Útvegur - 01.08.2003, Blaðsíða 138
136
Útflutningur sjávarafurða
7. Útflutningur sjávarafurða
7. Export of marine products
7.1 Magn
7.1. Export quantity
A árinu 2002 voru flutt út 804 þúsund tonn af sjávarafurðum
sem er aukning um 25 þúsund tonn (3,2%) frá árinu 2001
þegar útflutningurinn nam 779 þúsund tonnum.
Útfluttar afurðir botnfisktegunda voru rúm 248 þúsund
tonn en voru rúm 218 þúsund tonn á árinu 2001. Þar af voru
afurðir úr þorski tæp 113 þúsund tonn og dróst útflutningur
þorskafurða saman um rúm 3 þúsund tonn frá árinu 2001.
Af flatfiskafurðum voru flutt út 23 þúsund tonn á árinu
2002 samanborið við 20 þúsund tonn á árinu 2001. Af
grálúðuafurðum voru flutt út 14 þúsund tonn á árinu 2001
en 11 þúsund tonn á árinu 2001.
Afurðir uppsjávartegunda voru fyrirferðarmestar í
heildarútflutningi en af þeim voru flutt út 446 þúsund tonn
á árinu 2002 sem er nokkur samdráttur frá árinu 2001 þegar
475 þúsund tonn voru flutt út. Loðna var langstærsta einstaka
uppsjávartegundin með 350 þúsund tonn.
Af skel- og krabbadýraafurðum var flutt út 64 þúsund
tonn á árinu 2002 en á árinu 2001 voru flutt út tæplega 44
þúsund tonn. Rækjuafurðir voru 32 þúsund tonn en tæplega
28 þúsund tonn á árinu 2001.
Mynd 7.1 Magn útfluttra sjávarafurða 1992-20021
Figure 7.1 Quantity of exported marine products 1992-20021
1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
1 Breytt flokkun frá árinu 2000. Changed classification from year 2000.
7.1 Verðmæti útflutnings
7.1 Export value
Verðmæti útfuttra sjávarafurða á árinu 2002 nam 128,5
milljörðum kr. sem er aukning um 6,5 milljarða króna frá
árinu2001 eða5,4%. Áárinu2002varhlutdeildsjávarafurða
af heildarvöruútflutningi landsmanna 63,2% samanborið
við 62,1% á árinu 2001.
Botnfisktegundir standa fyrir stærstum hluta útflutnings-
verðmætis sjávarafurða. Á árinu 2002 nam verðmæti þeirra
78 milljörðum króna en þar af er verðmæti þorskafurða 48,5
milljarðar króna. Heildarverðmæti botnfisktegunda í út-
flutningi ársins 2001 nam 77 milljörðum króna og þar af var
þorskur tæpir 51,2 milljarðar króna.
V erðmæti flatfisktegunda var tæplega 7,5 milljarðar króna
á árinu 2002 en 6,9 milljarðar króna á árinu 2001. Grálúða
er verðmætasta tegundin en fyrir afurðir hennar fengust 4,2
milljarðar króna.
Tegundir uppsjávarfiska eru fyrirferðamiklar í útfluttu
magni en þessar tegundir eru ekki jafn fyrirferðamiklar í
virði útflutningsafurða. Virði þeirra var 25 milljarðar króna
á árinu 2002 eða 19,5% af heildarvirði útfluttra sjávarafurða
og nemur verðmætaaukningin 4 milljörðum króna frá fyrra
ári. Af einstökum tegundum má nefna að verðmæti loðnu-
afurða nam 20,5 milljörðum króna á árinu 2002.
Af skel- og krabbadýrum voru fluttar út afurðir fyrir 16,5
milljarða og var rækja stærsta einstaka tegundin með tæpa
12,7 milljarða króna. Útflutningsverðmæti skel- og krabba-
dýra á árinu 2001 nam 15,4 milljörðum króna.