Skessuhorn - 06.09.2017, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2017 9
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
landbúnaðarráðherra kynnti á mánu-
dag tillögur sínar til að bregðast við
vanda sauðfjárbænda. Meginmark-
ið þeirra er að draga úr framleiðslu
dilkakjöts um 20%, mæta kjara-
skerðingu bænda, styðja við sauð-
fjárbúskap á jaðarsvæðum og gera
úttekt á birgðum sauðfjárafurða og
afurðastöðvakerfinu. Jafnframt boð-
ar ráðherra að tillögur um aðgerðir
og áherslur fara nú til umfjöllunar og
ákvörðunar á vettvangi Alþingis og
hjá samtökum bænda.
Forysta Bænda-
samtaka Íslands
og Landssamtaka
s a u ð f j á r b æ n d a
sendi samdæg-
urs frá sér yfirlýs-
ingu vegna máls-
ins. Í henni segir
m.a. „Tillögurnar
eru settar fram á
ábyrgð ráðherra.
Ekki er um að
ræða samkomu-
lag stjórnvalda og
samtaka bænda.
Tillögurnar verða teknar til umfjöll-
unar á vettvangi samtaka bænda, m.a.
á aukafundi Landssamtaka sauðfjár-
bænda. Hvað varðar efni tillagnanna
þá telja BÍ og LS að í þeim sé vissu-
lega margt sem hægt er að taka undir
og mun verða sauðfjárbændum til að-
stoðar, nú þegar þeir standa frammi
fyrir þriðjungslækkun afurðaverðs.
Hins vegar vantar þær aðgerðir sem
taka á fyrirsjáanlegum birgðavanda
eftir sláturtíðina, sem nú er hafin.
Samtökin telja því að tillögurnar leysi
ekki vandann að fullu þó þær séu í
rétta átt.“
Aðgerðir ráðherra til
að draga úr framleiðslu
kindakjöts
„Markmiðið með þessum aðgerð-
um er að fé verði fækkað um 20%
með því að gefa bændum kost á því
að hætta sauðfjárframleiðslu en halda
90% greiðslum samkvæmt sauðfjár-
samningi í fimm ár, 2018-2022, þ.e.
greiðslum samkvæmt 3.-8. grein
samningsins, sbr. viðaukatöflu 1.
með samningnum. Greiðslur til
hvers bónda miðist við greiðslu-
mark, innlegg, fjárfjölda og aðrar for-
sendur fyrir greiðslum, eins og þær
voru á viðkomandi búi að meðal-
tali árin 2016 og 2017. Val verði um
það hvort framleiðandi fái greiðsl-
una greidda í eingreiðslu (núvirt) eða
með jöfnun greiðslum á 5 ára tíma-
bili. Þá eiga þeir kost á greiðslu slát-
urálags sem taka ákvörðun um fækk-
un að lágmarki um 50 kindur haust-
ið 2017. Þeir sem ákveða að nýta sér
þessi úrræði geri um það samninga.
Matvælastofnun verði falið að annast
gerð þeirra.
Þeir sem kjósa að hætta á árinu
2018 geta gert samskonar samninga
en eiga þá kost á 70% greiðslum skv.
framangreindu í þrjú ár, 2019-2021.
Skal sú ákvörðun liggja fyrir eigi síð-
ar en 1. júlí 2018. Greitt verði 4.000
kr. sláturálag á ær sem koma til slátr-
unar haustið 2017 á grundvelli ofan-
greindra samninga, sem yrði fjár-
magnað með framlagi ríkisins á fjár-
aukalögum 2017. Gert er ráð fyrir
að verja 250 m.kr. til þessa verkefnis.
