Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Qupperneq 4

Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Qupperneq 4
og er þessi breyting líklega þegar komin fram Spáin um viðskiptakjör er venju fremur óviss vegna óvissunnar um olíuverð og gengi helstu viðskiptamynta íslendinga, sem hvort tveggja hefur afdrifarík áhrif á viðskiptakjörin. Viðskiptajöfnuður varð óhagstæður um 3 100 milljónir króna á árinu 1982, sem er um 24% af útflutningstekjum eða 10% af þjóðarframleiðslu. Þar af var nær 1 900 milljóna króna halli á vöruskiptajöfnuði eða sem nam 22% af vöruútflutn- ingi. Stafaði hann einkum af 17% samdrætti í vöruútflutningi, en vöruinnflutn- ingur varð aftur á móti 1% meiri en árið áður. Á þjónustuviðskiptum varð um 1 200 milljóna króna halli, eða sem nam 27% af þjónustutekjum, en í þeim halla vega þyngst vextir af erlendum skuldum og ferðaútgjöld Islendinga umfram tekjur af erlendum ferðamönnum. Erlendar skuldir til langs tíma jukust um 14% í dollurum talið og voru í árslok um 48% af þjóðarframleiðslu. Þetta hlutfall var á bilinu 34—37% í lok áranna 1978—1981. Greiðslur afborgana og vaxta af erlendum lánum til langs tíma námu nær 2 800 milljónum króna og sem hlutfall af útflutningstekjum var greiðslubyrðin 21,4% og hefur aldrei verið þyngri. Greiðslubyrðin var 16,4% árið 1981 og stafaði hlutfallshækkunin 1982 að % hlutum af samdrætti útflutn- ingstekna en að % hlutum af beinni aukningu í greiðslum afborgana og vaxta, sem hækkuðu um 10% í dollurum. Aukning greiðslubyrði í hlutfalli við útflutningstekjur og hækkun hlutfalls erlendra skulda af þjóðarframleiðslu á sér að nokkru tímabundnar skýringar í snöggum samdrætti útflutnings og framleiðslu og hækkun vaxta á alþjóðalána- markaði. Að hluta er þó um varanlegri aukningu að ræða, því erlendar skuldir hafa farið vaxandi um árabil. Öll tímasetning og túlkun á hlutfallstölum af þessu tæi er vandasöm, bæði vegna sveiflna í útflutningi og framleiðslu og eins af því, að árangur framkvæmda, sem hafa átt að bæta viðskiptajöfnuð og fjármagnaðar hafa verið með erlendum lánum, skilar sér misjafnlega fljótt og vel. En jafnvel þótt litið sé til þessara atriða virðist um verulega aukningu erlendar skuldabyrði að ræða á síðustu árum. f þjóðhagsspá er nú, sem fyrr segir, gert ráð fyrir, að vöruútflutningur aukist um 13—15% að raungildi. Vöruinnflutningur er hins vegar talinn dragast saman um 6% vegna rýrnandi kaupmáttar og samdráttar í innlendri eftirspurn. í þeirri spá felst, að hinn svonefndi sérstaki vöruinnflutningur (skip, flugvélar og innflutningur til virkjana og stóriðju) verði álíka mikill að vöxtum og í fyrra en almennur vöruinnflutningur 7% minni en í fyrra.1 2 Þjónustutekjur eru taldar verða ívið minni en í fyrra en útgjöld hins vegar nokkru meiri, einkum vegna aukningar erlendra skulda að undanförnu og greiðslu vaxta af þeim. Viðskiptajöfnuðurinn, reiknaður á föstu verðlagi, yrði þannig óhagstæður um 10—11% af útflutningstekjum eða5—6% af þjóðarfram- leiðslu, og er það svipuð niðurstaða og í þjóðhagsáætlun frá í október. Ef batnandi viðskiptakjör eru tekin með í reikninginn, virðist viðskiptahallinn 1983 munu nema 7—8% af útflutningstekjum eða um 4% af þjóðarframleiðslu. 1 Hér cr rciknað mcð, að svoncfndir LIBOR-vextir, sem mcstu ráða um vcxti af erlcndum lánum með brcytilcgum vaxtakjörum, vcrði 10%, eins og þcir cru um þessar mundir, en þcir voru um 14% að meðaltali á síðastliðnu ári. 2 Bráðabirgðatölur fyrstu tvcggja mánaða ársins 1983 bcnda til þcss, að almcnnur vöruinnflutningur hafi vcrið 20% minni cn á sama tíma 1982. Vísbendingar fyrir mars gcfa hins vegar til kynna minni samdrátt í þcim mánuði.

x

Ágrip úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ágrip úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.