Útvegur - 01.09.2002, Page 20
18
Aðferðir og hugtök
efnistökum 7. kafla má einnig nefna að magn og virði
sjávarafurða í loftþéttum umbúðum er birt eftir löndum
fyrir árin 2000 og 2001 sem og samsvarandi upplýsingar
fyrir afurðir úr fiskeldi. Þessar töflur (7.6 og 7.7) eru birtar
á geisladiski. Upplýsingar um afla erlendra skipa sem
landað var til vinnslu hérlendis eru birtar í töflum 8.1 - 8.7.
Aftur á móti eru afurðir úr þessu innflutta hráefni taldar með
í töflum um útflutning sjávarafurða í 7. kafla.
í kafla 9 er greint frá afla erlendra ríkja við Island og
heimsafla. Hér að framan er greint frá þeirri veiðisvæða-
flokkun sem gengið er út frá í þessum kafla. Þess ber þó að
geta að töflur 9.1 og 9.2 eru birtar óbreyttar frá Utvegi 2000
þar sem Alþjóða hafrannsóknarráðinu (ICES) , sem safnar
m.a. upplýsingum um afla erlendra ríkja við Island, hafði
ekki ekki borist upplýsingar um veiði allra þeirra þjóða sem
stunduðu veiðar á svæði Va á árinu 2000.
Framsetning efnis er með sama sniði og í Utvegi 2000.
Allar samtölur eru feitletraðar fremst og efst á síðum. Þetta
verður til þess að fyrstu tölumar sem birtast eru samtalstölur
en þær eru síðan brotnar niður til hægri á síðunni og ofan frá
og niður úr. Ritið er samansett af 9 köflum sem allir
innhalda texta og töflur. Textinn er studdur myndum sem
auðvelda lesandanum að glöggva sig á þróun, t.d. í veiðum
ákveðinnar fisktegundar o.s.frv. yfir nokkurra ára tímabil.
I töflum er síðan nánari útlistun á efni kaflanna.
1.3 Geisladiskur
1.3 CD-ROM
Sem fyrr býðst notendum Utvegs að fá efni ritsins á geisla-
diski. Geisladiskur auðveldar alla vinnslu með gögn þar
sem töflumar eru á Excel-formi.
A geisladisknum eru allar sömu upplýsingar og í bókinni
auk mikils magns viðbótarupplýsinga.
í 5. kafla em auk þeirra taflna, sem em í bókinni, töflur
um afla og aflaverðmæti eftir tegund löndunar niður á
mánuði og tafla um meðalverð afla eftir tegund löndunar
niður á mánuði. Einnig em þar töflur um afla allra skipa,
vélskipa, togara, opinna fiskibáta og rannsóknarskipa eftir
veiðarfærum, tegundum og mánuðum. Loks er að finna
töflu um afla og aflaverðmæti einstakra skipa.
í 6. kafla eru töflur um ráðstöfun afla í vinnslu settar fram
eftir verkunarstöðum en í bókinni ná þessar upplýsingar
aðeins yfir verkunarsvæði. Ráðstöfun afla eftir heimahöfn
skips er einnig að finna á geisladisknum en í bókinni er
einvörðungu að finna upplýsingar eftir verkunarsvæðum.
Tegundaskipting afla eftir verkunarstöðum er ennfremur
eingöngu á geisladisknum.
í 7. kafla er að finna á diskinum töflu 7.5 sem ekki er í
bókinni en þar kemur fram magn og verðmæti útfluttra
sjávarafurða eftir afurðaflokkum og löndum. Ennfremur
em þar birtar tvær nýjar töflur eins og áður hefur komið
fram. tafla 7.6 yfir magn og virði útfluttra sjávarafurða í
loftþéttum umbúðum eftir löndum og tafla 7.7 yfir magn og
virðiútfluttrasjávarafurðaúreldi,eftirtegundumoglöndum.