Útvegur - 01.09.2002, Page 33
Fiskiskipastóllinn
31
4.4 Aldur fískiskipastólsins
4.4 The age of the fishing fleet
Meðalaldur íslenska fiskiskipastólsins var 19,2 ár í árslok
2001. Meðalaldur opinna fiskibáta var 19,1 ár, vélskipa
19,3 ár en meðalaldur togaraflotans var um 22,1 ár.
Meðalaldur þilfarsskipaflotans var 19,4 ár í árslok 2001,
litlu hærri en á árinu 2000. Meðalaldur þilfarsskipaflotans
var 19,3 ár árin 1999 og 2000 en hækkaði nokkuð stöðugt
milli áranna 1993-1997 og komst í 20 ár. Meðalsmíðaár
þilfarsskipaflotans í árslok 2001 var árið 1982, en miðtala
aldurs hans gefur smíðaárið 1985. Þróunin frá árinu 1991
sést vel á mynd 4.5
Þegar á heildina er litið hefur fiskiskipastóll Islendinga
stækkað nokkuð á árinu 2001. Vélskipum fjölgaði umtalsvert
en fjöldi opinna fiskibáta dróst hins vegar saman. Stærð
fiskiskipstólsins í jókst einnig í brúttótonnum talið en
meðalaldur flotans er sá nánast sami og undanfarin ár.
4.5 Opnir fískibátar, vélskip og togarar sem lögðu
upp afla á árinu 2001
4.5 Undecked vessels, decked vessels and trawlers that
landed catch in 2001
A árinu 2001 lögðu alls 1.545 fiskiskip upp afla á Islandi en
þar að auki lögðu þrjú rannsóknarskip og tveir skemmtibátar
upp lítið magn afla. Þetta þýðir að um 77% allra fiskiskipa
hafi landað afla á árinu og er þetta sama hlutfall og á árinu
2000. Af þessum 1.545 skipum voru vélskipin flest eða781,
opnir fiskibátar voru 688 en togaramir 76 talsins.
Af heildarfjölda opinna fiskibáta skráðum á Islandi þá
lögðu 65% þeirra upp afla á árinu, 89% vélskipanna og 95%
togaranna. Rétt er að geta þess að skip sem afskráð voru
fyrir áramót en lögðu upp afla á árinu eru skráð í töflu 4.4.
Mynd 4.5 Þilfarsskipaflotinn í árslok 1992-2001. Miðtala aldurs og meðalaldur
Figure 4.5 Decked vessels and trawiers at end ofyear 1992-2001. Median age and average age