Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 15.01.1997, Blaðsíða 25
Utanríkisverslun 1995, Vöruflokkar og viðskiptalönd
23
16. yfírlit. Innflutningur eftir helstu viðskiptalöndum 1993-1995
Cif-verð á 1993 1994 1995 Breyting ’94-’95, %
gengi hvers árs Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð Millj. kr. Röð % af heild
Þýskaland 10.881 2 11.509 2 12.974 1 11,4 12,7
Noregur 11.299 1 14.672 1 11.565 2 10,2 -21,2
Bretland 8.187 5 10.122 3 10.949 3 9,6 8,2
Danmörk 8.564 3 9.233 4 10.693 4 9,4 15,8
Bandaríkin 8.511 4 9.133 5 9.543 5 8,4 4,5
Samtals 91.307 102.541 113.614 100,0 10,8
16. yfirlit sýnir að innflutningur frá þeim fimm löndum
sem mest er flutt inn frá nam alls 49% af heildarinnflutningi
árið 1995 samanborið við 53% 1994. Þýskaland var á árinu
1995 helsta viðskiptalandið þegar um er að ræða innflutning
til Islands og velti þar með Noregi úr sessi sem skipaði þetta
sæti næstu þrjú árin þar á undan. Arið 1995 voru fluttar inn
vörur frá Þýskalandi fyrir 13,0 milljarða, 11% af heildarinn-
flutningi, og jókst innflutningur þaðan að verðmæti um
12,7% milli ára. Sundurliðun á innflutningi frá Þýskalandi
er birt í töflu 20. Þar sést að mestur hluti þessa innflutnings
voru framleiðsluvörur, grunnefni til efnaiðnaðar, bílar og
önnur flutningatæki á vegum og ýmiss rafmagnsbúnaður og
-tæki. Helsta ástæða aukins innflutnings frá Þýskalandi var
innflutningur bfla.
í 16. yfirliti sést að Noregur var annað stærsta viðskipta-
landið í innflutningi 1995 og nam verðmæti innflutnings þaðan
11,6 milljörðum eða 10% af heildarinnflutningi. Inn-flutningur
frá Noregi dróst saman um 21% frá 1994. Tafla 20 sýnir að
mestur hluti innflutningsins var olía. Helsta ástæða minni
innflutnings frá Noregi var minni skipainnflutningur en árið
1994 en einnig dróst olíuinnflutningur saman.
Bretland er í þriðja sæti innflutningslanda með innflutning
að verðmæti 10,9 milljarða, nær 10% af heildarinnflutningi,
og jókst innflutningur frá Bretlandi um 8% frá fyrra ári á
gengi hvors árs. Samkvæmt töflu 20 var mestur hluti þessa
innflutnings vélar og samgöngutæki, ýmsar unnar vörur,
framleiðsluvörur og grunnefni til efnaiðnaðar.
í fjórða sæti innflutningslanda 1995 var Danmörk. Inn-
flutningsverðmætið nam 10,7 milljörðum eða 9% af heildar-
innflutningi. Mestur hluti innflutnings frá Danmörku 1995 voru
vélar og samgöngutæki, ýmsar unnar vörur og framleiðslu-
vörur.
Að lokum má sjá í 16. yfirliti að Bandaríkin voru í fimmta
sæti innflutningslanda 1995. Þaðan voru fluttar inn vörur
að verðmæti 9,5 milljarðar 1995, 8% af heildarinnflutningi.
Stærstu liðir þessa innflutnings voru ýmsar unnar vörur,
matvæli svo og skrifstofuvélar og tölvur.
Myndir 7 og 8 sýna útflutning og innflutning eftir helstu
viðskiptalöndum árið 1995 og vöruskiptajöfnuð helstu
viðskiptalanda árið 1995. Þar sést að umtalsverður afgangur
var á viðskipum við Bretland og Japan en mikill halli á
viðskiptum við Noreg.