Útvegur - 01.08.2003, Blaðsíða 29
Fiskiskipastóllinn
27
4. Fiskiskipastóllinn
4. The fishing fleet
Fiskiskipastóllinn samanstendur af opnum fiskibátum,
vélskipum og togurum. I þessum kafla verður annars vegar
fjallað um fiskiskipastólinn í heild. þ.e. þær tegundir fiski-
skipa sem nefndar eru hér að ofan og hins vegar þilfarskipa-
stólinn, þ.e. vélskip og togara. Þetta er gert vegna þess að
opnir fiskibátar eru mjög margir en einungis 67% þeirra
leggur upp afla (sjá töflu 4.5 í töfluhluta). Þá veiddu opnir
fiskibátar ekki nema 1,1 % af heiidarafla íslenskra fiskiskipa
á árinu 2002.
Samkvæmt skipaskrá Siglingastofnunar voru fiskiskip
Islendinga samtals 1.935 í lok árs 2002. Þar af reyndust
þilfarsskip (þ.e. vélskip og togarar) vera 947. Þilfarsskipin
voru samtals rúmlega 187.500 brúttótonn og heildarafl
aðalvéla þeirra rúmlega 466.000 kW, þar af voru vélskip
106.300 tonn og vélarafl þeirra 323.000 kW en heildarstærð
togaraflotans var tæplega 81.000 brúttótonn og vélaraflið
143.000 kW. Meðalaldur vélskipa var 19,6 ár en 22,0 ár
fyrir togara. Opnir fiskibátar voru 988 talsins og samanlögð
stærð þeirra var rúmlega4.500 brúttótonn, heildarafl aðalvéla
þeirra nærri 77.000 kw en meðalaldurinn 19,6 ár.
Þess ber að geta að tölur um fiskiskipastólinn, sem birtast
í töfluhluta hér að aftan, eru unnar úr skipaskrá Siglinga-
stofnunar og miðast við skip sem voru skráð þar í árslok
2002 (þó ekki töflur 4.4. og 4.5). Þar eru skráð öll fiskiskip
án tillits til veiðiréttinda þeirra. Því eru í þessum tölum
nokkur skip sem ekki voru með veiðiheimildir í íslenskri
lögsögu, sem og einnig skip með veiðiheimildir sem ekki
eru nýttar á viðkomandi skipi heldur fluttar á önnur skip.
Flokkurinn opnir fiskibátar, sem notaður er í þessum
kafla, jafngildir ekki flokki sem nefndur er „smábátar“ í
fiskveiðistjórnunarkerfinu.
4.1 Fjöldi skipa
4.1 Number of vessels
A árinu 2002 fækkaði í fiskiskipastólnum um 77 skip frá
fyrra ári. Vélskipum fækkaði um 4 á milli ára en opnum
fiskibátum fækkaði um 69 talsins. Togurum fækkaði um
fjóra á sama tímabili úr 80 í 76.
Vestfirðir er sá landshluti þar sem flest fiskiskip voru
með skráða heimahöfn í árslok 2002 eða 380 skip, sem
samsvarar um 19,6% fiskiskipastólsins. Vesturland kemur
næst með 329 fiskiskip eða 17,0% fiskiskipastólsins. Fæst
skip voru skráð til heimahafnar á Norðurlandi vestra, 90
talsins, eða 4,7% fiskiskipastólsins.
Opnir fiskibátar voru flestir á Vesturlandi eða 187 talsins
en Vestfirðir eru ekki langt á eftir með 180. Fæstir voru
opnir fiskibátar á Suðurlandi eða 38 talsins. Vélskip voru
flest á Vesturlandi eða 194 en næst flest á Suðumesjum þar
sem 134 skip voru skráð. Togarar voru flestir á Norðurlandi
eystra eða 19 talsins en 13 á Höfuðborgarsvæðinu. A mynd
4.2 sést skipting fiskiskipastólsins eftir landshlutum í árslok
2002.
Fjöldi skipa segir mikla sögu um þróun sjávarútvegs en
stærð þeirra skiptir einnig miklu máli. Af þeim 1.935
vélskipum, togurum og opnum fiskibátum sem skráðir voru
í árslok 2002, voru 76 togarar. Af þessum 76 togumm voru
Mynd 4.1 Þilfarsskipaflotinn 1993-2002
Figure 4.1 Decked vessels and trawlers 1993-2002
1.000
1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Togarar
Trawlers
Vélskip
Decked
vessels