Útvegur - 01.09.2002, Side 204
202
Innflutt hráefni til fiskvinnslu
8. Innflutt hráefni til fiskvinnslu
S. Imported raw material for fish processing
Það hefur lengi tíðkast að erlend fiskiskip landi afla sínum
á Islandi, einkum uppsjávartegundum, en á seinni hluta
ársins 1992 var brotið blað í sögu íslenskrar fiskvinnslu
með beinum innflutningi á erlendu hráefni, gagngert til að
standa undir Iandvinnslu á bolfiski og rækju. Þessum hrá-
efniskaupum hefur síðan verið haldið áfram og þau fóru
vaxandi framan af en hafa tekið nokkrum breytingum í
tímans rás.
A árunum 1996 og 1997 var magn innflutts hráefnis til
ftskvinnslu nærri 110 þús. tonn en innflutningurinn tók
mikinn kipp á árinu 1998 þegar 216 þús. tonn voru keypt af
erlendum aðilum. Eftir að þessi kúfur var yfirstaðinn datt
magnið niður 1118 þús. tonn en hefur síðan farið vaxandi.
A árinu 2001 voru keypt inn tæplega 161 þús. tonn af
erlendum aðilum að verðmæti 4,7 milljarða króna.
Athygli vekur að miklar breytingar í magni eftir árið
1998 og fram til ársins 2001 koma ekki fram í minnkandi
heildarverðmætum innflutnings. Magnbreytingamar skýrast
af innflutningi uppsjávartegunda en vaxandi innflutningur
á rækju og flatfiski heldur uppi verðmætunum þannig að
verðmæti innflutnings áranna 1999 til 2001 er álíka mikið
eða hærra en innflutningsverðmæti ársins 1998. Þetta má
sjá á meðfylgjandi myndum og í töflum 8.1-8.6 í töfluhluta
þessa kafla.
I upphafi lönduðu erlend fiskiskip einkum botnfiski til
vinnslu hér á landi, fyrst og fremst þorski, en einnig rækju.
Fleiri tegundir fylgdu svo í kjölfarið. Síðastliðin ár hefur
verið flutt inn mikil loðna og á árinu 1999 var í fyrsta skipti
flutt inn meira af rækju en botnfiski. A milli áranna 2000 og
2001 verða þær breytingar helstar að heildarmagnið eykst
um tæp 14 þús. tonn (9,3%) og heildarverðmætið um 300
milljónir kr. (6,6%). Af þorski voru flutt inn 2.326 tonn árið
2001 en 3.882 tonn árið 2000 og er þetta sjötta árið í röð þar
sem innflutningur á þorski minnkar. Reyndar er innflutt
þorskmagn ársins 2001 einungis 10% af innflutningi ársins
1996 þegar innflutningurinn náði hámarki. Af flatfiski var
innflutningur nánast enginn á árinu 2001 en hafði verið
1.463 tonn á árinu 2000 og 1.625 tonn á árinu 1999. Af
uppsjávartegundum voru keypt 128 þús. tonn á árinu 2001
og er það nokkur aukning frá fyrra ári (14,7%). Af loðnu var
magnið áþekkt á milli ára, um 86 þús. tonn, en kolmunna-
magnið eykst um tæp 18 þús. tonn og var 41 þús. tonn af
kolmunna keypt til bræðslu. Nánast sama magn var flutt inn
af rækju á árunum 2001 og 2000 eða um 30 þús. tonn.
Aflanum er ýmist landað frystum eða ferskum og fer það
eftir tegundum. Uppsjávaraflinn kemur ferskur en aðrar
tegundir gjarnan sjófrystar (sjá töflu 8.3 í töfluhluta).
Botnfiskaflinn fer að mestu í frystingu en einnig í söltun en
megnið af uppsjávarfiskinum fer í bræðslu.
Fróðlegt er að skoða uppruna þess hráefnis sem hingað er
keypt, hann sést vel á mynd 8.3 og í töflu 8.5 í töfluhluta. I
upphafi var þetta hráefni nefnt „Rússafiskur" og hefur sú
nafngift haldist æ síðan. Skýringin á þessu er sú að megnið
af þeim fiski sem hingað var fluttur í upphafi var botnfiskur
og bróðurparturinn af honum kom af skipum frá ríkjum
Austur-Evrópu, aðallega Rússlandi. A síðari árum hefur
samsetning þess hráefnis sem flutt er inn breyst verulega og
hlutur uppsjávarafla aukist. Uppruni hráefnisins hefur líka
breyst og kemur nú stærstur hluti þess erlenda hráefnis sem
hér er landað til vinnslu, frá öðrum Evrópuríkjum. Þetta á
Mynd. 8.1 Magn innilutts hráefnis til fiskvinnslu 1996-2001
Figure 8.1 Quantity of imported raw material for fish processing 1996-2001