Útvegur - 01.09.2002, Page 218
216
Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
9. Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
9. Fishing by foreign countries in Icelandic waters and the world catch
9.1 Afli erlendra ríkja við ísland á svæði Va1
9.1 Fishing by foreign countries in Icelandic waters in
the Va region1
Veiðar skipa erlendra ríkja við Island á svæði Va (sjá kort
af svæðinu í kafla 1) á tímabilinu 1985-1999 hafa verið
talsvert breytilegar, fóru niður í 9 þús. tonn árið 1993 þegar
þær voru sem minnstar og mest upp í 99 þús. tonn árið 1997
eins og sést á mynd 9.1.
Á árunum 1991-1996 drógust þessar veiðar skipa erlendra
ríkja á svæði Va saman frá því sem verið hafði á síðari hluta
níunda áratugarins. Undantekning frá þessu var árið 1992.
Árið 1997 var hins vegar metár og þó að veiðar skipa erlendra
ríkja á svæðinu hafi dregist töluvert saman árið 1998, eða um
35% (úr 99 þús. tonnum í 65 þús. tonn) voru þær svipaðar það
ár og á síðari hluta m'unda áratugarins. Árið 1999 eykst svo
veiðin aftur um rúm 24% eða upp í 85 þús. tonn.
Á veiðisvæði V a veiddu erlend skip um 5,9% heildaraflans
árið 1999, samanborið við 4,6% 1998, 5,2% 1997 og 1-4%
árin 1992-1996. Af þessu sést að íslensk fiskiskip veiða í
kringum 95% af þeim afla sem dreginn er úr sjó við Island.
Árin 1998 og 1999 hafa færeysk skip veitt mestan afla af
erlendum skipum við Island, árin þar á undan voru það
annars vegar Færeyingar og hins vegar Norðmenn sem
skiptust á um að draga mestan afla erlendra skipa í íslenskri
lögsögu. Uppistaðan í afla þessara skipa hefur verið loðna
í gegnum árin en árið 1998 fór svo talsvert að bera á veiði
af kolmunna. Á árunum 1994-1997 hefur loðna verið frá
82% (1995) upp í 97% (1997) af heildarafla erlendra skipa
við Island. Frá árinu 1998 hefur loðnuveiðin hlutfallslega
dalað á kostnað kolmunnaveiði sem var um 42% af heildar-
aflanum árið 1998 og rúm 13 % árið 1999.
9.2 Heimsafli
9.2 World catch
Heimsaflinn á árinu 2000 var 94,8 milljónir tonna og jókst
því um rúmar 2.6 milljónir tonna frá árinu 1999. Er þetta
annað árið í röð þar sem heimsaflinn eykst, eftir töluverða
niðursveiflu á árinu 1998.
Perúansjósa var mest veidda fisktegundin en af henni
voru veiddar 11,3 milljónir tonna en næstur kom Alaskaufsi
með rétt rúmar 3 milljónir tonna. Þriðja mest veidda fisk-
tegundin var svo Atlanthafssíld en af henni veiddust tæpar
2,4 milljónir tonna. Eins og sjá má í töflu 9.10, þá hefur
veiði á Chilebrynstirtlu dregist áberandi mikið saman en að
sama skapi hefur veiði á kolmunna tekið stórt stökk. Veiði
á öðrum tegundum hefur verið nokkuð jöfn á milli ára.
Ef skoðaðar eru þær fisktegundir sem Islendingar veiða
hvað mest af þá er síldin í þriðja sæti, loðna og kolmunni í
níunda og tíunda sæti en þorskur í tólfta sæti heimslistans
yfir veiði helstu fisktegunda fyrir árið 2000.
Eins og sést í töflu 9.7 yfir heimsaflann fyrir árið 2000,
þá eru Islendingar í ellefta sæti sæti yfir aflahæstu þjóðir
heims með tæplega 1.9 milljónir tonna (2,1 %) og hækka sig
Mynd 9.1 Veiðar erlendra ríkja við ísland á svæði Va 1985-1999
Figure 9.1 Fishing by foreign countries in Icelandic waters in the Va region 1985-1999
1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999
Óbreytt frá Útvegi 2000 þar sem heimildir um veiði ársins 2000 á svæði Va liggja ekki fyrir hjá ICES. Unchangedfrom Utvegur 2000 since data on
the catch ofyear 2000, from area Va, is not available from ICES.