Útvegur - 01.08.2003, Blaðsíða 54
52
Afli og aflaverðmæti
5.2.8 Síld
5.2.8 Herring
Sfldarafli íslenskra fiskiskipa er hér flokkaður í sfld og
norsk-íslenska síld. Af síld (líka nefnd sumargotssíld)
veiddust á árinu 2002 tæplega 97 þúsund tonn og dróst
sfldaraflinn því saman um 4.500 tonn á milli ára eða 4,5%.
Verðmæti síldaraflans var nærri 1,8 milljarðar en var tæpir
2,3 milljarðar á árinu 2001 og er samdrátturinn því 22,6%
eða um 516 milljónir króna. Meðalverð fyrir hvert kfló
sfldar var 18,29 krónur en á árinu 2001 fengust að meðaltali
22,27 krónur fyrir hvert kfló.
Síld er ýmist veidd í nót eða flotvörpu og á árinu 2002
veiddust 63,9% sfldarinnar í flottroll en 36,1% veiddust í
nót. A árinu 2001 var skipting sfldaraflans á milli þessara
veiðarfæra nærri jöfn.
Mynd 5.20 Síldarafli 1981-2002
Figure 5.20 Herring catch 1981-2002
350.000
300.000
a
e2
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
■
gj
111
■ 11 lElilII í nr!T
lllllllllllllll
1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001
[5j Norsk-islensk síld
Atlantic-Scandian
herring
| Síld Herring
5.2.9 Norsk-íslensk síld
5.2.9 Atlantic-Scandian herring
Hér er fjallað um norska vorgots-sfldarstofninn sem flakkar
á milli íslands og Noregs í Norður-Atlantshafi og hefur
gengið undir ýmsum nöfnum t.d Islandssfld. I þessu riti er
hún nefnd norsk-íslensk sfld.
Árið 1994 veiddist í fyrsta skipti í langan tíma sfld úr
þessum stofni hér við land og var aflinn 21 þúsund tonn. Á
árinu 2002 var aflinn 127 þúsund tonn og jókst um rúm 49
þúsund tonn frá árinu 2001 (63,5%). Aflaverðmæti ársins
2002 var um 2,6 milljarðar króna sem er tæplega 1,1
milljarði króna hærra en aflaverðmæti ársins 2001 sem
samsvarar 73,2% hækkun. Meðalverð fyrir hvert kfló var
20,06 kr. en á árinu 2001 fengust að meðaltali 18,93 krónur
fyrir hvert kíló.
5.2.10 Loðna
5.2.10 Capelin
Loðnuvertíð við fsland stendur frá því í júní og lýkur
venjulega í mars/aprfl árið eftir þegar loðnan hefur lokið
hrygningu. Tölumar miðast hins vegar við almanaksárið og
spanna því síðari hluta einnar vertíðar og fyrri hluta þeirrar
næstu.
Loðnuveiði á árinu 2002 var betri en á árinu 2001. Alls
veiddust 1.079 þúsund tonn á móti 918 þúsund tonnum á
árinu 2001 og er þetta aukning um 17,5% eða 160 þúsund
tonn. Heldur minna náðist þó af loðnuhrognum á árinu 2002
eða4.300 tonn á móti 6.000 tonnum árið 2001. Aflaverðmæti
ársins 2002 var tæpir 8,6 milljarðar króna, samanborið við
5 milljarða króna árið 2001 og nemur aukningin 71,4%.
Meðalverð fyrir hvert kfló af loðnu reyndist vera 7,96
krónur á árinu 2002 og hækkar nokkuð frá fyrra ári en þá
fengust 5,46 krónur fyrir kflóið. í nót veiddust 78% loðnu-
aflans en 22% í flottroll.