Útvegur - 01.09.2002, Síða 220
218
Afli erlendra ríkja við ísland og heimsafli
um tvö sæti frá árinu áður. Kínverjar eru sem fyrr mesta
fiskveiðiþjóð heims með 17 milljónir tonna (21%) árið
2000 samkvæmt heimildum FAO. Mynd 9.3 sýnir afla
þeirra fimmtán ríkja sem veiddu stærstan hluta heimsaflans
á árinu 2000 en þau veiddu samtals 67,7 milljónir tonna eða
sem svarar til 71,4% heimsaflans.
Asíuríki veiddu langmest allra ríkja ef afla er skipt eftir
heimsálfum eða 45,4 milljónir tonna sem eru 47,9%
heimsaflans árið 2000. Lönd Suður-Ameríku veiddu 18,9%
heimsaflans í öðru sæti og Evrópumenn voru þriðju með
16,8% heimsafla ársins 2000. Kyrrahaf er það hafsvæði
sem gaf mestan afla eða 62,6% alls sjávarafla en í Atlantshafi
veiddust 25,7% sjávaraflans. A árinu 2000 var sjávarafli
90,7% heimsaflans.
9.3 Norðaustur- og Norðvestur-Atlantshaf
9.3 Northeast- and Northwest Atlantic
í töflum 9.3- 9.6 er fjallað um veiði í Norðaustur- og
Norðvestur Atlantshafi en á þessum hafsvæðum fara nánast
allar fiskveiðar Islendinga fram.
Islendingar eru í áttunda sæti yfir aflahæstu þjóðir í NV-
Atlantshafi, veiddu 9.340 tonn og skipa sama sæti og á árinu
1999. Bandaríkin veiða mest allra þjóða úr NV Atlantshafi,
afli þeirra var rétt tæp ein milljón tonna (47,7%).
Kanadamenn koma næstir með 800 þús. tonn (39,3%) og
auka veiði sína frá fyrra ári um 35 þús. tonn. Af einstökum
fisktegundum var mest veitt af síld, rækju og hafdiski á
þessu hafsvæði.
I NA-Atlantshafi veiddu Norðmenn mest allra þjóða sem
þar stunda veiðar samkvæmt heimildum FAO. Heildarafli
hafsvæðisins var 10,9 milljónir tonna og af þeim veiddu
Norðmenn2,7milljónirtonnaeðafjórðungheildarveiðinnar.
Islendingar veiddu 1,9 milljonir tonna eða 18,1%. Næstir
koma Danir með 1,5 milljónir tonna og Rússar með tæpa
eina milljón tonna. Mynd 9.4 sýnir skiptingu aflans í NA-
Atlantshafi árið 2000.
Uppsjávarafli er stærstur hluti þess afla sem veiddur er á
NA-Atlantshafi. Samtals veiddust tæplega fimm milljónir
tonna af síld, loðnu og kolmunna en síldin yfirgnæfir
einstakar tegundir en af henni veiddust tæplega 2,1 milljónir
tonna. Af þorski veiddust 882 þús. tonn og dróst þorskafli
saman um 143 þús. tonn á árinu 2000. I fimmta og sjötta
sæti voru uppsjávartegundimar sandsíli og makríll.
Mynd 9.4 Heildarafli einstakra ríkja í NA-Atlantshafi 2000
Figure 9.4 Total catch of individual countries in the NA-Atlantic 2000