Alþýðublaðið - 24.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.12.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið númer alt að 800, en B-miðatöð gegnir númerum þar ofan við. Lestrarstoí'a háskólastúdenta. Fyrir ötula framgöngu nokkurra stúdenta mun verða tilbúin lestrar- stofa handa háskólastúdentum nú milli jóla og nýárs. Er það gleði- legur vottur um vaknandi skiln- ing á þörfum stúdenta, að þetta bráðnauðsynlega mál hefir komist í framkvæmd. En hvenær fá aðrir skólar lestrarstofur handa sínum nemendum? Hvenær verður lestr- arstofa íþöku svo vistleg að hún sé boðleg mönnum með sæmileg- an fegurðarsmekk ? Þ. Samskotnnum til ekkjunnar er nú lokið, og heflr safnast. Áður getið um 58 kr., N. N. 10 kr., G. 1 kr., G. 5. 10 kr., N. 1 kr., og G. 10 kr. Alls 90 kr. Hefir Alþbl. komið þessu til skila og bað ekkjan það að flytja gefend- um kæra þökk sína. : Litla Búðin heflr flutt búferl- um nú fyrir jólin í nýgerðan bú- stað, snotran mjög, við hliðina á pósthúsinu í Austurstræti. Alþýðnblaðið kemur næst út á laugardaginn. Ýmist í öbla eða eyra. Sú var tíðin, að ísland átti ekkert skjaldarmerki, en nú er svo kom- ið, að tvö merki eru notuð, ann- að lögboðið, en hitt úrelt og ólög- legt, og er það merkið notað meira, eða því nær eingöngu. Ekki er nú von að löghlýðní íslendinga sé á háu stigi, þegar æðstu lög- verndararnir brjóta settar reglur og lög með köldu blóði. i. Eimreiðin 4. hefti þ. ár er ný- útkomið og hefir inni að halda: Ritgerð um Radium eftir Gunn- laug Claesen; Kitlur, verðlanna- sögu; Ýmislegt smávegis viðvíkj- andi Kötlugosinu 1918 með mynd- um eftir Sam. Eggertsson; Kom vorblær, kvæði eftir I*. Þ. Þorsteins- son; Bismarck fursti, þýddur kafli úr Yerdenskrigen og det store Tidsskifte. Embættisveitingar; Ein- ar Jónsson og Þorfinnur karlsefni, meg myndum; Töfratrú og galdra- ofsóknir eftir Magnús Jónsson; íramhald sögunnar Freskó; Ritsjá og að síðustu Verðíallið mikla eftir útgefandann, er það að nokkru eru þektar og reyktar um víða veröld, og hljóta alstaðar einróma lof., Verksmiðjan er stofnsett árið 1872 og hefir umboðsmenn í öllum stærri borgum heimsins: Hún er meðal annars birgðasali (Leverandör) til Hákonar Noregskonungs — Tnniska og Japanska Monopolsins — ýmsra þektra félaga víðsvegar um heim, og fyrir stríðið. einnig birgðasali til Yilhjálms Þýzkalanðskeisara. Þessar cigarettur mega því með réttu kallast heimsfrægar. Af þeim eru nú fyrirliggjandi hér á staðnum: PKINCE OF WALES UPPEB TEN HUNGARIA * MONPLAISER NO. 3 FAVORITE SULTANA DUBEC MONDIALE hjá einkaumboðsmanni verksmiðjunnar hér á landi cÆ. <§. JBeví, tJlííar jóíavörur fáið þér beztar og ódýrastar í Æaupfdlagi verfiamanna, Laugaveg 22 A. Sími 728.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.