Ekki verður greitt sláturálag eftir slát-
urtíð 2017. Styrkur verði greiddur að
hámarki fyrir 62.500 ær. Verði óskað
eftir sláturálagi á fleiri ær gildi regl-
an fyrstur kemur fyrstur fær. Þó skuli
þeir njóta forgangs sem taka ákvörð-
un um að hætta sauðfjárbúskap alfar-
ið. Jafnframt verði ásetningshlutfall
lækkað í 0,6. Þeir framleiðendur sem
gera samninga um að hætta á grund-
velli ofangreinds skuldbinda sig til að
taka ekki upp sauðfjárframleiðslu að
nýju á gildistíma núverandi sauðfjár-
samnings. Þeir sem gera samninga
um fækkun skuldbinda sig til að auka
ekki framleiðslu sína á gildistíma nú-
verandi sauðfjársamnings. Kvöðin
verði bundin við framleiðanda og
tengda aðila.
Aðgerðir til að draga úr
kjaraskerðingu
Greiðslur vegna kjaraskerðingar:
Bændur eigi kost á greiðslum sem
miðist við fjölda kinda á vetrarfóðr-
um samkvæmt skráningu Matvæla-
stofnunar haustið 2016. Skilyrði fyrir
þessum greiðslum verði m.a. að við-
komandi bóndi búi á lögbýli og hafi
fleiri en 150 vetrarfóðraðar kindur.
Þetta yrði einskiptisaðgerð og hugs-
uð til að bæta að hluta kjaraskerðingu
þeirra sem halda áfram sauðfjárfram-
leiðslu. Til þessa verkefnis verði varið
250 m.kr. með sérstöku framlagi rík-
isins.
Svæðisbundinn stuðningur
Samkvæmt gildandi samningi er 99
m.kr. varið í svæðisbundinn stuðning
á árinu 2017 en sú fjárhæð hækkar í
145 m.kr. á næsta ári. Þessar greiðslur
koma fyrst og fremst þeim bændum
til góða sem eiga erfitt með að sækja
atvinnu utan búsins vegna fjarlægðar
frá þéttbýli. Til þessa verkefnis verði
varið 150 m.kr. kr. til viðbótar því fé
sem áskilið er í samningnum.
Aðrar aðgerðir
Aftenging framleiðsluhvata
Miðað við núverandi ástand verða
gæðastýringagreiðslur frystar árið
2018 til tveggja ára, sbr. þó tilmæli til
endurskoðunarnefndar.
Aðgerðir vegna skuldamála
Byggðastofnun kanni þörf á endur-
fjármögnun eða lengingu lána, sér-
staklega hjá ungum skuldsettum
sauðfjárbændum. Stofnuninni verði
falið að meta stöðuna, gera tillögur
að aðgerðum og kostnaðarmeta þær.
Hagræðing í sauðfjárslátrun
Ráðist verði í úttekt á afurðastöðva-
kerfinu sem verði grundvöllur við-
ræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa
og bænda um breytingar til hagsbóta
fyrir neytendur og bændur. Mark-
mið þessarar vinnu er að leita leiða
til að lækka sláturkostnað, auka hag-
ræðingu í greininni og skoða hvern-
ig hægt er að koma á beinna samba
ndi milli bænda og neytenda. Nánari
skilgreining og útfærsla á verkefninu
verði unnin í samvinnu viðkomandi
aðila. Niðurstöður framangreindra
athugana verði m.a. nýttar við end-
urskoðun samnings um starfsskilyrði
sauðfjárræktar sem nú er hafin.
Birgðir
Stjórnvöld beita sér fyrir að fram
fari úttekt á birgðum sauðfjár-
afurða svo sem um samsetningu
þeirra, líklegt verðmæti og eignar-
hald. Slík úttekt er gerð í því skyni
að fá fyllri upplýsingar um stöðuna
á kjötmarkaði og meta líklegan ár-
angur af þeim aðgerðum sem rík-
ið og sauðfjárbændur hafa og munu
sammælast um. Niðurstaða slíkrar
athugunar leiðir ekki sjálfkrafa til
inngripa á markaðinn. Það er sam-
eiginlegur skilningur að æskilegt sé
að ná jafnvægi á markaði til langs
tíma.
Áherslur til frekari
útfærslu
Aðstoð við bændur er hætta bú-
skap: Þeim tilmælum verði beint
til Framleiðnisjóð landbúnaðarins
að útfæra sérstaka markáætlun til að
aðstoða þá bændur sem hætta sauð-
fjárbúskap til að takast á við ný verk-
efni á búum sínum, svo sem umhverf-
isverkefni.
