Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2017, Side 1

Skessuhorn - 06.09.2017, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 36. tbl. 20. árg. 6. september 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Yfir ��� tilboð Allir viðskiptavinir Arion banka eru í Einkaklúbbnum Náðu í appið og nýttu þér tilboðin Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Haustplöntur komnar Opnunartími Mánudaga – föstudaga kl. 12-18 Laugardaga kl. 11-15 Skagabraut 17, Akranes Nýtt kvótaár hófst síðastliðinn föstudag þegar Fiskistofa úthlutaði aflamarki fyrir komandi vertíð. Rétt um 90 bátar og skip með heimahöfn á Vesturlandi fengu úthlutað aflamarki. Dreifast þau um hafnir á Vesturlandi, en flestir gera út frá Ólafsvík og Rifi, 19 á hvorum stað. Aflamark skipa í landshlutanum er um 55 þúsund tonn, sem er 14,6% af heildaraflamarki íslensku skipanna. Ítarlega er fjallað um nýtt kvótaár í Skessuhorni í dag. Á meðfylgjandi mynd er Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH, með tvær vænar ýsur sem hann landaði í Rifi á sunnudaginn. Ljósm. af. Fyrstu göngur og réttir á Vesturlandi voru um helgina. Fyrst var réttað í Nesmelsrétt í Hvítársíðu á laugardag- inn en Kaldárbakkarétt í Kolbeins- staðarhreppi á sunnudag. Næstu daga halda bændur og búalið svo almennt til fjalla og er fjöldi réttardaga á dag- skrá um og eftir næstu helgi. Á með- fylgjandi mynd er ungur herramað- ur úr Hvítársíðu, Bergur Guðmunds- son frá Háafelli, staddur í Nesmels- rétt. Hér heilsar hann upp á eina af spöku kindunum frá Sámsstöðum en sú skilaði sér sæl og ánægð af Síðu- fjallinu eftir gott og grasgefið sumar. Því má við þetta bæta að land- búnaðarráðherra lagði á mánudag- inn fram tillögur sem leysa eiga hluta þess vanda sem sauðfjárbændur glíma við vegna boðaðs verðfalls á kjöti í haust. Sagt er frá tillögum ráðherra á bls. 9. mm/ Ljósm. Þuríður Guðmundsdóttir. Fyrstu réttir afstaðnar Síðastliðinn fimmtudag var skrifað undir kaupsamnings Ísfisks hf. í Kópa- vogi á fiskvinnsluhúsi HB Granda við Bárugötu 8-10 á Akranesi. Nokkrum mínútum áður hafði síðasti starfs- maður HB Granda kvatt sinn gamla vinnustað, en bolfisksvinnsla fyrir- tækisins hefur eins og kunnugt er öll verið flutt á Norðurgarð í Reykja- vík. Ísfiskur hf. sérhæfir sig í vinnslu á ýsu og þorski í neytendapakkningar á markað í USA og Kína. Fyrirtæk- ið vinnur úr fjögur þúsund tonnum af fiski sem allur er keyptur á mark- aði. Með kaupunum skapast rými til að tvöfalda vinnslugetu fyrirtækisins og er því búist við aukinni starfsemi eftir flutning á Akranes. Um fjörutíu störf fylgja starfsemi fyrirtækisins nú en þeim gæti fjölgað. Í Skessuhorni í dag er ítarlega greint frá kaupunum en auk þess litið í heimsókn til Ísfisks sem undanfarin 37 ár hefur haft starfsemi sína á Kárs- nesinu í Kópavogi. mm Ísfiskur flytur á Akranes Í liðinni viku birtist heldur óvenju- leg auglýsing á samfélagsmiðl- um. Þar auglýsti Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld, bóndi á Hólum í Hvammssveit, eftir trampolíni fyrir geiturnar sínar. Þetta vakti að von- um mikla athygli og kátínu lesenda enda líklegast fæstir sem tengja geit- ur og trampolín saman. Rebecca rekur lítinn dýragarð að Hólum sem hefur að geyma ýmsar dýrateg- undir og þar á meðal eru geiturnar; tveir kiðlingar sem ítrekað hafa sótt á trampolín barnanna. Það varð til þess að Rebecca fékk þá hugdettu að prófa að auglýsa eftir trampolíni fyrir geiturnar. Svörin létu ekki á sér standa og nú hafa henni borist fjöl- mörg boð um trampolín svo geit- urnar geti hoppað að vild og börnin fá væntanlega að hafa sitt trampolín í friði. sm Geitur elska trampólín

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.