Hlynur - 15.09.1960, Side 7
BOTNAKEPPNI
Eins og stundum áður hefur Hlyn-
ur nú ákveðið að efna til botna-
keppni, og þar eð vitað er, að meðal
lesenda hans er fjöldi hagorðra
manna, má búast við mikilli og
skemmtilegri þátttöku. Botnar þurfa
að hafa borist til blaðsins fyrir 15
nóvember næstkomandi, og mun þá
þar til skipuð dómnefnd skera úr,
hver beztur sé. Sem verðlaun fyrir
bezta botninn verður veitt ljóðabók-
in Októberljóð eftir Gunnar Dal,
árituð af höfundi sjálfum.
saman laufi og á annan hátt að
halda umhverfi skólans hreinu og
snyrtilegu. Þrisvar í viku voru svo-
nefndar „gruppediskussioner”. Var
þá nemendum skipt í þrjá hópa, og
fékk hver hópur sitt umræðuefni til
meðferðar. Gat maður ráðið því sjálf-
ur í hvaða hóp maður fór hverju
sinni. Hver hópur ræddi síðan fram
og aftur sitt málefni. I lok um-
ræðnanna voru öll framkomin álit
skrifuð niður og þau síðan rökrædd
af öllum þátttakendum.
— Var ykkur ekki gefinn kostur
á að sjá helztu fyrirtæki sænskra
samvinnumanna?
— Jú, jú. Við fórum þrisvar í
kynnisferðir til Stokkhólms. Þar
skoðuðum við m. a. ýmsar matvöru-
búðir og tilraunaeldhús KF (sænska
samvinnusambandsins), svo og korn-
myllu Tre Kronor.
— Fenguð þið aldrei að létta ykk-
ur upp?
— Jú, á föstudagskvöldum. Þá var
dansað.
— Hve margir nemendur voru
alls á námskeiðinu?
— 25.
— Allra þjóða kvikindi?
Frh. á bls. 14.
Hefur Bókaútgáfan Norðri gefið
eintak af bókinni til keppninnar og
kann Hlynur henni beztu þakkir fyr-
ir.
Hverjum þátttakanda í keppninni
er í sjá)fsvald sett, hversu marga
fyrriparta hann botnar, og einnig er
honum heimilt að senda tvo eða
fleiri botna við hvern fyrripart.
Botnana má senda, eftir því sem
hverjum líkar, merkta fullu nafni,
dulnefni eða nafnlausa, en þess er
að sjálfsögðu vænst, að höfundur
verðlaunabotnsins gefi sig fram, hafi
hann fyrst birst í dulargerfi. Hlynur
áskilur sér fullan rétt til að birta
ótakmarkaðan fjölda af þeim botn-
um, sem berast kunna, við hentug-
leika.
Hér eru þá fyrripartarnir:
Illa þokkað bann á bjór
bugar landans gleði.
Föl er grund og freðin sund,
farðu að blunda, Dísa.
Tónar gírug girndahljóð
götulið um nætur.
Létt á öldum ljósvakans
líða gerfihnettir.
Skyldi Hamarsskjöldur geta
skakkað leiki Kongómanna?
Ungur maður uppi í sveit
átti þýzka konu.
Ungum gerði manni mein
meyjan, sérðu núna.
Lítt er vandað Ijóðastand,
lokið andans krafti.
Gerið þið svo vel, lesendur góðir.
Nú er ykkar að skeyta aftan við, og
í öllum bænum látið ekki á ykkur
standa.
HLYNUR 7