Skessuhorn - 06.09.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2017 11
verða okkur út um fé til slátrunar.
Við keyptum fé á fæti í Hvamms-
sveit og rákum heim að Staðarfelli.
En það var enginn í sveitinni til að
slátra fyrir okkur svo við urðum að
gera það sjálfar. Hilmar kunni til
verka svo hann hafði umsjón með
þessu og við, kennarar og nemend-
ur, urðum að hjálpa til. Þetta var
ekki partur af því sem við vorum
að kenna í skólanum, en stundum
þurfti bara að ganga í ýmis svona
verk,“ segir Kristín.
Heimsótti Staðarfell
í sumar
Í ár eru liðin 60 ár frá því fyrsti
hópur Kristínar útskrifaðist frá
Húsmæðraskólanum á Staðarfelli.
Í tilefni þess ákvað útskriftarár-
gangurinn að fara saman að Stað-
arfelli og var Kristínu boðið með.
„Aðrir kennarar sem voru á þessum
tíma eru því miður forfallaðar svo
ég fór ein með þeim. Við fórum að
Staðarfelli núna í júlí og fengum að
koma inn, fá okkur kaffi og ganga
um skólahúsið. Það var gaman að
sjá hversu lítið hefur breyst þarna,
kannski fyrir utan að vefnaðarstof-
an sem ég kenndi í er nú kapella,“
segir Kristín.
„Ég hélt áfram að kenna og hef
kennt alla tíð,“ segir Kristín að-
spurð hvað hafi tekið við eftir að
hún fór frá Staðarfelli. Tvö ár eru
liðin frá því hún hætti eftir 58 ár við
kennslu, þá 81 árs að aldri. „Ég hef
kennt fólki á öllum aldri allt frá 9 til
90 ára,“ segir Kristín að lokum.
arg
Segja má að hinn sögufrægi staður,
Staðarfell í Dölum, standi á tíma-
mótum. Þar hefur undanfarin 37 ár
verið rekið meðferðarheimili á veg-
um Samtaka áhugafólks um áfengis-
vandann (SÁÁ). Nú er fyrirhugað að
færa þá starfsemi í nýtt hús sem er í
byggingu í Vík á Kjalarnes og lýkur
um leið starfsemi SÁÁ á Staðarfelli.
Staðurinn á sér þó mjög langa sögu,
en þar var húsmæðraskóli starfrækt-
ur í nærri hálfa öld áður en meðferð-
arheimilið var opnað. Þar á undan
hafði sýslumaðurinn í Dalasýslu haft
þar aðsetur. Skessuhorn náði tali af
tveimur einstaklingum sem tengj-
ast þeirri starfsemi sem síðast var á
Staðarfelli. Annars vegar fyrrver-
andi skólastjóra húsmæðraskólans og
hins vegar þekktum tónlistarmann
sem ber hlýjar tilfinningar til Staðar-
fells. Þar hafi hann tekist á við sjúk-
dóm sinn.
Upphaf húsmæðra-
skólans á Staðarfelli
Blaðamaður Skessuhorns settist nið-
ur með Kristínu Guðmundsdóttur,
fyrrum skólastjóra húsmæðraskól-
ans, og ræddi við hana um Staðarfell
og tíma hennar þar. „Það var mikill
harmur sem lá að baki stofnun hús-
mæðraskólans. Þannig var að hjón-
in Herdís og Brynjólfur Benedikt-
sen eignuðust 14 börn en aðeins eitt
þeirra lifði til fullorðinsára; Ingi-
leif Benediktsen. Segja má að fjöl-
skyldusaga þeirra marki upphafið af
stofnun húsmæðraskólans. Ingileif
lést upp úr tvítugu og skömmu síð-
ar Brynjólfur faðir hennar. Ekkjan
Herdís ákvað að eftir hennar and-
lát myndi stærsti hluti eigna henn-
ar renna í sjóð til stofnunar kvenna-
skóla á Vesturlandi til minningar um
hana sjálfa og Ingileif,“ rifjar Krist-
ín upp. Hún bætir því við að lang-
an tíma hafi tekið að finna skólanum
stað. „Hjónin Magnús Friðriksson
og Soffía Gestsdóttir keyptu Stað-
arfell árið 1903 en árið 1920 misstu
þau einkason sinn í sjóslysi þeg-
ar hann, ásamt fóstursyni Magnús-
ar og Soffíu og tveimur vinnuhjúum
á bænum, voru að koma frá Hjal-
leyjum á hlöðnum báti sem hvolfdi.
