Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.2000, Qupperneq 15
Sveitarsjóðareikningar 1999
13
þátttöku hans í stofn- eðarekstrarkostnaði tiltekinna verkefna.
Breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga frá ársbyrjun
1990 einfaldaði öll fjárhagsleg samskipti þessara aðila og
dró verulega úr sameiginlegri fjármögnun verkefna. Verg
gjöld sveitarfélaga vegna hinna ýmsu málaflokka árin 1998
og 1999 eru sýnd í 6. yfírliti.
Fjárfrekustu málaflokkar sveitarfélaga á árinu 1999 voru
sem fyrr félagsþjónusta, gatnagerð, fræðslum£, íþróttir og
útvist. Alls runnu 72,4% af heildargjöldum sveitarfélaganna
til þessara viðfangsefna á árinu 1999 samanborið við 72,0%
árið 1998. Undanfarin ár hafa þessi útgjöld numið tveimur
þriðju hlutum af útgjöldum sveitarfélaganna. Hækkun
hlutfallsins síðustu ár skýrist einkum af flutningi grunnskólans
frá ríki til sveitarfélaga á árinu 1996 en með því jukust
framlög þeirra til fræðslumála verulega. Af einstökum mála-
flokkum vógu félagsþjónusta og fræðslumál langþyngst í
útgjöldum sveitarfélaga á árinu 1999 eða sem nam röskum
helmingi. 7. yfirlit sýnir skiptingu þessara gjalda árin 1998
og 1999.
Með yfirtöku sveitarfélaga á rekstri grunnskólans á árinu
1996 urðu fræðslumál fjárfrekasti málaflokkur sveitar-
félaganna. Hlutdeild fræðslumála í gjöldum sveitarfélaga
hækkaðiúr22,6%árið 1996128,5% árið 1997 og30,2%árið
1998. Gjöld sveitarfélaga vegna fræðslumála námu 22,5
milljörðum króna á árinu 1999 eða um 30,4% af heildar-
gjöldum, og jukust að raungildi um 6% frá fyrra ári. Stærstur
hluti af gjöldum sveitarfélaga til fræðslumála er vegna
grunnskólans og námu þau 19,3 milljörðum króna á árinu
1999 samanborið við 17,5 milljarða króna árið 1998. Það
svarar til 10,0% aukningar að nafnvirði eða um 6,4% að
raungildi. Utgjöld vegna grunnskóla á árinu 1999 skiptust
þannig að rekstrargjöld námu 15,2 milljörðum króna og
fjárfesting 4,1 milljarði króna. Þjónustutekjur til grunnskóla
námu 1,9 milljörðum króna á árinu 1999, þar af voru 1,4
milljarðar króna til rekstrar og 0,5 milljarðar til fjárfestingar.
Gjöld sveitarfélaga vegna félagsþjónustu námu alls 15,0
milljörðum króna á árinu 1999 og jukust að raungildi um
6,2% frá árinu á undan. Vægi þessa málaflokks var 20,3% af
heildargjöldum sveitarsjóða á árinu 1999 og er það svipað
hlutfall og árið á undan. Af einstökum liðum vógu framlög
til dagvistar barna þyngst (6,9 milljarðar króna) og framlög
til félagshjálpar (4,2 milljarðar króna).
7. yfirlit. Framlög sveitarfélaga til félagsþjónustu og fræðslumála 1998-1999
Summary 7. Local govemment expenditure on social services and education 1998-1999
Milljónir króna á verðlagi hvers árs Hlutfall af heildarútgjöldum %
Million ISK at current prices Percent oftotal outlays
1998 1999 1998 1999
Félagsþjónusta Social services
Gjöld umfram Outlays in excess of service
þjónustutekjur 9.842 10.442 14,5 14,1 revenue
Verg rekstrargjöld 12.176 13.643 17,9 18,4 Gross opreational outlays
Verg fjárfesting 1.476 1.354 2,2 1,8 Gross capital investment
Þjónustutekjur -3.809 -4.554 -5,6 -6,2 Service revenue
Gjöld samtals 13.651 14.996 20,1 20,3 Total expenditure
Sameiginlegur kostnaður 1.110 1.227 1,6 1,7 Administration
Félagshjálp 3.721 4.189 5,5 5,7 Social assistance
Dagvist bama 6.254 6.913 9,2 9,3 Children 's daycare
Dvalarheimili og íbúðir aldraðra 1.829 1.803 2,7 2,4 Retirement homes
Annað 737 863 1,1 1,2 Other
Fræðslumál Eduation
Gjöld umfram Outlays in excess of service
þjónustutekjur 18.255 20.144 26,8 27,2 revenue
Verg rekstrargjöld 16.258 18.141 23,9 24,5 Gross opreational outlays
Verg fjárfesting 4.285 4.374 6,3 5,9 Gross capital investment
Þjónustutekjur -2.288 -2.372 -3,4 -3,2 Service revenue
Gjöld samtals 20.543 22.515 30,2 30,4 Total expenditure
Yfirstjórn 724 843 1,1 1,1 Administration
Grunnskólar 17.511 19.264 25,7 26,0 Compulsory schools
Tónlistarskólar 1.379 1.426 2,0 1,9 Music schools
Skólaakstur 355,459 459 0,5 0,6 School buses
Annað 574 524 0,8 0,7 Other