Útvegur - 01.09.2002, Page 121
Ráðstöfun afla
119
rækju verið nærri 3% af allri sjófystingu. Með tilkomu
fullkominna fullvinnsluskipa í fiskveiðiflotann hafa útgerðir
í vaxandi mæli beint sjónum sínum að frystingu uppsjávar-
tegunda, einkum sfldar. A árinu 2001 voru þannig fryst
rúmlega 25 þús. tonn af sfld um borð í skipum og lætur það
nærri að vera um 15% af allri sjófrystingu. Sjófrystur afli
var 169.697 tonn á árinu 2001 sem er tæplega 1.800 tonna
aukning frá fyrra ári. Sjófrystur botnfiskafli dregst saman
um tæp 25 þús. tonn, sjófrystur flatfiskafli eykst um rúm
1.400 tonn en sjófrystur uppsjávarafli eykst um tæp 25 þús.
tonn á milli ára, aukningin nær einvörðungu sfld eins og
áður sagði.
Eftir að útflutningur fisks í gámum náði hámarki árið
1990, þegar hann varð ríflega 90 þús. tonn, hefur dregið
mikið úr gámaútflutningi, m.a. með tilkomu innlendra fisk-
markaða og kvótaálags á útfluttan ferskfisk. Alls voru rúm
33 þús. tonn flutt út í gámum á árinu 2001. Mynd 6.2 sýnir
að svo virðist sem gámaútflutningurleitijafnvægis í kringum
30 þús. tonna markið frá árinu 1995 eftir ákveðinn tröppu-
gang niður árin þar á undan.
6.1 Porskur
6.1 Cod
Þorskafli við Island jókst um 17 þús. tonn milli áranna 1998
og 1999 en minnkaði um 25 þús. tonn milli áranna 1999 og
2000. Á milli áranna 2000 og 2001 stendur þorskafli nánast
í stað, aflinn 234 þús. tonn á árinu 2001. Mynd 6.3 sýnir að
meira magni af þorski er ráðstafað í söltun, landfrystingu og
gámaútflutning frá árinu 2000. Þessi aukning er á kostnað
sjófrystingar. Söltun er umfangsmest og voru yfir 102 þús.
tonn af þorski verkuð á þennan hátt og er aukningn frá fyrra
áriréttrúm 3.500tonn. Einnig má sjáaðhægt vaxandi magn
hefur á síðustu 4 árum farið á erlenda ferskfiskmarkaði.
Á mynd 6.4, sem sýnir landshlutaskiptingu þorskafla,
sést að á árinu 2001 nam hlutfall Suðumesja í þorskvinnslu
22,2% sem er 0,6 prósentustiga lækkun frá fyrra ári. Á
Norðurlandi eystra voru unnin 17% sem einnig er 0,6
prósentustiga lækkun. Hlutdeild Norðurlands vestra lækkar
einnig en aðrir landshlutar bæta sinn hlut á milli ára.
Vestfirðir og Suðurland hafa því aukið sinn hlut á hverju ári
s.l. fjögur ár. Á árinu 2001 vom 3,5% af þorskafla Islendinga
unnin erlendis.
Mynd 6.3 Ráðstöfun þorskafla 1998-2001
Figure 6.3 Processing of cod 1998-2001
□ 1998
■ 1999
□ 2000
■ 2001