Hlynur - 15.09.1960, Page 2

Hlynur - 15.09.1960, Page 2
Jakob Sigurður Stjórnarformaður S.Í.S. A síðasta aðalfundi SIS að Bifröst lét Sigurður Kristinsson af störfum sem formaður stjórnar sambands'ns. samkvæmt eigin ósk. Hafði liann þá gegnt því starfi í tólf ár, eða frá 1948. Áður hafði Sigurður verið forstjóri SÍS í 22Mí ár. og þar áður kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Alls hefur hann ])\í unnið á vegum samvinnuhreyfingarinnar í 52 ár. Við gtöðu stjórnarformanns tók Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri Kaup- félags Eyfirðinga, Akurevri. Hefur hann að mestu starfað hjá félaginu síðan 1915, og verið kaupfélagsstjóri síðan 1939. Kaupfélagsstjóraskipti í Kópavogi Stefán Gunnarsson hefur lát- ið af störfum sem kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Kópa- vogs, en við tekið Salómon Einarsson, sem áður var kaup- félagsstjóri hjá Samvinnufé- lagi Fljótamanna. Við kaupfé- lagsstjórn þar hefur nú tek- ið Helgi Rafn Traustason, eins og getið er í ágústhefti Hlyns. Salómon er fæddur 4. okt. 1914 að Tungu í Tálknafirði, Vestur-Barðastrandasýslu. Var tvo vetur í Reykholti og lauk prófi úr Samvinnuskólanum 1939. Starfaði næstu árin hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar, Samvinnufélagi Fljótamanna og Sam- vinnufélagi Dalahrepps, Arnarfirði. Var framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Patreksfjarðar h.f. árin 1943—1947. Réðist sem kaupfélagsstjóri til Samvinnu- félags Fljótamanna 1. jan. 1948 og gegndi því starfi til júlíloka 1 ár. — Kvæntur er Salómon Sigurbjörgu Björnsdóttur úr Fljótum, og eiga þau eina dóttur. Salómon 2 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.