Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1999, Blaðsíða 9
Inngangur
Introduction
1. Lög um sveitarstjórnarkosningar
I. Legislation concerning local government elections
Ný lög um kosningar til sveitarstjóma voru sett í mars 19981
ognýsveitarstjómarlögíjúní 1998.1 2 Aðurgiltuumkosningar
til sveitarstjóma lög um kosningar til Alþingis frá árinu
19873, með þeim frávikum sem kveðið var á um í sveitar-
stjómarlögum sem sett vom árið 1986.4
Samkvæmt lögum er kjörtímabil sveitarstjóma fjögur ár
og fara almennar sveitarstjómarkosningar ffam í öllum
sveitarfélögum landsins síðasta laugardag í maímánuði sem
ekki ber upp á laugardag fýrir hvítasunnu.5 Áður var heimilt,
að ósk sveitarstjóma, að fresta kosningum í sveitarfélögum,
þar sem færri en % hlutar íbúanna vom búsettir í kauptúnum,
til annars laugardags í júní,6 en svo er ekki lengur.
Fulltrúar í sveitarstjómum skulu kjömir í leynilegum
almennum kosningum sem em með tvennu móti:
a. Bundnar hlutfallskosningar þar sem kosning er bundin
við ffamboð á listum og fulltrúar á hverjum listaná kjöri
í hlutfalli við það atkvæðamagn sem listinn fær.
b. Óbundnar kosningar þar sem kosning er ekki bundin við
ffamboð en allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem
löglega em undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa
fyrir ffam skorast undan því.7
í sveitarfélögum skal almennt kjósa bundinni hlutfalls-
kosningu. Komi enginn ffamboðslisti fram áður en ffam-
boðsffesti lýkur eða svo fá nöfn eru á framboðslistum að
sveitarstjóm verður ekki fúllskipuð í bundinni kosningu skal
kosning verða óbundin.8
Er nú fallin niður sú fyrri almenna regla að í sveitarfélögum,
þar sem íbúar em fleiri en 300, skyldi kjósa bundinni
hlutfallskosningu en í öðmm sveitarfélögum skyldukosningar
vera óbundnar. Þó sky ldi einnig þar kj ósa bundinni hlutfalls-
kosningu ef 20 kjósendur eða einn tíundi hluti kjósenda
krefðist þess í bréfi stiluðu til oddvita yfirkjörstjómar eigi
siðar en sex vikum fyrir kjördag.9
Þegar almennar sveitarstjómarkosningar eiga að fara fram
skulu öll framboð tilkynnt skriflegayfirkjörstjórnþeirri sem
í hlut á eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar þrjár vikur
em til kjördags.10
Til þess að ffamboðslisti teljist réttilega borinn fram þarf
1 Lög um kosningar til sveitarstjóma nr. 5 6. mars 1998.
2 Sveitarstjómarlög nr. 45 3. júní 1998.
3 Lögumkosningartil Alþingisnr. 80 ló.október 1987,sbr. lögnr. 10/1991,
lög nr. 92/1991 og lög nr. 9/1995.
4 12. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8 18. apríl 1986.
5 1. gr. laganr. 5/1998.
6 13. gr. laga nr. 8/1986.
7 19. gr. laga nr. 5/1998.
8 20. gr. laga nr. 5/1998.
9 1. og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 8/1986.
10 1. mgr. 21. gr. laganr. 5/1998.
tiltekinn fjöldi kjósenda í hlutaðeigandi sveitarfélagi að
mæla með listanum. Hver kjósandi má einvörðungu mæla
með einum lista. Lágmarksfjöldi meðmælenda er 10 í
sveitarfélagi með færri en 500 íbúa, 20 í sveitarfélagi með
501-2.000 íbúa, 40 í sveitarfélagi með 2.001-10.000 íbúa,
80 í sveitarfélagi með 10.001-50.000 ibúa og 160 í sveitar-
félagimeð 50.001 ibúaogfleiri. Hámarkstala meðmælenda
er tvöfold tilskilin lágmarkstala.11
I sveitarstjóm skal fjöldi fulltrúa standa á oddatölu og vera
innan þeirra marka er hér greinir: 3-5 aðalmenn þar sem
íbúar era innan við 200, 5-7 aðalmenn þar sem íbúar eru
200-999, 7-11 aðalmenn þar sem íbúar eru 1.000-9.999,
11-15 aðalmenn þar sem íbúar eru 10.000-50.000 og 15-27
aðalmenn þar sem íbúar eru fleiri en 50.000. Þrátt fyrir þessi
ákvæði er ekki skylt að fækka eða fjölga sveitarstjómar-
fulltrúum fyrr en íbúatala sveitarfélags hefúr verið hærri eða
lægri en viðmiðunarmörkin í átta ár samfellt. Kveðið er á um
fjölda fúlltrúa í sveitarstjóm í samþykkt um stjóm sveitar-
félagsins.12
2. Kosningarréttur og kjörgengi
2. Suffrage and eligibility
Kosningarrétt við kosningar til sveitarstj ómar á hver íslenskur
ríkisborgi sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram
og á lögheimili í sveitarfélaginu.13
Ef ákvæði 9. gr. iögheimilislaga, nr. 21/199014, eiga við
um hagi manns telst hann ekki hafa firrt sig kosningarrétti við
sveitarstjómarkosningar þótt hann hafi tilkynnt flutning
samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu,
enda sé hann íslenskur ríkisborgari og 18 ára þegar kosning
fer fram.15
Enn fremur eiga kosningarrétt danskir, fmnskir, norskir og
sænskir ríkisborgarar sem eru orðnir 18 ára þegar kosning fer
fram, enda hafi þeir átt lögheimili á íslandi í þrjú ár samfellt
fyrir kjördag.16
11 22. gr. laga nr. 5/1998.
12 12. gr. laga nr. 45/1998.
13 1. mgr. 2. gr. laga nr. 5/1998.
14 Þau eru svohljóðandi: „Sá sem dvelst erlendis við nám eða vegna veikinda
getur áfram átt lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða
í því sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott enda
sé hann ekki skráður með fasta búsetu erlendis.
íslenskur ríkisborgari, sem gegnir störfum erlendis á vegum ríkisins við
sendiráð, fastanefnd eða ræðismannsskrifstofu og tekur laun úr ríkissjóði,
svo og íslenskur ríkisborgari sem er starfsmaður alþjóðastofnunar sem
ísland er aðili að, á lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki
eða í því sveitarfélagi þar sem hann átti lögheimili er hann fór af landi brott.
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda einnig um skyldulið þeirra manna sem þar um
ræðir og dvelst með þeim erlendis.“
15 2. mgr. 2. gr. laga nr. 5/1998.
16 3. mgr. 2. gr. laga nr. 5/1998.