Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Síða 6

Ágrip úr þjóðarbúskapnum - 01.04.1983, Síða 6
kaupgetu. Að meðaltali hafa um 1800 manns verið skráðir atvinnulausir fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við um 600 að meðaltali á sama tíma árin 1979— 1981. Kaupmáttur ráðstöfunartekna er talinn hafa rýrnað um 1% á mann á árinu 1982. Kaupmáttur breyttist þó með ólíkum hætti eftir starfsstéttum og byggðar- lögum. Tekjur sjómanna og þeirra, sem eiga afkomu sína undir sjávarafla, hafa án efa dregist saman að raungildi. Aftur á móti hafa tekjur ýmissa annarra stétta aukist nokkuð. Með efnahagsráðstöfunum í lok síðastliðins árs var dregið úr verðbótahækkun launa og kaupmáttur dróst saman af þessum sökum um nálægt 6%. Vegna vaxandi verðbólgu rýrnar kaupmáttur nokkru meir og minni atvinna gengur í sömu átt. Sé ekki reiknað með áhrifum frekari efnahagsaðgerða á árinu 1983 má ætla, að kaupmáttur tekna rýrni að meðaltali frá fyrra ári um 8—9% á mann. Þessi spá er sett fram með þeim fyrirvara, að ekki verði atvinnubrestur. I þessu sambandi má benda á, að kaupmáttur ráðstöfunartekna í hlutfalli við þjóðar- tekjur var með mesta móti á árunum 1981 og 1982, og verulegur viðskiptahalli var bæði árin. Verðbólga fór vaxandi á árinu 1982. Frá upphafi til loka ársins hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 59% en vísitala byggingarkostnaðar um 64%. Verð- bólgan hefur enn færst í aukana á þessu ári. Hækkun vísitölu framfærslukostn- aðar frá febrúar 1982 til jafnlengdar í ár nam 68% og byggingarvísitala hækkaði um 75% frá mars 1982 til jafnlengdar á þessu ári. Allt bendir til þess, að framfærsluvísitalan, sem mæld verður í maí, verði um 20% hærri en í febrúar og hækkunin frá maí í fyrra yrði þar með meiri en 80%. Samkvæmt þessu yrði verðlag í maímánuði 1983 um 65% hærra en meðalverðlag ársins 1982. Hluti af þessari gríðarmiklu hækkun vísitölunnar stafar af hinum sérstaka útreikningi húsnæðisliðar vísitölunnar í maí, en hann hækkar óvenju mikið að þessu sinni. Engu að síður er ljóst, að verðbólguhraðinn, sem undir býr, er meiri en áður var talið og verðlagshorfur fyrir næstu mánuði mjög alvarlegar. Árshækkun verðlags virðist munu verða meiri á árinu 1983 en nokkurt ár frá því verðvísitölureikningur hófst hér á landi árið 1914. Jafnvel þótt gripið verði til viðnámsaðgerða síðar á árinu virðist óumflýjanlegt, að meðalhækkun verðlags milli 1982 og 1983 verði nálægt 80%. Verðbólgan stefnir nú á hærra stig en hér hefur áður þekkst, en með því er atvinnuöryggi og afkomu fólks og fyrirtækja og þjóðarbúsins alls teflt í tvísýnu. 6

x

Ágrip úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ágrip úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.