Skessuhorn - 06.09.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 20174
Nú er búið að steypa upp inntaks-
mannvirki Urðarfellsvirkjunar í
landi Húsafells í Borgarfirði. Mann-
virkið sjálft verður síðan að hluta
niðurgrafið og fellt inn í landslagið
þannig að sem minnst beri á því. Frá
inntakshúsinu er lögð 3,1 kílómetra
fallvatnslögn niður í stöðvarhús sem
reist verður í Reyðarfellsskógi. Það
mun hýsa túrbínu, rafal og spenni,
en auk þess verður gert ráð fyrir
gestasvæði þannig að ferðafólk og
áhugasamir gestir geti séð hvern-
ig rafmagnið verður til við eins um-
hverfisvænar aðstæður og hugsast
getur. Á meðfylgjandi myndum er
annars vegar inntakshúsið en á hinni
myndinni er horft niður eftir hlíð-
inni þar sem búið er að leggja rör í
sand og síðan verður mokað yfir. Í
fjarska sést hluti Hallmundarhrauns
og heim að hinu fagra bæjarstæði á
Gilsbakka í Hvítársíðu.
Að sögn Bergþórs Kristleifsson-
ar á Húsafelli gerir hann ráð fyr-
ir að framkvæmdum ljúki í haust.
Rarik hefur gert samning um kaup
á orkunni sem framleidd verður
og má því búast við að rafmagn úr
Urðarfellsvirkjun verði notað þegar
landsmenn elda jólasteikina.
mm/ Ljósm. es.
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Aðskilnaðarkvíði
samtímans
Vafalítið hafa flestir tekið eftir því að veruleg breyting hefur orðið í notk-
un hinna svokölluðu snjallsíma, sem í eðli sínu eru miklu fremur hand-
hægar tölvur en góðir símar. Aukin notkun þeirra er á engan hátt sérís-
lenskt fyrirbrigði, heldur alþjóðlegt. Við sjáum það best á þeim erlendu
ferðamönnum sem hingað koma. Þeir eru afar háðir þessum tækjum og
algjörlega „týndir“ ef þeir aka inn í íslenska sveit án netsambands. Í þess-
um tækjum eru myndavélar, stafræn landakort sem ekið er eftir með leið-
sögn frá Google maps og þar bóka menn næstu gistingu eða mat. Því er
eins gott að staðir séu rétt merktir í leiðsagnarforritin. Í Skessuhorni í
dag er einmitt sagt frá ferðamönnum sem endurtekið villast inn í sumar-
húsahverfi í landi Beigalda í Borgarhreppi, en ætluðu í Svignaskarð, sem
er tíu kílómetrum ofar í héraðinu. Margir muna einnig eftir ferðamann-
inum sem ók í blindni frá Keflavík og á Laugarveg á Siglufirði, en hugð-
ist fara á Laugaveg í Reykjavík. Þessi dæmi sanna hversu mjög fólk er
orðið háð þessum tækjum, trúir þeim í blindni og ekur bara eitthvað!
Nútíma notkun á snjallsímum og handhægum spjaldtölvum hefst
gjarnan þegar börn eru ómálga en oftast þegar þau eru búin að læra að
sitja upprétt. Til að hafa ofan af fyrir þeim er slíku tæki stillt framan
við þau jafnvel strax við morgunverðarborðið og stillt á teiknimynd. Um
leið eru foreldrarnir jafnvel að kaupa sér stundarfrið til annarra verka, nú
eða eru sjálfir í sínum tækjum. Í leikskólum eru slík tæki einnig að finna
og í grunnskólum eru þau beinlínis talin nauðsynleg. Forritun nútíma
kennslugagna felst í að sem mest af kennsluefni sé hægt að nálgast með
öppum í þessi tæki og á æðri skólastigum heldur þetta svo áfram.
Ég ætla alls ekki að fordæma notkun nútíma snjalltækja, öðru nær.
Tæknin heldur vissulega áfram að þróast, hvernig sem okkur líkar, og
hana þurfum við að tileinka okkur til að vera fullgildir þátttakendur í nú-
tíma samfélagi. En engu að síður benda nýlegar rannsóknir til að of mikil
og oft á tíðum hömlulaus notkun þessara tækja sé að afvegaleiða ýmsa og
skapa ýmis vandamál í heilsufari sem ekki var séð fyrir. Slíkar vísbending-
ar ber að taka alvarlega og bregðast við eins og skynsömu fólki sæmir.