Kolefnisjöfnun og önnur um-
hverfisverkefni: Bændur sem stjórn-
völd hafa lýst áhuga sínum á verkefn-
um á sviði kolefnisjöfnunar. Mark-
miðið er að nýta krafta og þekkingu
bænda til að vinna að markmiðum
Íslands í loftslagsmálum og kolefnis-
jafna íslenska sauðfjárrækt með sam-
drætti í losun og aukinni bindingu
með uppgræðslu, skógrækt, endur-
heimt votlendis og öðrum aðgerðum.
Haft verði samráð við stofnanir ríkis-
ins á þessu sviði, líkt og Landgræðslu
ríkisins og Skógræktina.
Sameining nýsköpunarsjóða:
Hafinn verði undirbúningur að end-
urskipulagningu og eflingu nýsköp-
unarumhverfis sjávarútvegs- og land-
búnaðar. Þetta verði gert með því að
skoða fýsileika þess að sameina Fram-
leiðnisjóð landbúnaðarins og AVS
(rannsóknarsjóðs um aukið verðmæti
sjávarfangs) í öflugan matvælaþró-
unarsjóð. Sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra mun skipa nefnd, m.a.
með fulltrúum, BÍ og SFS til skila til-
lögum um málið.
Útflutningur: Stjórnvöld munu
áfram beita sér fyrir aðgerðum sem
miða að því að styðja við útflutning
landbúnaðarafurða. Áhersla verður
lögð á að efla nýsköpun og vöruþró-
un til að mæta kröfum ólíkra mark-
aða á alþjóðavísu og nýta betur þá
viðskiptasamninga sem gerðir hafa
verið.
Tilmæli til nefndar um endur-
skoðun búvörusamninga: Vegna
aðgerða ríkisins til að mæta vanda
sauðfjárbænda eru stjórnvöld og
bændur sammála um að beita sér fyr-
ir endurskoðun sauðfjárhluta búvöru-
samninga fyrir 1. apríl 2018. Jafn-
framt verði því beint til nefndarinn-
ar að hún taki mið af þeim aðgerðum
og áherslum sem lýst er hér að fram-
an og kanni sérstaklega fýsileika þess
að aftengja framleiðsluhvata eins og
gæðastýringargreiðslur.“
mm
Umsókninni fylgi starfsferilsskrá
og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Í samræmi við jafnréttisstefnu
Borgarbyggðar hvetur sveitar-
félagið karla jafnt sem konur til
þess að sækja um starfið.
Upplýsingar um starfið veitir
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjár-
mála- og stjórnsýslusviðs í síma
433-7100. Umsækjendur eru
beðnir um að senda umsóknir á
netfangið eirikur@borgarbyggd.is.
Umsóknarfrestur er til
17. september nk.
Borgarbyggð auglýsir laust til
umsóknar starf innheimtufulltrúa
Starfshlutfall er 100% og brýnt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Verkefni og ábyrgðarsvið:
Ábyrgð á útgáfu og útsendingu reikninga
Umsjón með innheimtuaðgerðum og
útsendingu innheimtubréfa
Álagning fasteignagjalda
Móttaka og símsvörun þegar þörf er á
Almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni
Menntunar og hæfniskröfur:
Stúdentspróf
Reynsla sem nýtist í starfi
Góð tölvukunnátta, þekking á Navision
æskileg
Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð
Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
Sterk íslenskukunnátta í ræðu og riti
Ráðherra leggur til aðgerðir vegna
erfiðleika í sauðfjárbúskap
Tillögur ráðherra fela m.a. í sér að dregið verði úr framleiðslu dilkakjöts um 20%,
kjaraskerðingu bænda mætt að hluta, stutt verði við sauðfjárbúskap á jaðar-
svæðum og gerð úttekt á birgðum sauðfjárafurða og afurðastöðvakerfinu.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir,
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráð-
herra.