuðum meiri en 80% og stefnir hærra, verði ekki gripið til gagnráðstafana. Þessar verðbólguhorfur fela í sér mikla hættu fyrir þjóðarbúskapinn. Útflutningsframleiðslan er talin hafa dregist saman um 10% á árinu 1982. Sjávarafurðaframleiðslan varð 13% minni en árið áður. I spá um útflutningsframleiðslu á þessu ári er miðað við tvö dæmi um sjávarafla. I fyrra dæminu helst sjávarafurðaframleiðslan svipuð að raungildi og í fyrra, og er þá gert ráð fyrir 250 þúsund tonna loðnuafla í haust, 370 þúsund tonna þorskafla á árinu, samanborið við 382 þúsund tonn í fyrra, og að annar botnfiskafli dragist saman um 31 þúsund tonn, eða 10%. Síðara dæmið sýnir um 4% samdrátt í afla annað hvort vegna minni loðnuafla á komandi hausti eða minni botnfiskafla. Lakara dæmið virðist óneitanlega í meira samræmi við aflabrögð fyrstu mánuði ársins.1 Reiknað er með nokkurri aukningu annarrar framleiðslu til útflutnings og því spáð, að útflutningsframleiðsla í heild vaxi um 1% í hagstæðara dæminu en dragist aftur á móti saman um 2% í því lakara. Vöruútflutningur varð í fyrra 17% minni en árið áður, bæði vegna minni framleiðslu og vegna sölutregðu, sem olli uppsöfnun útflutningsvörubirgða, einkum af skreið og áli. Nam birgðasöfnunin alls 11% af útflutningsframleiðsl- unni. í þjóðhagsspá fyrir árið 1983 er nú gert ráð fyrir, að vöruútflutningur aukist um 13—15% eftir því hvort miðað er við lakari aflaspána hér á undan eða þá hagstæðari. Astæðan fyrir því, að spáð er útflutningsaukningu þrátt fyrir óbreytta eða jafnvel minnkandi framleiðslu til útflutnings, er fólgin í breytingum útflutningsvörubirgða. Miðað er við, að skreiðarbirgðir minnki um 3 000 tonn á 2 1 Bráðabirgðatölur fyrir mánuðina janúar til mars bcnda til þess að reiknað á föstu verði hafi aflinn þessa þrjá mánuði verið 11—12% minni en á sama tíma í fyrra.

x

Ágrip úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ágrip úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.