Hlynur - 15.09.1960, Page 5

Hlynur - 15.09.1960, Page 5
ég rétt strax að vinna við afgreiðsl- una og hef verið við hana síðan. — Hvernig voru kjör verksmiðju- fólks í þann tíð? — Þau voru að sjálfsögðu að ýmsu leyti frábrugðin því sem nú er. Ég man að ég byrjaði með 75 krónur á mánuði. Og þá var ekki alltaf verið að líta á klukkuna, heldur unnið frameftir eftir því sem þurfti. — Var það ekki oft erfitt? — Erfitt og erfitt ekki, við viss- um, að við áttum og urðum að gera þetta og gerðum því það, þegar með þurfti. Sérstaklega við sendingar út á land. — Fórstu að vinna í Gefjun strax og þú komst til Akureyrar? — Nei, ég var fyrst í bókabúð hjá Þorsteini M. Jónssyni. — Var það ekki léttara en að af- greiða vefnaðarvörur? — Nei, síður en svo. Afgreiðslu- maður í bókabúð, sem vill vera sæmilega fær í sínu starfi, verður að mínu áliti að kunna skil á öllum þeim bókum, sem til eru í búðinni, efni þeirra, höfundum, útgáfutíma og svo framvegis, enda hafði ég þá fyrir sið að lesa vandlega ritdóma um allar þær bækur, sem við áttum von á. Þetta kostar því töluverða fyrirhöfn, en er líka mjög menntandi um leið. — En hefur þig aldrei langað til að skipta um starf? — Nei. Þegar frá líður, verður maður líka gamall í hettunni og vill ekki skipta, að minnsta kosti ef manni fellur vel við vinnuna og sam- starfsmennina. Og þannig hefur það verið með mig. Mér hefur alltaf lík- að prýðilega við yfirmenn mína og annað samstarfsfólk. — En viðskiptavinina? — Fyrsta boðorðið gagnvart þeim er að hafa þá ánægða. Þeir verða alltaf að hafa á réttu að standa. En yfirleitt er þetta bezta fólk. Margt af þvi biður líka um aðstoð og leið- beiningar og er þakklátt fyrir að fá þær. ■— Þú hefur tekið töluverðan þátt í félagslífi starfsfólks hjá verksmiðj unum, er það ekki? — Jú, fyrir norðan. En ekki hér syðra. Maður er nú heldur svo sem ekkert unglamb lengur, orðin sextíu og fimm ára. — Hve lengi vannstu hjá Gefjunni fyrir norðan? — 19 ár. Þá flutti ég suður. Lang- aði til að fylgja dóttur minni, sem þá var setzt hér að. Ég bað Vilhjálm Þór um að verða flutt, og hann sagði að það væri alveg sjálfsagt. Síðan hef ég unnið hér í Kirkjustrætinu undir stjórn Sigtryggs og fallið það alveg prýðilega. — Hefur þig ekki langað norður aftur? — Nei. Ég kunni vel við mig þar, en hér er líka ágætt að vera. Raun- ar er mér alveg sama hvar ég er, með- an ég hef vinnu og get unnið. Nú bar að garði viðskiptavin, sem Ragnheiður þurfti að afgreiða, svo við kvöddum hana og óskuðum henni til hamingju með þetta merkisaf- mæli. Væri betur að íslenzk sam- vinnuhreyfing ætti sem lengst völ á sem flestum slíkra starfsmanna. Megi hún lifa vel og lengi. dþ. Leiðrétting í síðasta hefti Hlyns vildi svo til, að myndatextar víxluðust undir myndum af þeim Hermanni Vil- hjálmssyni og Einar Sveinbjörnssyni, starfsmönnum Iðunnar. Leiðréttist þetta hér með og biður Hlynur af- sökunar á þesum mistökum. HLYNUR 5

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.