Ári síðar fluttu Magnús og Soffía frá
Staðarfelli og til að heiðra minningu
sonar þeirra og fóstursonar gáfu þau
jörðina Staðarfell svo hægt væri að
byggja þar kvennaskóla með stuðn-
ingi sjóðsins sem Herdís hafði skilið
eftir sig,“ segir Kristín.
Skólastjóri 22 ára gömul
Kristín var aðeins 22 ára þegar hún
tók við stöðu skólastjóra á Staðarfelli
árið 1956. „Það var aldrei ætlunin að
fara á Staðarfell að kenna, hvað þá að
gerast þar skólastjóri,“ segir Kristín
og brosir við endurminninguna. „Ég
var í Danmörku á þessum tíma, að
ljúka námi í vefnaðarkennslu, þegar
ég fékk bréf frá Pétri Tyrfingi Odds-
syni prófasti í Dalasýslu þar sem ég
var beðin um að taka að mér starf
skólastjóra og vefnaðarkennara. Ég
las bréfið margoft yfir áður en ég
skildi það almennilega. Ég gat alveg
skilið að mér væri boðið starf vefnað-
arkennara, en ekki skólastjóra,“ bætir
Kristín við. Þegar aðeins fjórar vikur
voru liðnar frá heimkomu Kristínar
frá Danmörku hófst fyrsta árið henn-
ar af sex sem skólastjóri á Staðarfelli.
„Við vorum þrjár að kenna sam-
an, allar mjög ungar. Þær sem voru
með mér voru 21 og 26 ára, svo ekki
var aldurinn okkur að meini,“ bætir
Kristín við og hlær.
Fann ástina á Staðarfelli
Kristín minnist áranna á Staðarfelli
með mikilli hlýju. „Þarna var aðeins
gott fólk og allir alltaf boðnir og bún-
ir að rétt fram hjálparhönd ef þess
þurfti. Ein þeirra var Steinunn Þor-
geirsdóttir á Breiðabólsstað. Hún var
yndisleg kona sem fylgdi húsmæðra-
skólanum alla tíð,“ segir Kristín.
„Þess má líka geta að Steinunn stóð á
tröppunum þegar húsmæðraskólinn
var fyrst opnaður. Þar var hún einnig
þegar skólanum var lokað og svo enn
á ný þegar SÁÁ hóf starfsemi sína þar
og tók hún alltaf vel á móti öllum,“
bætir hún við.
Kristín fann ástina á Staðarfelli
þegar hún kynntist Hilmari Jóns-
syni frá Hallsstöðum í Dölum. „Raf-
magnið á Staðarfelli var knúið áfram
með dísilmótorum sem Hilmar sá
um og þannig kynntumst við,“ segir
Kristín og bætir því við að þau hafi
gift sig tveimur árum áður en þau
fóru frá Staðarfelli og fluttu í Kópa-
vog. „Það var mjög frumstætt að hafa
ekki rafmagn á kvöldin og næturnar
en maður vandist þessu. Þetta hafði
engin áhrif á kennsluna og við gátum
enn kennt stelpunum að ná mjólk í
mat og ull í fat, eins og sagt var þá,“
segir Kristín og hlær.
