Hlynur - 15.09.1960, Page 4
Malmö til viðræðna um inngöngu L.Í.V. Fulltrúar L.Í.V. á þeirri ráðstefnu voru
formaður sambandsins, Sverrir Hermannsson og formaður V.R. Guðmundur LI.
Garðarsson.
A fundi í stjórn N.S. í Osló 12. febrúar sl. var innganga L.I.V. endanlega
samþykkt og er L.Í.V. aðili að N. S. frá 1. janúar 1960 að telja.
Stjórn N.S. tekur fram í bréfi sínu, að samtök verzlunarmanna í Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi séu öll félagar í viðkomandi alþýðusamböndum og
að samstarf þeirra innan N.S. sé háð þeim réttindum og skyldum, sem það hefir
í för með sér. Nú er L.Í.V. hins vegar ekki aðili í Alþýðusambandi íslands, en
þar sem fyrir liggur ákvörðun L. í. V. um að sækja um inngöngu í A.S.Í. og vonir
standa til að það nái fram að ganga, þá ákveður stjórn N. S. að taka L.Í.V. í
samtök sín enda þólt það sé enn ekki aðili að A.S.Í.
Til þings Nordisk samarbejdskomite hefir verið boðað í Þrándheimi dag-
ana 5.—7. júlí n.k. Þangað hefir L.Í.V. rétt til að senda tvo fulltrúa. Sökum
fjarlægðar Íslands og mikils ferðakostnaðar fulltrúanna, hefir N.S. sýnt þá
rausn að bjóðast til að greiða allan kostnað við för annars fulltrúa L.Í.V. á
þingið.
Formaður N.S. er Algot Jönsson, formaður sænska verzlunarmannasambandsins,
en stjórn N.S. skipa formenn verzlunarmannasambandanna í hverju landi. Skrif-
stofa N.S. er í Malmö í Svíþjóð.
25 ára
starfsafmæli
Ragnheiður heitir hún og er Hann-
esdóttir, Húnvetningur að ætt, fædd
að Syðri-Ey á Skagaströnd. Hún átti
fyrir allskömmu 25 ára starfsafmæli
hjá Gefjun-Iðunni, og í sambandi við
það skrapp Hlynur niður í Kirkju-
stræti hérna um daginn og átti við
hana stutt viðtal.
— Þú hefur þá unnið um aldar-
fjórðung á vegum samvinnuhreyfing-
arinnar, Ragnheiður?
— Jú, ég byrjaði hjá Gefjuni á
Akureyri, föstudaginn 24. ágúst 1935.
Þá var Jónas Þór verksmiðjustjóri.
Arnþór Þorsteinsson, sem nú er
verksmiðjustjóri, byrjaði þar sama
ár sem sölustjóri.
— Ég kalla þig muna þetta ná-
kvæmlega. Hvað vannstu til að byrja
með?
— Við að búnta band. Annars fór
Ragnheiður við afgreiðsluborðið i
Kirkjustræti.
4 HLYNUR