Útvegur - 01.09.2002, Page 45
Afli og aflaverðmæti
43
Þegar tegundaskipting er athuguð með hliðsjón af
aflaverðmæti fæst nokkuð önnur mynd en þegar magnið eitt
er skoðað. Uppsjávarfiskur, sem var þrír fjórðu heildarafla
ársins 2001, skilar ekki nema rétt tæplega 17% af heildar-
verðmæti aflans. Botnfiskaflinn skilar hins vegar tæpum
70% verðmætanna en einungis um fimmtungi af magninu
og flatfiskaflinn skilar tæplega 8% í krónum talið en aðeins
1,6% í kílóum upp úr sjó. Svipaða sögu er að segja af
skelfisk- og krabbadýraaflanum en verðmæti hans var rétt
rúm 6% af heildaraflaverðmætinu árið 2001 en hlutfall hans
í heildaraflamagninu nemur rúmum 2%.
Þorskur er verðmætasta einstaka fisktegundin og nam
verðmæti hans 30 milljörðum króna árið 2001 sem eru um
42% af verðmæti alls afla íslenskra fiskiskipa. Næst verð-
mætasta fisktegundin er karfi (að meðtöldum úthafskarfa)
með 8 milljarða króna (11,2%), þá næst ýsa með 6,1
milljarð, (8,7%). Loðna skilaði 5 milljörðum (7,1%) og sfld
3,8 milljörðum (5,3%).
Heildaraflaverðmæti til útgerðarinnar nam 70,9
milljörðum króna árið 2001 sem er 10,5 milljörðum meira
en árið 2000 og er þetta aukning um ríflega 17% á meðan að
aflinn eykst aðeins um 6.400 tonn eða 0,3%.
Mynd 5.4 Verðmæti heildarafla eftir helstu aflategundum 1998-2001. Afli af öllum miðum
Figure 5.4 Value of catch bv main categories of fish 1998-2001. Catch from allfishinggrounds
Skel- og
krabbadýraafli
Shellfish
Uppsjávarafli
Pelagic catch
j Flatfiskafli
Flatfish catch
Botnfiskafli
Demersal
catch
Mynd 5.5 Verðmæti heildarafla íslenskra fískiskipa eftir flsktegundum 1998-2001. Afli af öllum miðum
Figure 5.5 Value of total catch by species 1998—2001. Catch from all fishing grounds
Þorskur Ýsa Ufsi
Cod Haddock Saithe
Karfi og Grálúða Loðna
úthafskarfi Greenland Capelin
Redfish and halibut
Oceanic
redfish
Síld og norsk- Rækja Annað
íslensk síld Shrimp Other
Herring and species
A tlantic-Scandian
herring