Hlynur - 15.09.1960, Blaðsíða 9

Hlynur - 15.09.1960, Blaðsíða 9
inni reynslu. Hafið það hugfast að þið eruð eins og leikarar á leiksviði, það er talað um ykkur, ef þið standið ykkur vel og þið njótið góðs af því, sem eftirsóttir starfsmenn og vin- sælir búðarmenn. Ef þið standið ykk- ur illa þá er líka talað um ykkur, en á allt annan hátt. Grænmeti og ávextir. Grænmeti og ávextir eru þær vöru- tegundir, sem einna mestrar um- hirðu og nærgætni þurfa, þegar um innkaup, geymslu og sölu er að ræða Þess vegna þykir ekki úr vegi að byrja þennan þátt með því að ræða lítils háttar um ofantaldar vöruteg- undir. Eitt skulu lesendur þáttarins hafa í huga, að alltaf er hætt við að ein- hver atriði, sem hefðu átt að koma með séu ekki nægilega skýrt tekin fram eða kannski alveg sleppt. Ef þetta skyldi koma fyrir, værum við þakklátir ef okkur væri gert viðvart. Grænmeti og ávextir eru prýði hverrar búðar, ef viðkomandi vör- ur eru vel hirtar og snyrtilega fyrir komið. Þegar innkaup eru gerð ber fyrst og fremst að hugsa um gæðin, léleg vara þýðir álitshnekki fyrir hverja verzlun. Einnig fylgir því sú áhætta að sitja uppi með allt saman. Það fyrsta, sem ber að gera, þeg- ar ávextir og grænmeti koma í verzl- unina er að athuga ásigkomulag vör- unnar, fjarlægja allt það, sem skemmt er eða ekki í söluhæfu á- standi. Grænmeti og ávextir eru mjög viðkvæmar vörutegundir og þola illa allt hnjask eða hörð hand- tök. Mikil rýrnun getur átt sér stað á grænmeti og ávöxtum og má rekja til þess þrjár höfuð orsakir: 1. Uppgufun: Grænmeti og ávextir innihalda mikið vatn, allt upp í 95%. Þess vegna er nauðsynlegt að geyma vöruna við hæfilegt hitastig. Rétt — raðið kössun- um þannig að þeir hvili ekki á innihaldi hvers annars. Rangt — þessi upp- röðun skaðar inni- hald kassanna. Rétt — það er einn- ig hægt að stafla kössunum upp á endann. 2. Rotnun: Við geymslu rotna og visna ávextir og grænmeti. Það er hægt að koma í veg fyrir þetta að mestu leyti með því að geyma vör- una á köldum stað ca. 6 stig á C. (Undantekningar) Heppilegasta hita- stigið fyrir banana er 11—12 stig á C. Við lægra hitastig verða þeir gráir að lit og gæði þeirra minnka. 3. Skemmdir: Fjarlægja ber allt skemmt grænmeti og ávexti um leið og skemmda verður vart. Margir gleyma því, að grænmeti og ávextir eru lifandi og að með- höndla verður vöruna sem slíka. Eins og áður er sagt er uppgufun hjá grænmeti mjög ör og mikil — til þess að láta grænmetið halda út- liti sínu, gæðum og lengja lífdaga þess er bezta ráðið að geyma það við Framh. á bls. 15. HLYNUR 9

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.