Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2017, Page 20

Skessuhorn - 06.09.2017, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 201720 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Leiguakstur á Akranesi sem og á öllu Vesturlandi Ari Grétar Björnsson Sími: 864-2100 Email : taxar@simnet.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 www.skessuhorn.is Pennagrein Skólar landsins hafa nú opnað dyr sínar að nýju eftir sumarhlé. Um- ræða um skóla- og menntamál er því mikil um þessar mundir og það er eðlilegt því þetta er mál- efni sem snertir okkur öll, hvar sem við búum á landinu. Rætt er um gildi skólastarfsins, lengd og fyrirkomulag, innihald og gæði menntunar og ófullnægjandi kjör kennara, kostnað nemenda og líð- an þeirra í skólanum svo fátt eitt sé nefnt. Námslán, námsaðstoð og viðmót gagnvart námi er einn angi umræðunnar. Það er tæplega ágreiningur um að aukin þekking og menntun í hvaða mynd sem er leiði til víð- sýni og umburðarlyndis, efli og bæti samfélög. Á Íslandi hafa við- horfin til fyrirgreiðslu við náms- fólk þróast með öðrum hætti en í nágrannalöndum. Síðasta aldar- fjórðunginn hefur löggjafinn horft á fjárhagslega námsaðstoð í meg- inatriðum sem hefðbundin lán sem greiðast skuli til baka að fullu, verðtryggð. Ég heyrði nýlegt og raunverulegt dæmi um einstakling sem innir af hendi um 660 þúsund króna heildargreiðslur af námsláni sínu á þessu ári eftir 21 ár í náms- lánagreiðslum og enn standa eftir tæplega 8 milljónir króna. Ef þess- um einstaklingi endist aldur og greiðslugeta, þá lýkur hann náms- láagreiðslum þegar hann nær átt- ræðisaldri, 13 árum eftir almenna eftirlaunatöku. Að þessu leyti skiljum við Íslendingar okkur al- gjörlega frá öðrum Norðurlönd- um. Þetta er til vansa fyrir þjóð sem byggir æ meira á þekkingar- leit og menntun og á þar allt undir ekki síður en önnur lönd. Samfylkingin hefur ítrekað lagt fram frumvarp til laga um sann- gjarnar lagfæringar á núverandi lögum um námslán, síðast á ný- liðnu þingi. Þær lúta að tveimur þáttum. Annars vegar, að skuld- bindingar ábyrgðarmanna á eldri lánum falli niður þegar viðkom- andi nær 67 ára aldri eða við fráfall hans. Dæmi eru um það í núgild- andi lögum að háaldrað fólk og/ eða aðstandendur verði fyrir veru- legum búsifjum vegna ábyrgða. Ákvæðin ganga út yfir gröf og dauða og afkomendur standa jafn- vel andspænis óvæntum og órétt- látum skuldbindingum. Hin breyt- ingin er sú að námslán falli niður á því ári sem skuldari nær 67 ára aldri. Með því er verið að nálgast viðmót Norðurlandaþjóðanna þar sem endurgreiðslutíminn er mun styttri eða jafnan um 15 – 20 ár. Þar eru reyndar styrkir verulegur hluti námsaðstoðarinnar. Í fyrravor var lagt fyrir Alþingi frumvarp um námslán og náms- styrki sem ekki náði fram að ganga þar sem ágreiningur var um mik- ilvæg atriði. Efnislega hneig þó frumvarpið í þá átt sem ásættan- legt getur talist en verulega galla þarf að sníða burt. Ef hin dáðlausa ríkisstjórn sem nú situr við völd hugsar sér ekki til hreyfings varð- andi ný lög um námslán og náms- styrki strax á næsta þingi mun Samfylkingin endurflytja frumvarp sitt enn einu sinni í þeirri viðleitni að knýja fram sanngjarna réttarbót fyrir námsfólk og ábyrgðarmenn eldri lána. Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður Námslán - eilífðar fylginautur Það var stuð og stemning á Rakara- stofu Gísla við Stekkjarholt á Akra- nesi síðastliðinn föstudag þegar fagn- að var tíu ára afmæli stofunnar. Gísli Guðmundsson hárskeri hefur haldið á skærunum í 27 ár, en tíu ár eru lið- in frá því hann hóf starfsemi á Akra- nesi. Í tilefni dagsins ákvað Gísli að öll innkoma þennan dag rynni óskipt til stuðnings krabbameinssjúkum börnum. Þessu tóku viðskiptavin- ir vel og ýmsir komu með afmælis- pening sérstaklega af þessu tilefni og lögðu til söfnunarinnar, greiddu ríf- lega fyrir klippinguna eða borguðu fyrir kaffibollann, sem aðra daga er í boði hússins. Þeir sem það vildu gátu auk þess pantað að hárskerinn tæki lagið og greiddu þrjú þúsund fyrir lagið. „Ég hef einfalt prógramm sem hægt er að velja úr. Í dag spila ég ým- ist Stál og hnífur, Fatlað fól, Traust- ur vinur eða Hjálpaðu mér upp,“ sagði Gísli. Aðspurður hvort menn hefðu einnig val um að borga fyrir að hann spilaði ekki, sagði hann að einn viðskiptavinurinn hefði vissu- lega látið þess getið. Auk þess sem safnaðist á stofunni á afmælisdaginn bætti Gísli við hundr- að þúsund krónum og var allt söfn- unarféð afhent óskipt til stuðnings- félags krabbameinssjúkra barna síð- astliðinn mánudag. Upphæðin þegar upp var staðið var 328.650 krónur. „Ég er ánægður með að halda svona upp á daginn og ánægjulegt hvað viðskiptavinir mínir tóku þessu vel,“ sagði hinn síhressi rakari að endingu. mm Klippt í þágu krabbameinssjúkra barna á afmæli stofunnar Gísli klippir hér Andra Júlíusson kaupmann í Ozone. Við hlið þeirra er Arnþór Helgi Gíslason sérlegur aðstoðarmaður á rakarastofunni hjá föður sínum. Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi hefur endurútgefið hina áhrifaríku kennslubók; Gagn og gaman. Með því að stauta sig í gegnum bókina lærðu þúsundir Íslend- inga lestur og á hún því sterk tök í huga margra sem komnir eru til vits og ára. Bókin var nær einráð við lestrarkennslu yngstu barna í hálfa öld. Hún byggð- ist á hljóðaðferð við lestrarkennslu sem með þessari bók var innleidd í íslenskum skólum. Talið er að um 200 þúsund ein- tök hafi verið prentuð af fyrra hefti bók- arinnar en síðast var það prentað 1985. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um ára- tugaskeið. Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þá í einu hefti. Bókin var sam- vinnuverkefni Ísaks Jónssonar og Helga Elíassonar sem fengu Tryggva Magn- ússon listmálara til að gera teikningar. Bókin var þá enn í mótun og við endur- skoðun hennar árið 1941 var henni skipt í tvö hefti. „Með nýrri og breyttri út- gáfu árið 1955 var fyrra heftið prentað í lit. Var það fyrsta skyldunámsbók lands- manna sem var litprentuð. Þórdís dótt- ir Tryggva teiknaði nýjar myndir við þá kafla sem bætt var við. Seinna heftið var litprentað 1959. Var verkið þá komið í endanlega gerð. mm Gagn og gaman endurútgefið Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.