Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 15.01.1997, Blaðsíða 17
Utanríkisverslun 1995, Vöruflokkar og viðskiptalönd
15
6. yfirlit. Útflutningur eftir vörubálkum (SITC) 1994 og 1995
Fob-verð á gengi hvors árs 1994 1995 Breyting
Millj. kr. % Millj. kr. % frá fyrra ári, %
0 Matur og lifandi dýr 86.132 76,5 85.414 73,2 -0,8
T Drykkjarvörur og tóbak 525 0,5 224 0,2 -57,3
2 Hráefni, óneysluhæft 2.122 1,9 2.364 2,0 11,4
3 Eldsneyti og skyld efni 84 0,1 56 0,0 -33,7
4 Dýra- og jurtafita, olíur 2.210 2,0 2.430 2,1 10,0
5 Grunnefni til efnaiðnaðar 129 0.1 784 0,7 505,9
6 Framleiðsluvörur 15.393 13,7 17.968 15,4 16,7
7 Vélar og samgöngutæki 4.622 4,1 5.977 5,1 29,3
8 Ymsar unnar vörur 1.163 1,0 1.078 0,9 -7,3
9 Aðrar vörur, ót.a. 275 0,2 313 0,3 13,6
Samtals 112.654 100,0 116.607 100,0 3,5
í 7. yfirliti er birtur innflutningur eftir vörubálkum (SITC)
1994 og 1995. Á yfirlitinu sést að heildarinnflutningur á
gengi hvors árs jókst um 10,8% eða um 11,1 milljarð frá
1994 til 1995. Stærstu liðir innflutningsins eru vélar og
samgöngutæki með 32% hlutdeild og ýmsar unnar vörur,
þar sem ýmsar iðnaðarvörur og fatnaður vega þyngst, með
17% hlutdeild. Nánari sundurliðun á innflutningi samkvæmt
SITC-flokkun er birt í töflu 3. Af einstökum vöruflokkum
jókst inn-flutningur á óneysluhæfu hráefni mest í prósentum
talið vegna aukins innflutnings á súráli. í krónum talið jókst
mest innflutningur á vélum og samgöngutækjum, aðallega
vegna aukins bílainnflutnings, en einnig jókst innflutningur
á vélum til sérstakra atvinnugreina, á vélbúnaði til atvinnu-
rekstrar og á rafmagnsbúnaði- og tækjum. Einnig jókst, í
krónum talið, innflutningur á framleiðsluvörum, á óneyslu-
hæfi hráefni, eins og áður er komið fram, á matvöru (aðallega
vegna aukins innflutnings á fisk og unnu fiskmeti), ýmsum
unnum vörum og á grunnefnum til efnaiðnaðar.
7. yfirlit. Innflutningur eftir vörubálkum (SITC) 1994 og 1995
Cif-verð á gengi hvors árs 1994 1995 Breyting
Millj. kr. % Millj. kr. % frá fyrra ári, %
0 Matur og lifandi dýr 9.589 9,4 10.916 9,6 13,8
1 Drykkjarvörur og tóbak 1.902 1,9 2.067 1,8 8,7
2 Hráefni, óneysluhæft 4.628 4,5 6.054 5,3 30,8
3 Eldsneyti og skyld efni 8.491 8,3 8.207 7,2 -3,3
4 Dýra- og jurtafita, olíur 336 0,3 352 0,3 5,0
5 Grunnefni til efnaiðnaðar 9.396 9,2 10.562 9,3 12,4
6 Framleiðsluvörur 17.516 17,1 19.281 17,0 10.1
7 Vélar og samgöngutæki 32.347 31,5 36.775 32,4 13,7
8 Ymsar unnar vörur 17.936 17,5 19.154 16,9 6,8
9 Aðrar vörur, ót.a. 401 0,4 244 0,2 -39,2
Samtals 102.541 100,0 113.614 100,0 10,8
í 8. yfirliti er útflutningur birtur eftir öðru flokkunarkerfi,
áðurnefndri Hagstofuflokkun. Þar má sjá að sjávarafurðir
voru 1995 72% af heildarútflutningi samanborið við 75%
árið 1994. Þetta hlutfall var 79% árið 1993. Iðnaðarvörur
námu 21% af heildarútflutningi 1995 og aðrar vörur 5%. Á
mynd 2 má sjá myndræna framsetningu á skiptingu út-
flutnings eftir Hagstofuflokkun 1995. Nánari sundurliðun á
útflutningi samkvæmt Hagstofuflokkun er birt í töflu 2 og
þar kemur meðal annars fram að stærstu liðir útfluttra sjávar-
afurða (83,9 milljarðar) voru fryst rækja, 15,4 milljarðar,
fryst þorskflök, 11,8 milljarðar, og blautverkaður saltfiskur,
9,3 milljarðar. Útflutningur sjávarafurða dróst sarnan, einna
helst vegna minni útflutnings á frystum þorskflökum, nýjum
heilum fiski, heilfrystum karfa, frystum humri og frystum
ýsu- og ufsaflökum. Á hinn bóginn jókst útflutningur á frystri
rækju og heilfrystum flatfisk mikið. Verðmæti útfluttrar
iðnaðarvöru nam 25 milljörðum árið 1995, mesta hlutdeild
þar eiga ál, 12,3 milljarðar, og kísiljárn, 3,2 milljarðar.