Sláturtíð á Staðarfelli
Aðspurð hvað sé eftirminnilegast frá
árunum á Staðarfelli segir Kristín að
allur tíminn þar hafi verið mjög eftir-
minnilegur. „Það er þó eitt sem gam-
an er að segja frá, en stundum fóru
hlutirnir nefnilega ekki alveg eins og
þeir áttu að fara. Eitt árið þurfti að
skera niður allt fé á Fellsströnd vegna
sauðfjárveiki sem kom upp. Þeg-
ar kom að slátrun fóru því allir sem
eitthvað kunnu til verka í slátrun út
í Stykkishólm að vinna. Við vorum
venjulega með 15 fjár á fóðrum hjá
bóndanum á Staðarfelli en þetta ár
vorum við án fjár. Við þurftum að
Tímamót á
Staðarfelli
Húsmæðraskólanum á Staðarfelli
var lokað árið 1976 og fjórum
árum síðar, árið 1980 fékk SÁÁ
afnot af húsakosti. Eins og fram
hefur komið á nú að loka þeirri
starfsemi sem þar hefur verið í
37 ár. Á þessum tíma hafa marg-
ir komið og tekist á við sjúk-
dóm sem því miður alltof marg-
ir kljást við. Einn þeirra er lands-
þekktur söngvari, lagasmiður og
ljóðskáld; Ásbjörn Morthens,
eða Bubbi eins og flestir þekkja
hann. Blaðamaður sló á þráð-
inn til Bubba og spurði hann út í
tímann á Staðarfelli. „Þarna svíf-
ur haförninn um eyjarnar og það
er gríðarlega fallegt um að litast.
En það sem á sér stað á Staðar-
felli er ekkert gamanmál og hús-
ið sjálft er búið miklum harmi,“
segir Bubbi og bætir því við að
þarna komi menn aðeins niður-
beygðir og brotnir á sál og líkama,
en með veika von um betra líf.
Er mjög hlýtt
til Staðarfells
Aðspurður hvernig dvölin hafi ver-
ið á Staðarfelli segist hann ekki
hafa neitt nema jákvætt um hana
að segja. „Það myndast ákveðin
samkennd meðal þeirra sem þarna
dvelja, eins og oft vill verða á svona
stöðum þar sem fólk þarf að þreyja
þorrann saman. Þó staðurinn sé
búinn þessum harmi hef ég ekk-
ert nema gott um hann að segja því
þarna fékk ég tækifæri til að takast
á við sjúkdóminn sem ég hef ver-
ið að glíma við í gegnum lífið. Mér
er mjög hlýtt til Staðarfells,“ segir
Bubbi. „Þarna var bara fallegt og
gott fólk, bæði heimamenn og þeir
sem þangað komu. Það er mjög
sérstakt sem fólk gengur í gegn-
um saman á svona stað. Ég eign-
aðist marga kunningja og þegar
ég hitti þá í dag er eins og við höf-
um verið í sjávarháska saman. Mér
er mjög hlýtt til þeirra allra í dag,“
bætir Bubbi við.
Þó hann hafi aðeins hlýjar tilfinn-
ingar til Staðarfells telur Bubbi það
mjög jákvætt að nú eigi að færa
starfsemina á Kjalarnesið. „Það
er bara jákvætt að nú sé búið að
byggja stóra og góða aðstöðu fyr-
ir starfsemina í Vík og ég er full-
viss um að Staðarfells bíður bara
nýtt hlutverk í framtíðinni,“ seg-
ir Bubbi að endingu.
arg
Meðferðarheimili á Staðarfelli
Staðarfell stendur á tímamótum nú þegar loka á meðferðarheimilinu sem þar hefur verið starfrækt í 37 ár.
Bubbi Morthens er einn
þeirra sem hefur dvalið
á meðferðarheimilinu á
Staðarfelli.
Kristín Guðmundsdóttir
fyrrum skólastjóri Hús-
mæðraskólans á Staðar-
felli á fallegu heimili sínu í
Kópavoginum.
Á Staðarfelli fer fram endurhæfing
og meðferð sjúklinga sem koma frá
Sjúkrahúsinu Vogi. Þar er rúm fyrir
allt að 30 sjúklinga.
Staðarfell er kirkjustaður á Fellsströnd. Bærinn stendur undir snarbröttum kletta-
hlíðum samnefnds fjalls. Ystafellsmúli er einhver besti útsýnisstaður héraðsins.
Ljósm. Mats Wibe Lund.