Útvegur - 01.09.2002, Síða 192
190
Útflutningur sjávarafurða
Botnfisktegundir standa fyrir stærstum hluta útflutnings-
verðmætis sjávarafurða. A árinu 2001 nam verðmæti þeirra
rúmum 77 milljörðum kr. en þar af er verðmæti þorskafurða
51,2 milljarðar kr. Heildarverðmæti botnfisktegunda í
útflutningi ársins 2000 nam tæplega 62,3 milljörðum kr. og
þar af var þorskur tæpir 40,6 milljarðar kr.
Verðmæti flatfisktegunda var tæplega 6,9 milljarðar kr.
á árinu 2001 en 5,5 milljarðar kr. á árinu 2000. Grálúða er
verðmætasta tegundin en fyrir afurðir hennar fengust rúmir
3,6 milljarðar kr.
Tegundir uppsjávarfiska eru fyrirferðamiklar í útfluttu
magni en þessar tegundir eru ekki jafn fyrirferðamiklar í
virði útflutningsafurða. Þó var virði þeirra á árinu 2001
rúmir 21,1 milljarðar kr. eða rúm 17% af heildarvirði út-
fluttra sjávarafurða. Mikið stökk varð í útflutningsverðmæti
uppsjávartegunda frá árinu 2000 þegar það nam 13
milljörðum kr. Af einstökum tegundum má nefna að verð-
mæti loðnuafurða nam 15,4 milljörðum kr á árinu 2001.
Af skel- og krabbadýrum voru fluttar út afurðir fyrir tæpa
15,4 milljarða og var rækja stærsta einstaka tegundin með
tæpa 12,7 milljarða kr. Útflutningsverðmæti skel- og
krabbadýra á árinu 2000 nam 12 milljörðum kr.
Verðmæti útflutnings eftir afurðaflokkum er sýnt á mynd
7.3. Þar sést að frysting skilarnærrihelmingi alls útflutnings-
verðmætis og eykst verðmæti frystra afurða um tæpa 11,3
miljarða frá árinu 2000. Saltaðar afurðir skila 26 milljörðum
króna eða um fimmtungi alls verðmætis og mjöl og lýsi
skiluðu 17 milljörðum.
Samtölur verðmæta, birtar í íslenskum krónum og
Bandaríkjadal' í töflu 7.2, sýna að útflutningsverðmætið1 2
hefur verið meira en einn milljarður Bandaríkjadala allt frá
árinu 1987 ogvaryfir l,4milljarðardalaárin 1996 og 1998.
A árinu 2001 nam útflutningur sjávarafurða21,26 milljörðum
dala og eykst um 50 milljónir dala.
Við umfjöllun um verðmæti útfluttra sjávarafurða getur
verið fróðlegt að skoða verðþróun einstakra afurða yfir
nokkurt tímabil. Myndir7.4—7.8 sýnam.v íslenskar krónur,
vísitölur fyrir verð á helstu sjávarafurðum Islendinga, fyrir
tímabiliðfrá 1991 til 2001. Gögnin sem myndimar byggjast
á eru frá Þjóðhagsstofnun.
Mynd 7.4 Verð á botnfiski 1991-2001. Vísitala=100 árið 1991
Figure 7.4 Price of demersal catch 1991-2001 in ISK. Index = 100 1991
Landfryst
Landfrozen
Sjófryst
Sea frozen
Saltað
Salted
Hert
Dried
Isað
lced
Heimild: Þjóðhagsstofhun. Source: National Economic lnstitute.
1 Reiknað m.v. meðalkaupgengi hvers árs.
2 Að meðtöldu lagmeti.