Tölvufíkn er alþekkt vandamál, löngu fyrir tíma snjalltækjanna, sem
virðast heldur auka á vandann. Nýlega fréttir, meðal annars í breska
blaðinu The Guardian, herma að fyrirbærið nomophoba sé orðið alvar-
legur kvilli. Nomophobia er stytting á No-Mobile Phobia, sem mætti
útleggja sem símaaðskilnaðarkvíði og lýsir sér þannig að fólk er orðið svo
háð snjalltækinu sínu að það óttast mest af öllu að verða viðskila við tæk-
ið. Óttast það jafnvel meira en að missa nákominn ættingja. Í ljósi þess
að almenn notkun á snjalltækjum hófst fyrir einungis örfáum árum eru
allar rannsóknir sem þetta snertir á algjöru frumstigi og ber að taka með
fyrirvara. Hins vegar er margt sem bendir til þess að fólk á öllum aldri sé
langt frá því að höndla þá breytingu í lífinu sem felst í taka svo kærkom-
inn félaga inn á gafl hjá sér. Allavega er margt í daglegri hegðun fólks sem
ég get ekki skilið með öðrum hætti en það megi flokka sem vandamál.
Allavega get ég ekki réttlætt símanotkun bílstjóra við akstur, farsíma í
greipum fólks við jarðarför eða að fólk sé í símum eða snjalltækjum í tíma
og ótíma þegar það á að vera að vinna ótengd störf.
Af þessum sökum vil ég hvetja alla sem eiga svona snjalltæki að íhuga
vel notkunarmynstur sitt á tækjunum og hugsa með sér hvort tímabært
sé að hvíla þau oftar, líta upp og njóta augnabliksins án rafræns áreitis.
Látum allavega ekki aðskilnaðarkvíða við dautt tæki verða okkur að ald-
urtila.
Magnús Magnússon
Leiðari
Framkvæmdir við
Urðarfellsvirkjun ganga vel
Eins og greint hefur verið frá
stendur fyrir dyrum bygging lauga
í grjótgarðinum við Langasand á
Akranesi, en framkvæmdin nefnist
einu nafni Guðlaug. Útsýnispallur
verður á efstu hæð, en tvær laugar
undir. Ístak hefur tekið að sér gerð
lauganna. Í gær var stórvirk vinnu-
vél byrjuð að athafna sig á svæðinu
og færði til grjót þar sem laugarnar
munu rísa á næstu mánuðum.
mm
Jarðvegsvinna hafin vegna
byggingar Guðlaugar
Framkvæmdir hófust í grjótvarnargarðinum í gær.
Ljósm. mg.
Þannig mun Guðlaug líta út að framkvæmdum loknum, skv.
teikningum arkitekta.
Unglingalandsmót UMFÍ
fór fram venju samkvæmt
um verslunarmannahelg-
ina. Að þessu sinni var
mótið haldið á Egilstöð-
um. Þykir mótshald hafa
tekist vel til og hafa ver-
ið til fyrirmyndar æsku
landsins.
Ekki vantaði Vestlend-
inga á unglingalandsmót
að þessu sinni frekar en
fyrri daginn, því öll fjögur
íþróttabandalög og ung-
mennasambönd landshlut-
ans áttu fulltrúa á mótinu.
Þau eru; Héraðssamband
Snæfells og Hnappadals-
sýslu, Íþróttabandalag Akraness,
Ungmennsamband Borgarfjarðar og
Ungmennasamband Dalamanna og
Norður-Breiðfirðinga.
UMSB sendi 35 keppendur til
leiks í fjölda íþróttagreina. Flestir
félagsmenn UMSB kepptu í frjáls-
um íþróttum og sundi en næst þar á
eftir kom knattspyrnan og körfubolt-
inn. UMSB átti enn fremur tvo full-
trúa sem kepptu í sundi og frjálsum
íþróttum fatlaðra og einnig fulltrúa í
óhefðbundnari keppnisgreinum eins
og kökuskreytingum og stafsetn-
ingu.
Keppendur HSH voru
19 að þessu sinni og
kepptu þeir flestir í knatt-
spyrnu og körfubolta.
Einnig átti HSH fulltrúa
í keppni í ólympískum
lyftingum og glímu. Geta
má þess að HSH færði
öllum keppendum sínum
hettupeysu og húfu að
gjöf fyrir mótið.
UDN átti 16 fulltrúa
á unglingalandsmóti.
Langflestir kepptu þeir
í frjálsum íþróttum en
næstflestir í knattspyrnu.
Þá átti UDN einnig fulltrúa
í keppni í frisbígolfi, glímu
og stafsetningu.
Einn keppandi unglingalandsmóts
keppti í sundi undir merkjum ÍA, en
að því er fram kemur í upplýsingum
frá UMFÍ sendi íþróttabandalagið
ekki fleiri keppendur til leiks.
kgk
Fjöldi Vestlendinga á
Unglingalandsmóti UMFÍ
Fulltrúar UMSB á setningarathöfn mótsins. Ljósm. UMFÍ.