Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.2000, Blaðsíða 12

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.2000, Blaðsíða 12
10 Sveitarsjóðareikningar 1999 Eftir það hefur hlutfallið lækkað verulega og nam 22-23% árin 1997 og 1998. Það var tæplega 22% árið 1999. Neikvæð afkoma sveitarfélaga á síðustu árum hefur valdið þ ví að þau hafa í auknum mæli þurft að taka lán til framkvæmda og rekstrar. Áður voru framkvæmdir sveitarfélaga að stærstum hlutafjármagnaðaraf samtímatekjum þeirrafremuren lánsfé. Mikil umskipti í afkomu sveitarfélaga á síðustu árum hafa orðið til þess að mörg stærri sveitarfélög hafa sótt inn á útboðsmarkað með skuldabréf til þess að fjármagna framkvæmdir. Lántökur sveitarfélaga umfram afborganir námu 3,3 milljörðum króna á árinu 1999 samanborið við 5,6 milljarða króna árið 1998 og 3,8 milljarða króna árið 1997. Að gefnu tilefni skal tekið fram að í allflestum tilvikum eru fyrirtæki sveitarfélaga, þ.e. hitaveitur, rafveitur og hafnar- sjóðir, ekki talin sem hluti af eiginlegum rekstri sveitar- félaganna. Þetta skýrir meðal annars hvers vegna lántökur og lánveitingar sveitarfélaga eru þó ekki meiri en að framan greinir. Tekjur sveitarfélaga Fram hefur komið að heildartekjur s veitarfélaga námu 11,4% af landsframleiðslu á árinu 1999. Við samanburð áfjárhæðum frá einu ári til annars verður að taka tillit til almennra verðlagsbreytinga. V ísitala neysluverðs hækkaði að meðaltali um 3,4% frá árinu 1998 til ársins 1999. Tekjur sveitarfélaga jukust um 7,5 milljarða króna að nafnvirði á árinu 1999 en það svarar til um 8,2% aukningar að raungildi frá árinu á undan miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam hagvöxturinn 4,4% á árinu 1999. Með lögum nr. 66/1995 um grunnskóla var starfsemi þeirra og rekstur flutt frá ríki til sveitarfélaga frá 1. ágúst 1996.1 tengslum við þann tilflutning var lögum um tekjustofna sveitarfélaga breytt í því skyni að afla þeim tekna til að mæta kostnaði af rekstri grunnskólans, lög nr. 79/1996 og lög nr. 122/1996. Vegið meðaltal af útsvari sveitarfélaga í stað- greiðslu hækkaði úr 8,79% árið 1996 í 11,57% árið 1997 og 11,61% árið 1998. Á árinu 1999 hækkaði hlutfallið enn frekar og nam það 11,93%. Tekjur sveitarfélaga hafa aukist töluvert á undanfömum árum, einkum eftir mikinn hagvöxt frá 1996 og með auknum tekjustofnum samhliða tilflutningi á verkefnum frá ríki til sveitarfélaga. Á árinu 1996 jukust tekjumar um 14% að raungildi frá árinu á undan. Skýrist það meðal annars af 5,2% hagvexti á mælikvarða landframleiðslunnar það ár og af greiðslum ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna yfirtöku þeirra á rekstri grunnskóla frá l.ágúst 1996. Árið 1997jukusttekjur sveitarfélaga um 13% að raungildi, bæði vegna 4,8% hagvaxtar og gildistöku laga í byrjun þess árs um hækkun á útsvari til að mæta útgjöldum sveitarfélaga af rekstri grunnskólans. Árið 1998 jukust tekjur sveitarfélaga um 10,8% að raungildi frá árinu á undan, hagvöxturinn á árinu nam 4,5%. Skatttekjur voru sem fyrr meginuppistaðan í tekjum sveitarfélaganna eða um tveir þriðju hlutar þeirra. Er það nokkxu lægra hlutfall en hjá ríkissjóði. Beinir skattar vega mun þyngra í tekjum sveitarfélaga en ríkissjóðs. Fram til ársins 1994 námu beinir skattar sveitarfélaga um 60% af skatttekjum þeirra, en síðustu ár hefur þetta hlutfall verið um 75%. Hækkunin skýrist af niðurfellingu aðstöðugjalds sveitarfélaga í ársbyrjun 1994 en það flokkaðist meðal óbeinna skatta. Á móti hækkaði útsvar sveitarfélaga í staðgreiðslu. Árin 1997, 1998 og 1999 hefur hlutfall beinna skatta numið tæpum 79% af skatttekjum sveitarfélaganna og skýrist hækkunin af breytingu úts varsins til að mæta útgj öldum sveitarfélaganna af rekstri grunnskólans. Tekjur sveitarfélaga einskorðast ekki við skatttekjur heldur hafa þau einnig tekjur af veittri þjónustu. Ennfremur fá þau framlög frá öðrum til rekstrar og fjárfestingar, einkum frá ríkissjóði vegna hlut- deildar í kostnaði af sameiginlegri starfsemi. Tekjur sveitar- félaganna og skipting þeirra er sýnd í 4. yfirliti. Hlutfallsleg samsetning tekna sveitarfélaga á árinu 1999 var nánast óbreytt frá árinu á undan. Tekjurnar skiptust 4. yfirlit. Tekjur sveitarfélaga 1998-1999 Summary 4. Local government revenue 1998-1999 Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfallstölur Million ISK at current prices Breakdown % 1998 1999 1998 1999 Heildartekjur 63.543 71.075 100,0 100,0 Total revenue Skatttekjur 43.655 49.154 68,7 69,2 Tax revenue Beinir skattar 34.435 38.778 54,2 54,6 Direct taxes Utsvör 34.435 38.778 54,2 54,6 Municipal income tax Obeinir skattar 9.220 10.376 14,5 14,6 Indirect taxes Fasteignagjöld 6.150 6.513 9,7 9,2 Real estate tax Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 2.832 3.756 4,5 5,3 Municipal Equalization Fund Aðrir óbeinir skattar 239 106 0,4 0,1 Other Þjónustutekjur 14.006 15.252 22,0 21,5 Service revenue Vaxtatekjur 626 891 1,0 1,3 Interest Tekjur til fjárfestingar 5.256 5.777 8,3 8,1 Capital transfers received
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.