Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1999, Qupperneq 31
Sveitarstjórnarkosningar 1998
29
listi sem nú hefúr hæsta útkomutölu. Þessu skal fram
haldið uns úthlutað hefur verið jafnmörgum fulltrúum
og kjósa á.
3. Nú eru of fá nöfn á lista þegar til úthlutunar kemur skv.
2. tölul. og skal þá ganga fram hjá þeim lista við frekari
úthlutun.
4. NÚ eru tvær eða fleiri útkomutölur jafnháar þegar að
þeim kemur skv. 2. tölul. og skal þá hluta um röð
þeirra."50
Reglur um það hvaða frambjóðendur hafa náð kosningu
eru þær sömu og gilda enn um alþingiskosningar.
„Til þess að fínna hverj ir frambjóðendur hafa náð kosningu
á hverjum lista skal kjörstjóm reikna frambjóðendum
atkvæðatölu á þennan hátt:
Kj örstj óm tekur saman þá kj örseðla þar sem engin breyting
hefúr verið gerð á listanum. Þar telst efsta nafn listans vera
i fyrsta sæti, næsta nafn í öðm sæti o.s.frv. Næst tekur
kjörstjóm alla þá kjörseðla þar sem kjósendur hafa gert
einhverjar breytingar á röð frambjóðenda og telur atkvæði
hvers frambjóðanda í hvert sæti listans.
Nöfnum frambjóðenda á listanum er nú raðað þannig að sá
sem hlotið hefúr flest atkvæði í 1. sæti, skv. 2. mgr., hlýtur
það sæti. Sá frambjóðandi, að þessum slepptum, sem hlotið
hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt hlýtur 2. sætið
o.s.frv. uns raðað hefúr verið í sæti svo mörgum fram-
bjóðendum listans að ljóst sé hverjir teljast fulltrúar hans og
hverjir varafulltrúar.
Þegar kosið er bundinni hlutfailskosningu og listi fær einn
eða fleiri aðalmenn kjöma verða þeir varamenn sem ekki
hlutu kosningu á listanum."51
Á skýrslu þeirri um kosninguna sem yfírkjörstjórn í hverju
sveitarfélagi sendir Hagstofúnni er ekki getið um atkvæðatölur
ffambjóðenda að teknu tilliti til breytinga á kjörseðlum, enda
hafa þær ævinlega átt sér stað í svo litlum mæli að ekki hefur
þótt ástæða til að birta þær. Við borgarstjómarkosningar í
Reykjavík 1998 var óvenjulega mörgum atkvæðaseðlum
breytt og var því aflað sérstaklega talna um atkvæðatölur
ffambjóðenda þar í sitt sæti á lista eða ofar. Atkvæðatala
þeirra sem náðu kjöri sem borgarfulltrúar í Reykjavík og
hlutfall hennar af heildaratkvæðafjölda listans er sem hér
segir:
Af D-lista (hlaut 28.932 atkvæði):
1. Ámi Sigfússon 28.513 98,6%
2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 28.691 99,2%
3. Inga Jóna Þórðardóttir 28.715 99,2%
4. Júlíus Vífill Ingvarsson 28.815 99,6%
5. Jóna Gróa Sigurðardóttir 28.810 99,6%
6. Olafúr F. Magnússon 28.790 99,5%
7. Guðlaugur Þór Þórðarson 28.752 99,4%
AfR-lista (hlaut 34.251 atkvæði):
1. Helgi Hjörvar 32.158 93,9%
2. Sigrún Magnúsdóttir 33.337 97,3%
3. Hrannar Bjöm Amarsson 26.444 77,2%
4. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 34.048 99,4%
50 85.gr. laganr. 5/1998.
51 86. gr.laganr. 5/1998.
5. Guðrún Ágústsdóttir 33.827 98,8%
6. Alfreð Þorsteinsson 33.676 98,3%
7. Helgi Pétursson 33.618 98,2%
8. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 34.209 99,9%
Breytingar á atkvæðaseðlum í Reykjavík breyttu ekki röð
frambjóðenda.
í 5. y firliti sj ást kosningaúrslit 1974-1998 í sveitarfélögum
þar sem kosning var hlutbundin.
Þegar kosning er óbundin em þeir sem flest atkvæði fá sem
aðalmenn réttkjömir aðalmenn. Hafi tveir eða fleiri hlotið
jafnmörg atkvæði og geta ekki báðir eða allirnáð kjöri ræður
hlutkesti.52
Varamenn, þar sem kosning er óbundin, skulu vera jafn-
margir og aðalmenn. Varamenn eru þeir sem hljóta atkvæða-
magn þannig: 1. varamaður er sá sem flest atkvæði hlýtur
samanlagt i 1. sæti á lista yfir varamenn að viðbættum þeim
atkvæðum sem hann hlaut í sæti aðalmanns. 2. varamaður er
kosinn sá sem flest atkvæði hlýtur í 2. sæti lista varamanna
að viðbættum þeim atkvæðum sem hann hlaut í sæti aðalmanns
og i 1. sæti á lista varamanna. Kosning annarra varamanna
ákvarðast á sama hátt uns fyllt er í sæti þau sem kjósa skal í.
Nú fá tveir menn j afnmörg atkvæði samanlagt í sæti varamanns
og skal þá hlutkesti ráða hvor hlýtur sætið. Sá sem ekki hlýtur
sætið tekur sæti næsta varamanns og færast þá þeir varamenn
sem á eftir koma um set.53
11. Kjörnir fulltrúar
11. Representatives elected
I sveitarstj ómarkosningunum 1998 vom kj ömir 756 aðalmenn
í sveitarstjómir, 225 færri en 1994. í Bessastaðahreppi var
hreppsnefndarmönnum fjölgað úr 5 í 7, á Seyðisfírði var
bæjarfulltrúum fækkað úr 9 í 7 og í Helgafellssveit voru
kjömir 5 menn í hreppsnefnd en Helgafellssveit hafði verið
sameinuð Stykkishólmi fyrir sveitarstjórnarkosningamar
1994, en sameiningin var afturkölluð árið eftir. I öðmm
sveitarfélögum fækkaði fúlltrúum allsum 230 ákjörtímabilinu
vegna sameiningar sveitarfélaga. Fækkaði sveitarstjómar-
mönnum af þeim sökum um 70 á Norðurlandi vestra, 51 á
Austurlandi, 37 á Vesturlandi og 37 á Vestfjörðum, 22 á
Suðurlandi, 8áNorðurlandieystraog5 áHöfúðborgarsvæði.
Alls hefur sveitarstjómarmönnum fækkað um 436 frá því að
þeir urðu flestir við kosningamar 1982, 1.192.
í sveitarstjórnir vom kjömir 543 karlar og 213 konur. Eru
karlarnir 71,8% sveitarstjórnarmanna (75,2% 1996, 78,2%
1990, 87,6% 1982 og 96,4% 1974) en konurnar 28,2%
(24,8% 1994, 21,8% 1990, 12,4% 1982 og 3,6% 1974).
Körlum í sveitarstjómum fækkaði um 195 og konum um 30.
í sveitarfélögum með 1.000 íbúa og fleiri vom karlar 65%
fulltrúa og konur 35%, í sveitarfélögum með 300-999 íbúa
voru karlar 74% og konur 26%, og í öðrum hreppum vom
karlar 77% fúlltrúa en konur 23%.
Þar sem kosning var hlutbundin vom karlar í sveitar-
stjómum 68,3% fulltrúa (72,1% 1994) og konur 31,7%
52 1. mgr. 87. gr. laga nr. 5/1998.
53 2. mgr. 87. gr. laga nr. 5/1998.